Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 13

Læknablaðið - 01.11.2014, Page 13
LÆKNAblaðið 2014/100 581 Rannsóknin var framkvæmd með tilskildum leyfum frá Pers­ ónuvernd, Vísindasiðanefnd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Sjúklingar og fjöldi aðgerða Af 125 sjúklingum voru 92 (74%) karlar. Meðalaldur sjúklinga var 64 ±14 ár og var sá yngsti 28 ára og elsti sjúklingurinn 84 ára (tafla I). Að meðaltali voru framkvæmdar 13 aðgerðir á ári ( bil: 2­22). Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu, eða úr 39 á fyrri hluta þess í 84 á síðari 6 árunum (mynd 1). Tegund míturlokuleka, sjúklingatengdir þættir og einkenni Allir sjúklingarnir höfðu að minnsta kosti meðal eða mikinn míturlokuleka. Starfrænan leka (S­hópur) höfðu 55 einstaklingar (44%) og 70 (56%) míturlokuhrörnun (H­hópur). Af þessum 70 sjúklingum voru 34 með slit á stögum lokublaðanna, 56 með bak­ fall á aftara lokublaði, 10 með bakfall á fremra blaði og 4 með bak­ fall á báðum lokublöðum. Sjúklingatengdir þættir eru sýndir í töflu I, bæði fyrir sjúklinga í S­ og H­hópi. Meðalaldur var 10 árum hærri í S­hópi (p<0,001), en kynjadreifing reyndist svipuð. Algengustu einkenni fyrir að­ gerð voru mæði (86%), hjartsláttaróþægindi (54%) og brjóstverkur (46%). Sjúklingar í S­hópi voru með tvöfalt hærra EuroSCORE II og logEuroSCORE en þeir sem voru í H­hópi og oftar í NYHA­flokki III eða IV fyrir aðgerð. Rúmlega helmingur (54%) sjúklinganna hafði þekktan kransæðasjúkdóm og 15 þeirra (12%) höfðu fengið hjartadrep í aðdraganda innlagnar. Þrír fjórðu (74%) aðgerðanna voru valaðgerðir, en 25% þeirra var gerður með flýtingu, oftast vegna hjartadreps fyrir aðgerð. Ein aðgerð var bráðaaðgerð vegna lokastigs hjartabilunar. Hjartaómun fyrir aðgerð Niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð eru sýndar í töflu II. Í ómskoðunarvörum lágu fyrir upplýsingar um umfang míturloku­ leka hjá öllum sjúklingum, útstreymisbrot hjá 123 (98%), stærð vinstri gáttar hjá 92 (74%) og stærð vinstri slegils í lok hlébils hjá 98 (78,%) og í lok slagbils hjá 92 (74%). Um helmingur sjúklinganna var með meðal míturlokuleka, en hinn helmingurinn mikinn leka. Mun fleiri höfðu mikinn leka í H­hópi (69% á móti 26%, p<0,001). Útstreymisbrot vinstri slegils var að meðaltali 54% (bil: 20­80 %) og voru 51% sjúklinga metnir með skert útstreymisbrot 60%). Stærð vinstri slegils í lok slagbils var að meðaltali 41 mm og höfðu 38% stækkaðan vinstri slegil (LVESD >45 mm). Ósæðarlokuleka höfðu 33 sjúklingar, en 17 höfðu að auki þrengsli í ósæðarlokunni. Fimmtíu sjúklingar (40%) höfðu marktækan lungnaslagæðaþrýst­ ing. Ábendingar og aðgerðartengdir þættir Míturlokuleki var helsta ábending fyrir aðgerð hjá 56 (45%) sjúk­ lingum; 49 (70%) í H­hópi og hjá 7 (13%) sjúklingum í S­hópi. Allir sjúklingarnir að þremur undanskildum (98%) fengu míturloku­ hring (annuloplasty). Stærð ígrædds míturlokuhrings var að meðal­ tali 28 ± 4 mm (bil: 23­33mm) og var stærðin nánast sú sama í H­ og S­hópi. Að auki var hluti lokublaðs fjarlægður (resection) hjá 51 sjúklingi (41%), lokustög úr gerviefni (pólýtetraflúroetýlen, Gore­tex®) notuð hjá 28 (22%) sjúklingum og Alfieri­saumur hjá 7 (6%) einstaklingum. Önnur hjartaaðgerð var framkvæmd samtímis hjá 104 sjúk­ lingum (83%), oftast kransæðahjáveita (53%), Maze­ eða brennslu­ aðgerð vegna gáttatifs (31%) og ósæðarlokuskipti (19%). Allir sjúklingarnir í S­hópi gengust undir aðra hjartaaðgerð samhliða en þriðjungur sjúklinga í H­hópi gekkst einungis undir míturloku­ viðgerð. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 303 ± 117 mínútur, þar af voru 173 ± 76 mínútur á hjarta­ og lungnavél, en meðaltangartími var 118 ± 47 mínútur. Aðgerðartími var 93 mínútum lengri að meðal­ tali hjá S­ en H­hópi. Í 5 tilvikum varð meiriháttar blæðing (>5L) í aðgerð. Blæðing í brjóstholskera var að meðaltali 857 ± 660 mL fyrstu 24 klukkustundirnar eftir aðgerð. Blóðhlutagjafir og legutími Gefnar voru að meðaltali 3,0 einingar af rauðkornaþykkni eftir aðgerð (bil: 0­24), 5,0 einingar af blóðvökva (bil: 0­33) og 1,0 sett af blóðflögum (bil: 0­12). Í þessum útreikningum var einstaklingum sem blæddi meira en 5 L sleppt. Miðgildi tíma á öndunarvél eftir aðgerðina var 43 klukkustundir (bil: 4­450) og var hann tæplega 20 klukkustundum lengri hjá S­ en H­hópi (p>0,001). Miðgildi gjör­ gæslulegu var 1,0 dagur (bil: 1­47) en heildarlegutími á sjúkrahúsi 13 dagar (bil: 0­81). Miðgildi legutíma var fjórum dögum lengri hjá S­ en H­hópi. R a n n S Ó k n Tafla II. Niðurstöður hjartaómskoðana fyrir aðgerð hjá sjúklingum sem gengust undir míturlokuviðgerðir á Íslandi 2001-2012. Gefin eru upp meðaltöl með staðalfráviki nema fyrir mikinn lokuleka, stækkaðan slegil í lok slagbils og skert útstreymisbrot eru gefin upp fjöldi og prósenta innan sviga. Allir (n=125) Starfrænn lokuleki (n=55) Hrörnunar- lokusjúkdómur (n=70) Útstreymisbrot vinstri slegils (%) 54 ± 12 49 ± 13 58 ± 9 Mikill lokuleki 62 (50) 14 (26) 48 (69) Stærð vinstri gáttar (mm) 47 ± 7 47 ± 7 48 ± 7 Stærð vinstri slegils í lok hlébils (mm) 60 ± 9 60 ± 9 60 ± 9 Stærð vinstri slegils í lok slagbils (mm) 41 ± 10 43 ± 10 40 ± 9 Stækkaður slegill í lok slagbils (LVESD >45mm) 35 (38) 21 (50) 14 (28) Skert útstreymisbrot (EF >60%) 63 (51) 38 (69) 25 (37) Mynd 1. Árlegur fjöldi míturlokuviðgerða á Íslandi frá 2001 til 2012.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.