Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 14
582 LÆKNAblaðið 2014/100 Fylgikvillar eftir aðgerð og 30 daga dánartíðni Fylgikvillar eftir aðgerð eru sýndir í töflu III. Alvarlegir fylgikvill­ ar greindust hjá rúmlega helmingi sjúklinga (54%). Algengastir voru hjartadrep í tengslum við aðgerð (17%), enduraðgerð vegna blæðingar (14%) og þörf á ósæðardælu vegna hjartabilunar (14%). Í fjórum tilfellum (3%) þurfti nýrnaskilun vegna bráðs nýrnaskaða og 5 (4%) sjúklingar hlutu heilaáfall í tengslum við aðgerð. Minniháttar fylgikvillar greindust hjá 70% sjúklinga. Algeng­ astir voru væg hjartabilun (28%), fleiðruvökvi sem þarfnaðist af­ töppunar (26%), nýtilkomið gáttatif (23%) og lungnabólga (16%). Ekki reyndist munur á tíðni fylgikvilla á fyrra og síðari hluta rannsóknartímabilsins. Hjá 21 sjúklingi sem ekki gekkst undir aðra hjartaaðgerð en míturlokuviðgerð var tíðni alvarlegra fylgi­ kvilla 29% og minniháttar fylgikvilla 24%. Dánartíðni innan 30 daga var 6% og reyndist svipuð í S­ og H­hópi. Hjá þeim 8 sjúklingum sem létust innan 30 daga var al­ gengasta dánarorsökin hjartadrep í tengslum við aðgerð, þrír lét­ ust vegna blæðingar og einn vegna fjöllíffærabilunar. Þessir sjúk­ lingar voru allir í NYHA­flokki III eða IV fyrir aðgerð. Helmingur þeirra var með útfallsbrot 30% eða lægra og logEuroSCORE þeirra var að meðaltali 41 (EuroSCORE II 17). Allir sjúklingarnir sem létust höfðu farið í aðra hjartaaðgerð samtímis míturlokuviðgerð. Hjartaómskoðun eftir aðgerð og langtímaafdrif sjúklinga Niðurstöður hjartaómskoðunar viku eftir aðgerð lágu fyrir hjá 108 sjúklingum (84%). Alls voru 65% sjúklinga án míturlokuleka (58% í S­ og 71% í H­hópi), 25% höfðu vægan leka (33% í S­ og 20% í H­ hópi) og 9% sjúklinga voru með meðalmikinn leka (16 í S­ og 5% í H­hópi). Á Landspítala fundust ómskoðanir eftir meira en einn mánuð frá aðgerð (langtímaeftirfylgd) hjá einungis 40% sjúklinga. Því var ekki unnið frekar úr þeim gögnum. Tveir sjúklingar þurftu að gangast undir enduraðgerð tveimur og 30 mánuðum frá fyrstu míturlokuviðgerð. Í báðum þessum tilvikum var komið fyrir gerviloku (mechanical prosthesis). Lang­ flestir sjúklinganna (98%) þurftu því ekki enduraðgerð fyrstu 5 árin eftir míturlokuviðgerðina. Fimm ára heildarlifun var 79%; 84% í H­hópi og 74% í S­hópi. Umræða Helstu markmið þessarar rannsóknar voru að meta árangur mít­ urlokuviðgerða á Íslandi með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánarhlutfall. Míturlokuviðgerðum fjölgaði verulega á rannsóknartímabilinu. Eins og kemur fram í nýlegri rannsókn í Læknablaðinu hefur míturlokuskiptum fækkað verulega hér á landi og eru aðeins gerðar 2­4 slíkar slíkar aðgerðir á ári14. Svipuð þróun hefur orðið erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem hlutfall míturlokuviðgerða við hrörnunarsjúkdómi hækkaði úr 51% í 69% á tímabilinu 2000­2007.17 Mikill munur er þó á hlutfalli viðgerða milli bandarískra sjúkrahúsa en á stærri hjartaskurðdeildum sem sérhæfa sig í lokusjúkdómum er hlutfall viðgerða við míturloku­ leka yfir 90%.9 Þannig verður 80% viðgerðarhlutfall hér á landi, eins og kemur fram í grein okkar um míturlokuskipti í Lækna- blaðinu, að teljast mjög ásættanlegt.13 Míturlokuleki getur verið án einkenna svo árum skiptir en að lokum veldur aukið álag á vinstri slegil því að hann stækkar og þenst út. Slagrúmmál slegilsins eykst sem bætir dæluvirkni hjartans. Smám saman gefur slegillinn eftir og í kjölfarið fylgir vinstri hjartabilun með mæði og þrekleysi. Lekinn í míturlokunni eykur einnig rúmmál vinstri gáttar sem stækkar.2 Þar sem mót­ staða (afterload) vinstri slegils minnkar, getur útstreymisbrot slegilsins haldist „eðlilegt“ þrátt fyrir skerta samdráttargetu. Því benda útstreymisbrot undir 60% og þvermál slegils í lok slagbils yfir 45 mm til skertrar samdráttargetu. Í núverandi rannsókn kemur fram að sjúklingar sem fóru í míturlokuviðgerð höfðu flestir mikil einkenni og voru 65% sjúklinganna í NYHA­flokki III eða IV. Lungnaháþrýstingur var mjög algengur fyrir aðgerð en sérstaklega hjá hópnum með starfrænan leka þar sem hlutfallið var tæpur helmingur. Þetta endurspeglast í háu logEuroSCORE, sem var 13%, en til samanburðar var það einnig hátt hjá þeim sem gengust undir míturlokuskipti hér á landi, eða 15%.14 Sjúklingar með míturlokubakfall vegna hrörnunarsjúkdóms voru flestir miðaldra karlmenn sem er í samræmi við erlendar rannsóknir.11,17 Hjá þessum sjúklingum er yfirleitt mælt með skurðaðgerð þegar um alvarlegan leka er að ræða. Þá eru einkenni hjartabilunar oftast til staðar og ómskoðun sýnir merki um álag og stækkun á vinstri slegli.6 Míturlokuviðgerð hjá þessum sjúkling­ um felst í því að lagfæra lokublöðin; annaðhvort fjarlægja hluta þeirra eða koma fyrir nýjum lokustögum úr polýtetraflúróetýleni (Gore­tex®). Auk þess er komið fyrir hring úr gerviefni umhverfis R a n n S Ó k n Tafla III. Snemmkomnir fylgikvillar hjá sjúklingum sem gengust undir míturloku- viðgerð á Íslandi 2001-2012. Sjúklingur getur haft fleiri en einn fylgikvilla. Fjöldi (%). Allir (n=125) Starfrænn lokuleki (n=55) Hrörnunar- lokusjúkdómur (n=70) alvarlegir fylgikvillar 67 (54) 35 (64) 32 (46) Hjartadrep tengt aðgerð* 21 (17) 12 (22) 9 (13) Alvarleg öndunarbilun (ARDS) 3 (2) 3 (6) 0 (0) Barkaraufun 8 (6) 6 (11) 2 (2) Enduraðgerð vegna blæðingar 17 (14) 9 (16) 8 (11) Þörf á ósæðardælu (IABP) 18 (14) 11 (20) 7 (10) Bráð nýrnabilun sem leiddi til blóðskilunar 4 (3) 3 (6) 1 (1) Heilablóðfall 5 (4) 3 (6) 2 (3) Djúp sýking í bringubeini 5 (4) 5 (9) 0 (0) Ígræddur gangráður 6 (5) 3 (6) 3 (4) Blóðsýking 3 (3) 2 (4) 1 (1) Minniháttar fylgikvillar 87 (70) 43 (78) 44 (63) Nýtilkomið gáttatif/-flökt‡ 29 (23) 15 (27) 14 (20) Minniháttar hjartabilun§ 35 (28) 23 (41) 12 (17) Fleiðruvökvi sem krafðist aftöppunar 33 (26) 21 (38) 12 (17) Lungnabólga 20 (16) 14 (26) 6 (9) Þvagfærasýking 11 (9) 6 (11) 5 (7) Yfirborðssýking í skurðsári 7 (6) 5 (9) 2 (3) Tímabundin blóðþurrð í heila 2 (2) 1 (2) 1 (1) Skurðdauði (<30 dagar) 8 (6) 4 (7) 4 (6) *CK-MB mæling yfir 70 µg/L (hjá sjúklingum sem ekki höfðu hjartadrep fyrir aðgerð) en yfir 100 µg/L hjá þeim sem fóru í brennsluaðgerð. ‡Tekur aðeins til þeirra 69 sjúklinga sem ekki höfðu þekkt gáttatif fyrir aðgerð. §Samdráttarhvetjandi lyf í >24 klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.