Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2014/100 571
læknablaðið
the icelandic medical journal
www.laeknabladid.is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Magnús Gottfreðsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
ljósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Sigdís Þóra Sigþórsdóttir
sigdis@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1800
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu. Blað þetta má
eigi afrita með neinum hætti, hvorki að
hluta né í heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
Fyrsti fjórðungslæknir í Austfirðingafjórðungi, Brynjólfur
Pétursson (1747-1828), bjó í Brekku í Fljótsdal og þar
var læknissetur samfellt til ársins 1844 þegar Hans P.J.
Beldring (1800-1844) lést. Næsti læknir, Gísli Hjálmarsson
(1807-1867), bjó í Vallanesi og síðar á Höfða og eftirmenn
hans bjuggu meðal annars á Ormarsstöðum og Eyvindará
en árið 1903 fluttist Jónas Kristjánsson læknir (1870-
1960) aftur í Brekku og þar var læknissetur og sjúkraskýli
til ársins 1944 þegar staðurinn brann. Fluttist þá læknirinn
til Egilsstaða og þar var síðan byggt sjúkrahús.
Myndina, sem er í eigu Þjóðminjasafnsins, tók Vigfús
Sigurðsson (1880-1943) við vígslu sjúkraskýlisins í Brekku
vorið 1907 og þar má sjá ýmsa framámenn héraðsins
ásamt héraðslækninum. Hafist var handa við bygg-
ingu sjúkraskýlisins vorið 1904 og var Jón Þorláksson
landsverkfræðingur, síðar forsætisráðherra, fenginn til
að undirbúa byggingu hússins. Það var um 70 m2 að
grunnfleti, tvær hæðir og ris. Í upphafi voru þar fjögur
sjúkrarúm og skurðstofa en rúmunum átti eftir að fjölga
um meira en helming og þar voru sett upp ljósalækninga-
tæki. Sjúkraskýlið var jafnframt embættisbústaður lækna
sem sumir voru með stóra fjölskyldu. Þá var gert ráð fyrir
að hjúkrunarkona byggi í húsinu og svo var þegar Bjarni
Guðmundsson (1898-1973) tók við embættinu 1925 en
skömmu síðar kvæntist hann hjúkrunarkonunni. Ásta
Magnúsdóttir (1902-1997) varð þá allt í senn, forstöðu-
kona sjúkraskýlisins, hjúkrunarkona, húsmóðir stórs og
umsvifamikils sveitaheimilis og móðir barna þeirra hjóna.
Slíkt var ekki óalgengt á læknissetrum víða um land.
Þegar læknar fengu embætti í héraði þurftu þeir auð-
vitað að finna sér stað til að búa á. Ekki var um fyrirfram
ákveðna embættisbústaði eða jarðir að ræða nema hjá
landlækni. Þróunin varð sú að eftir því sem bæir efldust
fluttu læknar í þéttbýlið, það gilti til dæmis um Akur-
eyri, Eskifjörð, Húsavík og Ísafjörð, en víðast um hinar
dreifðu byggðir var örðugra um vik. Stundum áttu læknar
sínar ábýlisjarðir en í flestum tilfellum fengu þeir jörð á
leigu frá „hinu opinbera“ og ef þeir voru einir síns liðs
kom það oft í hlut einhvers framámanns í héraðinu að
skjóta yfir þá skjólshúsi. Var þá undir hælinn lagt hversu
hentug sú jörð var til ábúðar eða hvernig hún lá við sam-
göngum innan héraðs. Stundum spruttu upp deilur um
það hvar heppilegast væri að læknirinn byggi en auðvitað
vildu flestir hafa hann sem næstan sér. Líklegast er eina
undantekningin frá þessu þegar Sigvaldi Kaldalóns (1881-
1946) var skipaður héraðslæknir í Keflavíkurlæknishéraði
árið 1929 og settist að í Grindavík en ekki í Keflavík þar
sem læknar höfðu setið síðan 1883. Mikil andstaða var
í Keflavík við skipun hans í embættið og Læknafélagið
hafði harðlega mótmælt skipuninni og taldi annan mann
hæfari til starfans, nefnilega Jónas Kristjánsson sem
verið hafði héraðslæknir á Sauðárkróki frá árinu 1911 en
áður í Brekku.
Stafholtsey var læknissetur í tæp 50 ár. Páll Blöndal
(1840-1903) varð sýslulæknir í Borgarfjarðar- og Mýra-
sýslu árið 1868 og bjó fyrst í Guðrúnarkoti á Akranesi.
Eftir að hann kvæntist 1870 bjó hann um tíma í Lundum
og á Hvítárvöllum en keypti jörðina Stafholtsey árið 1874
og bjó þar til æviloka. Jón Blöndal (1873-1920) tók við
embættinu og jörðinni af föður sínum árið 1901 og byggði
þar glæsilegt íbúðarhús (1906/1908) sem stundum var
einnig sjúkrahús. Jón gegndi embættinu til dánardægurs
1920, en hann drukknaði í Hvítá á leið í læknisvitjun.
Eftirmaður Jóns, Jón Bjarnason (1892-1929), bjó fyrstu
árin á læknissetrinu í Stafholtsey en „hann hafði loforð
héraðsbúa um að fá vel hýsta jörð sem fyrst“. Byggður
var læknisbústaður á Kleppjárnsreykjum enda var jörðin
„nytjalítil og kostasmá að því undanskildu að þar er mikill
og voldugur hver“ og var þá ekki verið taka góða bújörð
undir lækninn!
Jón Ólafur Ísberg
Læknisbústaðurinn og sjúkraskýlið í Brekku
Ármúli á Snæfjallaströnd í Nauteyrarhreppi þar sem Sigvaldi
Kaldalóns læknir sat árin 1910-1922. Gustav Rasmussen
apótekari tók myndina síðsumars 1916, og er varðveitt hjá Ljós-
myndasafni Ísafjarðar og birt með góðfúslegu leyfi þess. Í bókinni
Ég var felubarn eftir Karl Oluf Bang segir meðal annars frá
lífinu á Ármúla og húsinu þar.
Læknisbústaðurinn Stafholtsey í Borgarfirði, mynd úr bókaflokknum Eyðibýli á Íslandi, þar eru nú komin út 7 bindi og rakin saga 550
húsa, birt með leyfi www.eydibyli.is
Turbuhaler innöndunartæki
Turbuhaler er fjölskammta
innöndunartæki sem inniheldur ýmis lyf
við lungnasjúkdómum eins og astma
og langvinnri lungnateppu
Leiðbeiningar um notkun fást á næstu
heilsugæslustöð eða í lyfjaverslunum
Umboðsaðili: Vistor.hf. Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000
Einfalt og auðvelt
í notkun
1
0
-2
0
1
3
-0
1