Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 42
610 LÆKNAblaðið 2014/100 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Landlæknisembættið birti ítarlega úttekt á stöðu lyflæknissviðs Landspítalans í ágúst síðastliðnum. Þar er dregin upp dökk mynd af ástandinu, mönnun, hús­ næði og tækjabúnaði. Lyflækningasviðið er stærsta svið Landspítalans, varðandi fjölda deilda, sjúkrarúma, sérgreina og dreifingar eininga um höfuðborgar­ svæðið. Hlíf Steingrímsdóttir er framkvæmda­ stjóri lyflækningasviðsins og settist niður með blaðamanni Læknablaðsins til að ræða efni skýrslunnar. „Það er ekkert í þessari skýrslu sem kemur okkur á óvart. Hún er unnin í mik­ illi samvinnu við stjórnendur og starfsfólk sviðsins og þarna er verið að lýsa stöðunni eins og hún blasir við okkur sem vinnum hér,” segir Hlíf. Hún bendir þó á að bætt hafi verið úr vissum þáttum í starfi sviðsins frá því skýrslan var unnin. „Skýrslan er unnin á fyrri hluta þessa árs en þá var lyflækningasviðið búið að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil. Síðasti vetur fór af stað með því að ekki tókst að manna nema örfáar deildarlæknastöður og því fylgdi mjög aukið álag á sérfræði­ læknana og hjúkrunarfræðingana okkar enda hefur svona mannekla á einum pósti keðjuverkandi áhrif. Þetta var staðan þegar efni skýrslunnar var tekið saman og síðan er búið að gera ýmislegt til úrbóta sem bætir stöðuna. Þar vil ég nefna að námslæknaprógrammið var tekið til gagngerrar endurskoðunar í fyrrahaust og er orðið betra en nokkru sinni enda mikill metnaður lagður í það. Það er núna alveg fullmannað en vissulega brothætt og því mikilvægt að kappkosta að halda því áfram góðu svo það sé fullmannað. Í kjölfarið hefur álagið á sérfræðingunum minnkað nokkuð þar sem lækningateymin eru nú fullmönnuð með deildarlæknum og starfsandinn á sviðinu hefur batnað í kjölfarið.” Húsnæðið óhentugt og tölvukerfi tala ekki saman Skýrslan er ítarleg upp á rúmar 40 blaðsíð­ ur ásamt viðaukum en kjarni hennar felst í eftirfarandi tilvitnun: Í úttektarheimsóknum og viðtölum við stjórnendur og starfsfólk komu fram margir þættir, sem taldir voru geta ógnað gæðum þjónustu og öryggi sjúklinga, svo sem mikið álag, of fá rúm, of mörg fjölbýli, of fá einbýli, gangainnlagnir, skortur á tækjum, mann- ekla, ófullnægjandi húsnæði og starfsaðstaða, tvískipt starfsemi (Hringbraut og Fossvogur), of hraðar útskriftir og skortur á hjúkrunar- rýmum. …. Notuð eru mörg hugbúnaðarkerfi sem ekki eru öll samtengd. „Þetta er allt saman rétt,” segir Hlíf og bendir á að megnið af athugasemdunum snúi að óhentugu og of litlu húsnæði. „Því getum við ekki breytt. Varðandi tækjabúnaðinn þá höfðu ekki verið keypt inn nein tæki til sviðsins um nokkurra ára skeið svo þörfin fyrir endurnýjun var orðin mjög brýn. Í fyrra fékkst fjárveiting til að bæta úr brýnustu þörfinni til kaupa á nauðsynlegustu lækningatækjum, svo sem lyfjadælum og mónitorum, svo staðan hvað þetta varðar í dag er ekki eins slæm og henni er lýst í skýrslunni.“ Hlíf kveðst taka heilshugar undir flest er nefnt er í skýrslunni og segir sér­ staklega slæmt að hugbúnaður sem notast er við við lyfjafyrirmæli sé af mismunandi toga og ekki samhæfður. „Við erum með þrjú kerfi sem „talast ekki við”. Það er reyndar verið að vinna núna í því að tengja þau saman í gegnum Heilsugáttina og þá geta læknar séð öll lyfjafyrirmæli hvers einstaks sjúklings, sem er verulega til bóta en þetta hefur verið mjög bagalegt og verið öryggisógn. Ef ætti að kaupa nýjan hugbúnað sem myndi leysa þennan vanda á landsvísu í eitt skipti fyrir öll þá hafa verið nefndar mjög háar fjárhæðir, margir milljarðar, þannig að það er mjög kostnaðarsamt. Það er þó mjög til bóta að læknar hafa nú aðgang að lyfjagagna­ grunni Landlæknisembættis í gegnum Heilsugáttina en þar er hægt að sjá hvaða lyf tiltekinn sjúklingur hefur leyst út.” Starfsemi á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu Mönnunarvandinn sem nefndur er í skýrslunni er margþættur að sögn Hlífar. „Sviðið er undirmannað, bæði af læknum Ástandið getur ógnað öryggi sjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.