Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 55
LÆKNAblaðið 2014/100 623 Hann sýnir mér mynd sem tekin var fyrr í haust í lok vel heppnaðrar veiði­ ferðar upp á Víðidalsheiði. „Við fórum þrír saman, Stefán Gissurarson og Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur með tvo hunda, en annan hundinn á ég, Orku, unga tík sem var að fara í sinn fyrsta veiðitúr og stóð sig ljómandi vel.“ Og þá komum við að einni helstu undirgrein skotveiðanna sem er þjálfun og félagskapur við góðan veiðihund. Það er reyndar algengur misskilningur að fólk heldur að veiðihundar séu þjálfaðir til að elta uppi og drepa bráðina. Það er fjarri sanni. Hið rétta er að veiðihundar sækja fallna bráð og leita uppi særða fugla og eru hundarnir hreinlega ómissandi við slíkt og margir á þeirri skoðun að siðlaust sé með öllu að stunda skotveiðar á fuglum án sækjandi veiðihunda. „Ég er alveg sammála því,” segir Felix enda eru aðstæður við heiðagæsaveiðar að kvöldlagi á haustin yfirleitt þannig að engin leið er fyrir veiðimanninn að finna sjálfur fugla sem fallið hafa á rökkvaða jörðina. „Hundarnir þefa þá uppi og sér­ „Ég er rétt að byrja að átta mig á því hvað svona hundur getur lært mikið,” segir Felix um Kolkuós Orku, efnilega labradortík og framtíðarveiðifélaga. Felix með myndar- legan tarf sem hann felldi í sumar uppaf Fossárdal við Berufjörð. staklega koma þeir að góðu gagni við að finna særða fugla sem skriðið hafa í felur. Oftar en ekki lenda fuglarnir í vötnum eða tjörnum þangað sem aðeins hundur getur þá.“ Góður hundur er ómissandi Felix kveðst lengst af hafa notið þess að veiðifélagar hans hafi átt góða hunda en nú er hann búinn að koma sér upp eigin hundi, tíkinni Orku af Kolkuósræktun en hundar af þeirri ræktun hafa vakið verð­ skuldaða athygli fyrir frábæra hæfileika og mikinn vinnuvilja. Kolkuóshundarnir eru labradorhundar af svokallaðri vinnu­ hundalínu (field trial)en ræktun labrador­ hunda hefur með tímanum þróast í tvær nokkuð vel aðskildar greinar, vinnu­ hunda og sýningarhunda. „Ég hefði ekki trúað því að óreyndu hversu öflugir og vinnusamir þessir hundar eru og er rétt að byrja að átta mig á því hvað svona hundur getur lært mikið. Ég var búinn að eiga tvo hunda áður, golden retriever og labrador sem hvorugur var veiðihundur og þeir lifðu reyndar ekki lengi, annar varð fyrir bíl og hinn var hjartveikur. Svo fyrir einu og hálfu ári fékk ég Orku frá Sigurmoni Hreinssyni á Akranesi sem ræktar undir nafninu Kolkuós. Orka er einfaldlega ótrúleg og ég hlakka til þess að mæta vikulega á veiðiþjálfunarnámskeið til Sigurmons. Það er svo gaman að þjálfa svona hund og maður getur nánast talið sér trú um að vera mikill hundaþjálfari því áhuginn og vinnuviljinn er svo mikill að hún gerir þetta nánast allt upp á eigin spýtur.” Felix er ekki einn um að uppgötva ánægjuna sem fylgir því að þjálfa áhuga­ saman veiðihund og hann tekur heilshug­ ar undir að þarna sé áhugamál sem hann hafði ekki hugmynd um að væri svona skemmtilegt. Á vegum retrieverdeildar Hundaræktarfélags Íslands eru haldin á annan tug veiðiprófa frá því snemma vors og fram í haustbyrjun. „Þetta bætir manni upp hversu fáir dagar það eru sem maður kemst til veiða og ég hugsa mér gott til glóðarinnar að taka þátt í veiði­ prófum næsta sumar með Orku.” U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.