Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 60

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 60
Ö l d U n G a d E i l d Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jóhann Gunnar Þorbergsson, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Tryggvi Ásmundsson, Valgarður Egilsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Guðmundur var fæddur 12. október 1864 í Gröf í Víðidal. Foreldrar hans voru Björn Leví Guðmundsson og Þorbjörg Helgadóttir og fluttu þau að Marðarnúpi í Vatnsdal er Guðmundur var 9­10 ára og var hann gjarnan kenndur við þann bæ. Hann var elstur 15 systkina, en af þeim náðu 6 fullorðinsaldri. Faðir Guðmundar var meðalhár, þrekinn, góður smiður, hæglátur, en móðir hans var greind, glaðleg og dugleg ljósmóðir. Guðmundur þótti líkur föður sínum í útliti, en móður í framkomu. Síra Hjörleifur Einarsson á Undirfelli kenndi Guðmundi og nafna hans Hann­ essyni og hvatti foreldra beggja að senda þá til náms. Þeir settust samtímis í Lærða skólann haustið 1882 og urðu samferða gegnum stúdentspróf og embættispróf. Nágrannakona Marðarnúpshjóna var frænka Sólveigar, konu Sigfúsar Eymunds­ sonar bóksala, og útvegaði hún Guðmundi vist hjá þeim hjónum meðan hann nam við Lærða skólann. Hann trúlofaðist þar Guðrúnu Sigurðardóttur, hálfsystur Sól­ veigar. Guðmundur var löngum efstur í sínum bekk í Lærða skólanum. Þegar hann lauk stúdentsprófi 1887 hafði harðnað svo á dalnum fyrir norðan að foreldrar hans treystu sér ekki til að styrkja hann til frekara náms en þá hljóp Sigfús Eymunds­ son undir bagga og styrkti allt hans há­ skólanám. Guðmundur fór utan sumarið 1887 til náms við Hafnarháskóla. Hann stofnaði, ásamt Bjarna frá Vogi, Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Var hann kosinn í stjórn á stofnfundi 1892. Þegar á öðrum fundi hafði hann framsögu um „læknaskólamálið“. Sigfús B. Blöndal bókasafnsvörður sagði um Guðmund: „Hann var sennilega best máli farinn allra stúdenta sem þá voru í Höfn.“ Guðmundur lauk embættisprófi í janúar 1894. Starfsferill Guðmundar var glæsilegur. Er hann kom heim frá námi haustið 1894 var hann settur til að kenna lyflæknis­ fræði við Læknaskólann en stundaði jafn­ framt læknisstörf í Reykjavík. Haustið 1895 var hann settur héraðslæknir í Reykja­ víkurhéraði og skipaður árið eftir. Kenndi hann áfram læknanemum og einnig ljós­ mæðranemum. Haustið 1906 var hann skipaður land­ læknir og gegndi því embætti til 1931. Hann var jafnframt forstöðumaður Læknaskólans og kenndi þar til 1911 er stofnuð var læknadeild Háskóla Íslands en þar sinnti hann nokkurri kennslu. Auk þessa stundaði hann lengst af lækningar. Guðmundur var bæjarfulltrúi í Reykjavík 1899­1905. Hann sat á Alþingi 1905­1907 og frá 1913 til 1922. Forseti Efri deildar Alþingis var hann 1916­1922. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var í stjórn Íþróttasambands Íslands og formaður Slysavarnafélags Íslands frá stofnun þess 1928 til 1932. Guðmundur kvæntist 1895 Guðrúnu heitkonu sinni og bjuggu þau fyrst í gamla spítalanum við enda Aðalstrætis en Guð­ mundur keypti fljótlega húsið Amtmanns­ stíg 1. Byggði hann við það turn og bjó þar til æviloka. Þeim Guðrúnu varð 7 barna auðið en hún dó 1904. Árið 1908 kvæntist Guðmundur Margréti dóttur Magnúsar Stephensen landshöfðingja. Þau eignuðust einnig 7 börn en eitt þeirra fæddist and­ vana. Hún lifði mann sinn, lést 1946. Þegar Guðmundur var skipaður héraðslæknir í Reykjavík náði héraðið frá Straumi sunnan Hafnarfjarðar að Botnsá í Hvalfirði. Íbúafjöldi svæðisins var 8300. Auk Guðmundar voru tveir starfandi læknar á svæðinu, þeir Jónas Jónassen landlæknir og Guðmundur Magnússon. Starf héraðslæknisins var því mjög eril­ samt. Mörg heilbrigðisvandamál brunnu um þessar mundir á landsmönnum og þá ekki síst á Reykvíkingum. Guðmundur Björnsson skipaði sér fremst í flokk þeirra sem leysa vildu þessi vandamál bæði með beinum úrbótum og ekki síður almenn­ ingsfræðslu sem mjög var áfátt í þessum efnum. Kom honum vel að geta flutt skoðun sína í stuttu en skýru máli. Skulu hér nefnd nokkur stórmál sem hann lét til sín taka. Holdsveiki var hér mun algengari en í nágrannalöndum. Guðmundur fór til Noregs sumarið 1896 og kynnti sér varnir gegn veikinni. Er heim kom kynnti hann þingi og stjórn tillögur um byggingu spítala er annast skyldi alla holdsveika. Með stuðningi danskra Oddfellowa var spítalinn reistur í Laugarnesi og vígður haustið 1898. Sæmundur Bjarnhéðins­ son var ráðinn yfirlæknir spítalans en Guðmundur sat alla tíð í stjórn hans. Er Sæmundur lét af störfum hálfum fjórða Guðmundur Björnsson landlæknir – 150 ára minning Páll Ásmundsson 628 LÆKNAblaðið 2014/100 Guðmundur Björnsson landlæknir (1864-1937).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.