Læknablaðið - 01.06.2015, Síða 39
LÆKNAblaðið 2015/101 327
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
skilmerki sem ættu betur við evrópskar
aðstæður. Þeim var ætlað að vekja athygli
á algengum mistökum í lyfjameðferð
aldraðra. Sérstaklega var sjónum beint að
óviðeigandi lyfjameðferð (sjá rammagrein),
lyfjum sem auka byltuhættu og notkun
sterkra verkjalyfja (ópíata). Skilmerkin áttu
líka að greina tvöfaldar lyfjaávísanir, þar
sem lyfjum úr sama lyfjaflokki er ávísað
tvisvar, og vekja til umhugsunar um van-
meðhöndlun.
Útkoman úr þessari vinnu eru
svokölluð STOPP/START skilmerki (sjá
rammagrein) sem birtust fyrst 2008 en
endurskoðuð 2. útgáfa kom út 2014. Þau
auðvelda læknum að fara yfir flókna lyfja-
lista með tilliti til ofangreindra þátta. Við
skyndileit á Pubmed fundust um 80 birtar
greinar um þessi skilmerki, þar af 5 eða
6 yfirlitsgreinar. Rannsóknir hafa sýnt að
þessi skilmerki eru vel nothæf í klínískri
vinnu og draga úr óviðeigandi lyfjameð-
ferð. Þessi skilmerki hafa nú verið þýdd
á íslensku sem hluti af SENATOR rann-
sókninni. Landlæknisembættið hefur tekið
vel í að birta þessi skilmerki á heimasíðu
sinni, bætti Ólafur við.
Klínískar leiðbeiningar um lyfjameð-
ferð langvinnra sjúkdóma miðast yfir-
leitt við einstaklinga með einn tiltekinn
sjúkdóm. Aldraðir einstaklingar eru hins
vegar oftar en ekki með marga langvinna
sjúkdóma samtímis. – Þegar klínískum
leiðbeiningum er beitt í blindni á fjölveika
einstaklinga er hætt við óviðeigandi fjöl-
lyfjameðferð þar sem lyf og sjúkdómar
passa ekki endilega saman. Lyfin geta
valdið aukaverkunum og milliverkunum
milli lyfja og milli lyfja og sjúkdóma.
Rannsóknir hafa sýnt að allt að fjórðung
innlagna á sjúkrahús megi rekja til lyfja-
tengdra vandamála. Það eykur líkur á
heilsutjóni, lengir oft legutíma og eykur
kostnað í heilbrigðiskerfinu, sagði Ólafur.
Margvíslegur ávinningur
Þeir félagar bæta því við að STOPP/START
verði veigamikill þáttur í þeim ráðlegging-
um sem SENATOR-hugbúnaðurinn gefur
en taka fram að þetta séu ekkert annað en
leiðbeiningar, það sé ekki ætlunin að taka
ráðin af læknum sem ávallt taki ákvörðun
um meðferð.
Ávinningur Landspítala og íslensks
heilbrigðiskerfis af rannsókninni verður
væntanlega töluverður. Þar má nefna:
■ bætta þekkingu og greiningu á
aukaverkunum lyfja hjá ört stækkandi
sjúklingahópi,
■ vitneskju sem styður við úrbætur á
gæðum meðferðar og öryggi sjúklinga,
■ stuðning við þróun klínískrar lyfja-
fræði,
■ þýðingar á viðamiklum textum af
ensku á íslensku,
■ hugbúnað sem bætir ráðleggingar um
meðferð og lyfjagjöf,
■ tækifæri í vísindastarfi, auk þess
sem niðurstöður nýtast við kennslu í
læknisfræði, hjúkrun og lyfjafræði.
Áhugasömum um þessa rannsókn er
bent á heimasíðu hennar: www.senator-
project.eu
STOPP (Screening Tool of older People’s Prescriptions):
Tæki til skimunar á lyfjanotkun eldra fólks (80 skilmerki)
START (Screening Tool to Alert to Right Treatment):
Tæki til skimunar fyrir rétta meðferð (34 skilmerki)
Skilmerkin miðast við 65 ára og eldri, eru flokkuð eftir líffærakerfum og
aukakaflar eru um ónæmisaðgerðir. Reiknað er með að skilmerkin verði
endurskoðuð reglulega. Þau verða birt innan tíðar á heimasíðu landlæknis.
Rannsóknarteymi
SENATORs á Land-
spítalanum, frá
vinstri: Aðalsteinn
Guðmundsson, Ást-
rós Gunnarsdóttir,
Ólafur Samúelsson
og Sólveig Sigur-
björnsdóttir. Pétur
S. Gunnarsson klín-
ískur lyfjafræðingur
var fjarstaddur.
Mynd: –ÞH