Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2014/100 581 Rannsóknin var framkvæmd með tilskildum leyfum frá Pers­ ónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Sjúklingar og fjöldi aðgerða Af 125 sjúklingum voru 92 (74%) karlar. Meðalaldur sjúklinga var 64 ±14 ár og var sá yngsti 28 ára og elsti sjúklingurinn 84 ára (tafla I). Að meðaltali voru framkvæmdar 13 aðgerðir á ári ( bil: 2­22). Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu, eða úr 39 á fyrri hluta þess í 84 á síðari 6 árunum (mynd 1). Tegund míturlokuleka, sjúklingatengdir þættir og einkenni Allir sjúklingarnir höfðu að minnsta kosti meðal eða mikinn míturlokuleka. Starfrænan leka (S­hópur) höfðu 55 einstaklingar (44%) og 70 (56%) míturlokuhrörnun (H­hópur). Af þessum 70 sjúklingum voru 34 með slit á stögum lokublaðanna, 56 með bak­ fall á aftara lokublaði, 10 með bakfall á fremra blaði og 4 með bak­ fall á báðum lokublöðum. Sjúklingatengdir þættir eru sýndir í töflu I, bæði fyrir sjúklinga í S­ og H­hópi. Meðalaldur var 10 árum hærri í S­hópi (p<0,001), en kynjadreifing reyndist svipuð. Algengustu einkenni fyrir að­ gerð voru mæði (86%), hjartsláttaróþægindi (54%) og brjóstverkur (46%). Sjúklingar í S­hópi voru með tvöfalt hærra EuroSCORE II og logEuroSCORE en þeir sem voru í H­hópi og oftar í NYHA­flokki III eða IV fyrir aðgerð. Rúmlega helmingur (54%) sjúklinganna hafði þekktan kransæðasjúkdóm og 15 þeirra (12%) höfðu fengið hjartadrep í aðdraganda innlagnar. Þrír fjórðu (74%) aðgerðanna voru valaðgerðir, en 25% þeirra var gerður með flýtingu, oftast vegna hjartadreps fyrir aðgerð. Ein aðgerð var bráðaaðgerð vegna lokastigs hjartabilunar. Hjartaómun fyrir aðgerð Niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð eru sýndar í töflu II. Í ómskoðunarvörum lágu fyrir upplýsingar um umfang míturloku­ leka hjá öllum sjúklingum, útstreymisbrot hjá 123 (98%), stærð vinstri gáttar hjá 92 (74%) og stærð vinstri slegils í lok hlébils hjá 98 (78,%) og í lok slagbils hjá 92 (74%). Um helmingur sjúklinganna var með meðal míturlokuleka, en hinn helmingurinn mikinn leka. Mun fleiri höfðu mikinn leka í H­hópi (69% á móti 26%, p<0,001). Útstreymisbrot vinstri slegils var að meðaltali 54% (bil: 20­80 %) og voru 51% sjúklinga metnir með skert útstreymisbrot 60%). Stærð vinstri slegils í lok slagbils var að meðaltali 41 mm og höfðu 38% stækkaðan vinstri slegil (LVESD >45 mm). Ósæðarlokuleka höfðu 33 sjúklingar, en 17 höfðu að auki þrengsli í ósæðarlokunni. Fimmtíu sjúklingar (40%) höfðu marktækan lungnaslagæðaþrýst­ ing. Ábendingar og aðgerðartengdir þættir Míturlokuleki var helsta ábending fyrir aðgerð hjá 56 (45%) sjúk­ lingum; 49 (70%) í H­hópi og hjá 7 (13%) sjúklingum í S­hópi. Allir sjúklingarnir að þremur undanskildum (98%) fengu míturloku­ hring (annuloplasty). Stærð ígrædds míturlokuhrings var að meðal­ tali 28 ± 4 mm (bil: 23­33mm) og var stærðin nánast sú sama í H­ og S­hópi. Að auki var hluti lokublaðs fjarlægður (resection) hjá 51 sjúklingi (41%), lokustög úr gerviefni (pólýtetraflúroetýlen, Gore­tex®) notuð hjá 28 (22%) sjúklingum og Alfieri­saumur hjá 7 (6%) einstaklingum. Önnur hjartaaðgerð var framkvæmd samtímis hjá 104 sjúk­ lingum (83%), oftast kransæðahjáveita (53%), Maze­ eða brennslu­ aðgerð vegna gáttatifs (31%) og ósæðarlokuskipti (19%). Allir sjúklingarnir í S­hópi gengust undir aðra hjartaaðgerð samhliða en þriðjungur sjúklinga í H­hópi gekkst einungis undir míturloku­ viðgerð. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 303 ± 117 mínútur, þar af voru 173 ± 76 mínútur á hjarta­ og lungnavél, en meðaltangartími var 118 ± 47 mínútur. Aðgerðartími var 93 mínútum lengri að meðal­ tali hjá S­ en H­hópi. Í 5 tilvikum varð meiriháttar blæðing (>5L) í aðgerð. Blæðing í brjóstholskera var að meðaltali 857 ± 660 mL fyrstu 24 klukkustundirnar eftir aðgerð. Blóðhlutagjafir og legutími Gefnar voru að meðaltali 3,0 einingar af rauðkornaþykkni eftir aðgerð (bil: 0­24), 5,0 einingar af blóðvökva (bil: 0­33) og 1,0 sett af blóðflögum (bil: 0­12). Í þessum útreikningum var einstaklingum sem blæddi meira en 5 L sleppt. Miðgildi tíma á öndunarvél eftir aðgerðina var 43 klukkustundir (bil: 4­450) og var hann tæplega 20 klukkustundum lengri hjá S­ en H­hópi (p>0,001). Miðgildi gjör­ gæslulegu var 1,0 dagur (bil: 1­47) en heildarlegutími á sjúkrahúsi 13 dagar (bil: 0­81). Miðgildi legutíma var fjórum dögum lengri hjá S­ en H­hópi. R a n n S Ó k n Tafla II. Niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð hjá sjúklingum sem gengust undir míturlokuviðgerðir á Íslandi 2001-2012. Gefin eru upp meðaltöl með staðalfráviki nema fyrir mikinn lokuleka, stækkaðan slegil í lok slagbils og skert útstreymisbrot eru gefin upp fjöldi og prósenta innan sviga. Allir (n=125) Starfrænn lokuleki (n=55) Hrörnunar- lokusjúkdómur (n=70) Útstreymisbrot vinstri slegils (%) 54 ± 12 49 ± 13 58 ± 9 Mikill lokuleki 62 (50) 14 (26) 48 (69) Stærð vinstri gáttar (mm) 47 ± 7 47 ± 7 48 ± 7 Stærð vinstri slegils í lok hlébils (mm) 60 ± 9 60 ± 9 60 ± 9 Stærð vinstri slegils í lok slagbils (mm) 41 ± 10 43 ± 10 40 ± 9 Stækkaður slegill í lok slagbils (LVESD >45mm) 35 (38) 21 (50) 14 (28) Skert útstreymisbrot (EF >60%) 63 (51) 38 (69) 25 (37) Mynd 1. Árlegur fjöldi míturlokuviðgerða á Íslandi frá 2001 til 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.