Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2014/100 595 Umræða Lungnaskolun getur verið árangursrík meðferð við próteinútfell­ ingar í lungnablöðrum, eins og okkar tilfelli sýnir. Einkenni löguð­ ust umtalsvert og tæpum tveimur árum frá skolun hefur ekki borið á endurkomu sjúkdómsins og öndunarmælingar eru innan eðli­ legra marka. Í flestum tilvikum þolist lungnaskolun vel. Þó kemur fyrir að hætta þurfi skolun ef súrefnismettun verður of lág. Í okkar tilfelli þurfti að hætta lungnaskolun á hægra lunga vegna leka yfir í vinstra lungað. Slíkur leki getur skapað hættulegt ástand því þá berst vökvi út í það lunga sem sér um loftskipti þegar skolunin fer fram. Af þessum sökum er yfirleitt aðeins annað lungað skolað í einu enda þótt einnig hafi verið reynt að skola bæði lungu í sömu svæfingu með góðum árangri.3 Aðrir fylgikvillar lungnaskolunar eru loftbrjóst, vatnsloftbrjóst (hydropneumothorax) og fleiðruvökvi.4,5 Lungnaskolun við próteinútfellingar í lungnablöðrum var fyrst lýst árið 1965 af Ramirez og félögum sem höfðu beitt meðferðinni við 6 sjúklinga með góðum árangri.6 Síðan þá hefur lungnaskolun verið fyrsta meðferð við próteinútfellingum í lungnablöðrum. Meðferðinni er þó aðeins beitt þegar mikil einkenni eru til staðar,1,5 eins og átti við í okkar tilfelli. Samkvæmt rannsókn Shah og félaga læknast 60% sjúklinga eftir tvær skolanir en 5 árum eftir grein­ ingu hafa tveir þriðju sjúklinga gengist undir lungnaskolun og 80% hafa hlotið bata. Í áðurnefndri rannsókn þurftu 15% sjúklinga endurtekna skolun á hálfs árs fresti og 10% sjúklinga svöruðu með­ ferðinni ekki. Loks er talið að um fjórðungur sjúklinga læknist án meðferðar7 og 10­15% deyi úr sjúkdómnum.8 Próteinútfellingar í lungnablöðrum er sjaldgæfur sjúkdómur en talið er að nýgengi sjúkdómsins sé á bilinu 0,36­0,49/milljón einstaklinga, enda þótt góðar faraldsfræðilegar rannsóknir vanti.1 Flestir sjúklingar eru í kringum fertugt við greiningu og helmingi fleiri karlar greinast með sjúkdóminn en konur.1 Að því best er vitað er þetta tilfelli það fyrsta sem lýst hefur verið hér á landi. Orsök próteinútfellinga í lungnablöðrum er ekki þekkt í 90% tilvika en meingerð sjúkdómsins er rakin til Ig­G mótefna sem beinast gegn granulocyte macrophage colony stimulating factor (GM­ CSF). Afleiðingin er skert starfsemi átfrumna í lungnablöðrum en þær viðhalda meðal annars jafnvægi á framleiðslu og niðurbroti lungnablöðruseytis.9 Sjúkdómurinn getur verið meðfæddur og tengist þá galla á genum sem kóða fyrir viðtökum GM­CSF og hefur þannig áhrif á bindingu viðtaka og boðferli.10 Aðrir sjúkdómar sem geta tengst próteinútfellingum í lungnablöðrum eru krabbamein ýmiss konar, og geta ekki síst komið fram hjá sjúklingum með illkynja blóð­ sjúkdóma sem þurfa beinmergsígræðslu. Einnig hafa sýkingar verið tengdar við próteinútfellingar í lungnablöðrum og má þar nefna veirusýkingar og sýkingar með nocardia og pneumocystitis. Mikil rykmengun á vinnustað er einnig talin geta stuðlað að pró­ teinútfellingum í lungnablöðrum.1,8 Greiningin er yfirleitt staðfest með vefjasýni frá lunga, sem má nálgast með berkjuspeglun eða opinni sýnatöku. Útlit er dæmi­ gert í ljóssmásjá, óháð orsök. Þar sést að lungnablöðrur og smæstu berkjur eru fullar af periodic acid schiff (PAS) jákvæðu frumusnauðu seyti. Uppbygging lungans er varðveitt og ekki merki um bólgu eða ífarandi vöxt.5 Berkjuskol er einnig jákvætt í PAS­litun og við smásjárskoðun sjást stórar froðukenndar átfrumur. Í skolinu geta einnig fundist mótefni gegn GM­CSF.1 Myndgreiningarrannsóknir eru ekki jafn afgerandi og vefja­ sýni eða berkjuskol. Oftast sýna þær samhverfar þéttingar aðlægt lungnaportum sem geta líkst leðurblökuvængjum (bat-wing sign). Á tölvusneiðmyndum sjást oft hélubreytingar og þykknun á mót­ um lungnablöðrunga (interlobular septum).1 Öndunarmælingar sýna langoftast herpumynstur. Því miður var ekki gerð öndunarmæling fyrir lungnaskolun hjá okkar sjúklingi en öndunarmæling eftir skolun sýndi miðlungs herpu. Tveimur árum síðar voru öndunarmælingar innan eðlilegra marka. Mynd 5. Röntgenmynd af lungum, a) fyrir lungnaskolun, b) eftir skolun á vinstra lunga, c) eftir skolun á báðum lungum, og d) 8 mánuðum eftir skolun á báðum lungum. Mynd 4. Sýni úr frá skolvökva frá vinstra lunga, sem lýsist og þynnist eftir því sem lungað er skolað með meira saltvatni. S J Ú k R a T i l F E l l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.