Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 54
622 LÆKNAblaðið 2014/100 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Það eru nú aðrir þekktari og öflugri veiðimenn í læknastétt heldur en ég,” var það fyrsta sem Felix Valsson svæfinga­ og gjörgæslulæknir sagði þegar ég falað­ ist eftir spjalli við hann um áhugamál hans, skotveiðar. Hann féllst þó á samtal þegar ljóst var að það snerist ekki um magn heldur gæði. Spjall okkar Felix snerist svo um ýmis­ legt fleira en skotveiðarnar eingöngu, ánægjuna af að njóta íslenskrar náttúru og gefandi félagsskap við hunda og menn sem ástunda skemmtilegt áhugamál. Við erum sammála um að veiðitúrinn sjálfur, þar sem bráðin er felld, sé há­ punktur á löngu ferli þar sem ýmis önnur „undiráhugamál“ koma við sögu sem ekki er síður mikilvægt að njóta og stunda. Felix segir veiðiáhugann hafa kviknað snemma en lengi framan af einskorðast við stangveiði. „Ég hafði reyndar mikinn áhuga á fuglum þegar ég var strákur og safnaði eggjum í sveitinni og lærði að þekkja flestar fuglategundir. Ég taldi þó lengi vel að skotveiðar væru ekki fyrir mig, enda er ég týpan sem hleypir flugum og köngulóm útum dyrnar frekar en að drepa þær. Eftir læknanámið hér heima fór ég til Svíþjóðar í sérnám og bjó þar í 12 ár. Það var því ekki fyrr en ég fluttist heim og hóf störf á Landspítalanum að ég kynntist miklum skotveiðimönnum, Gísla Vigfússyni og Hirti Sigurðssyni. Það var eiginlega í gegnum þá sem ég byrjaði á skotveiðum og þá eingöngu rjúpnaveiðum fyrstu árin. Mér fannst það gríðarlega sterk upplifun að ganga til fjalla að vetri til, kynnast íslenskri náttúru í öðrum bún­ ingi en ég hafði í rauninni áður séð í slíku návígi. Veiðarnar sjálfar voru einnig miklu meira spennandi en ég hafði ímyndað mér. Gísli og Hjörtur kynntu mig einnig fyrir gæsaveiðum og svo endaði það með því að ég fór með þeim á hreindýraveiðar og hef síðan farið 5 sinnum á hreindýraveiðar austur á land og einn hreindýraveiðitúr fórum við til Grænlands. Það var óskap­ lega skemmtilegt og mikil upplifun.” Heiðagæsaveiðar skemmtilegur veiðiskapur Í eyrum sumra hljómar það eins og mótsögn að skotveiðar efli virðingu veiði­ mannsins fyrir náttúrunni. „Áhugi minn fyrir íslenskri náttúru og harðri lífsbaráttu lífvera hennar hefur aukist mjög eftir að ég fór að stunda veiðar. Ég er því alfarið á móti magnveiðum, þær eru tímaskekkja í nútímasamfélagi, en tel að hóflegar veiðar og góð nýting og meðferð á villibráð séu hluti þeirra lífsgæða sem þetta land býður upp á.” Gæsaveiðar á Íslandi eru í grófum dráttum tvenns konar. Annars vegar fyrir­ sát að morgni við tún eða akra og þá er bráðin yfirleitt grágæs. Hins vegar halda menn til fjalla og setjast fyrir heiðagæs við tjarnir og ár í ljósaskiptunum að kvöldi. „Mér finnst það skemmtilegri veiðiskapur og á afskaplega ánægjulegar minningar úr slíkum veiðiferðum. Sú fyrsta var sérstaklega eftirminnileg en þá fórum við þrír svæfingalæknar, Helga Magnúsdóttir, Hildur Tómasdóttir og ég ásamt mökum okkar Þorleifi Stefánssyni, Valdimar Jörgensen og Sigurveigu Björg­ ólfsdóttur í vikulanga veiðiferð austur á Fljótsdalsheiði. Þar komum við okkur upp bækistöð í heiðinni og leituðum á daginn að líklegum náttstöðum heiðagæsanna og settumst svo í fyrirsát undir kvöld. Svo var eldaður veislumatur úr villibráð á hverjum degi. Þetta var alveg einstakt.” Hann bætir því við að Sigurveig kona hans sé ekki síður áhugasöm um skotveið­ arnar og þau veiði nánast alltaf saman. „Hún er alin upp við veiðiskap með föður sínum og bræðrum á Vopnafirði og er af­ bragðs skytta enda æfir hún skotfimi með haglabyssu (leirdúfur) og hefur unnið til verðlauna í því.” LÍFSGæði Í Boði NÁTTÚRUNNAR Orka stendur sannarlega undir nafni þar sem hún „flýgur“ af stað. U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.