Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2014/100 599 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S Við héldum að við hefðum sigrað heiminn nokkrum árum seinna þegar Merck lyfjafyrirtækið sem á þeim tíma var stærsta lyfjafyrirtæki heims vildi gera stóran samning um eitt lyfjaformið sem við vorum að vinna með. Segja má að það hafi verið fyrstu stóru vonbrigðin í minni nýsköpunarsögu þegar Merck hætti við á síðustu metrunum. Ég lærði það þarna að halda ró minni þó að maður væri um það bil að sigra heiminn. Sprotafyrirtækið okkar hét Cyclops (mynd 3) annars vegar eftir grísku goðsagnaverunni og hins vegar af því að við vorum að vinna með Cyclodextrín og Ophthalmos (auga). Sprotafyrirtækið hélt áfram og lofaði góðu og undir lok tíunda áratugarins keypti Íslensk erfðagreining fyrirtækið með manni og mús. Verðið var greitt alfarið í hlutabréfum og því miður áttum við megnið af þeim hlutabréfum ennþá þegar Íslensk erfðagreining fór á hausinn allmörgum árum síðar. Þetta var kannski annar stóri lærdómurinn: Að hafa vit á því að innbyrða aflann að minnsta kosti að hluta til þegar hann er kominn í nótina. Það var nokkrum árum seinna að Þorsteinn fann upp á því að búa til nanó­agnir úr Cyclodextrín­sameindunum og þetta reynd­ ist stórt framfaraspor sem nýttist vel til augnlyfjaþróunar. Við stofnuðum nýtt fyrirtæki, Oculis ehf, og okkur tókst að þróa mjög áhugaverð lyfjaform á grunni nanó­agnanna. Við gerðum grunn­ rannsóknir og dýratilraunir hér í Reykjavík, en leituðum sam­ starfs við erlenda kollega um frekari klínískar rannsóknir. Gamlir vinir mínir í Japan framkvæmdu rannsókn þar sem þeir prófuðu augn dropana okkar við sjónhimnubjúg í sykursýki, sem er ein af algengustu orsökum blindu í heiminum.5 Þeir sýndu fram á að það mætti bæta sjónina og minnka bjúg­ inn með augndropunum einum saman, þar sem ella er gefið lyf sem sprautað er inn í augað með sprautunál (mynd 4). Í framhaldinu hafa kollegar og vinir víða um heim gengið til samstarfs við okkur og eru klínískar rannsóknir nú í gangi eða að fara af stað í Ísrael og Japan, Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi, svo nokkur lönd séu nefnd. Enn og aftur eru stóru alþjóðlegu lyfja­ fyrirtækin farin að veita þessu athygli og við erum aftur farin að tala um tugi milljóna dollara (mynd 5). Í ljósi sögunnar höldum við þó ró okkar og vitum að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Samstarf okkar Þorsteins hefur verið árangursríkt bæði á sviði nýsköpunar og akademískra vísinda.6,7 Margir meistara­ og doktorsnemar hafa stundað rannsóknir á þessu sviði og varið meistara­ og doktorsritgerðir, flestar frá lyfja­ fræðideild.8 Súrefnisrannsóknir Rannsóknir mínar í Bandaríkjunum snerust að verulegu leyti um súrefnisefnaskipti í auganu og augnsjúkdóm í sykursýki.9,10 Augnsjúkdómur í sykursýki er ein af algengustu orsökum blindu í heiminum og með því að sykursýki er í hröðum vexti um allan heim er þetta ein helsta orsök blindu í heiminum. Ég hef haldið áherslunni á augnsjúkdóm í sykursýki alla tíð, bæði vísindalega og í mínu starfi sem augnlæknir. Augnlyfin sem við Þorsteinn vorum að þróa beindust meðal annars að augnsjúkdómi í sykursýki og súrefnisrannsóknirnar snerust að töluverðu leyti um það líka. Súrefnisrannsóknirnar leiddu okkur til þess að rannsaka líf­ eðlisfræði glerhlaups augans og segja má að við höfum opnað það rannsóknasvið. Glerhlaupið er seigt gel sem fyllir augað að innan og temprar flutning efna milli einstakra vefja og milli hluta sjón­ himnu. Við grófum upp gamla kennisetningu úr doktorsritgerð Alberts Einstein,11 Stokes­Einstein jöfnuna, sem segir að flutningur efna með sveimi (diffusion) sé línulega háður seigjustigi efnisins sem sveimunin fer um.12 Sama gildir um vökvaflæði. Þessar kennisetningar dugðu vel til að skýra rannsóknaniðurstöður okkar og varpa skíru ljósi á hlutverk glerhlaupsins í lífeðlisfræði augans. Okkur tókst að skilja hvernig glerhlaupsaðgerðir og náttúruleg glerhlaupslos hafa áhrif á sjúkdómsferli og aldurshrörnun augans (mynd 6).13,14 Mynd 1. Teikning af dr. Róbert Machemer (1933-2010) sem er í fundarsal augndeild- ar Landspítalans. Hann var helsti upphafsmaður glerhlaupsaðgerða. Mynd 2. Cyclodextrín-sameind (sílinder) og lyfjasameind (gul) mynda fléttu. Cyclo- dextrínsameindin verkar sem ferja sem flytur lyfjasameindina nær takmarki sínu. Mynd 3. Gríska goð- sagnapersónan Cyclops.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.