Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 56
624 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Í læknisfræði geymir fjölskyldusaga mikilvægar upplýsingar um sjúkling og ættingja hans. Í henni kemur fram yfirlit um sjúkdóma, þar með talin möguleg eða þekkt ættgeng heilsuvandamál. Góð fjölskyldusaga tekur til að minnsta kosti þriggja kynslóða ættingja sjúklings og getur veitt upplýsingar um ættlægni ým­ issa sjúkdóma. Fjölskyldusaga getur verið áhættuþáttur í mörgum sjúkdómum, svo sem hjarta­ og æðasjúkdómum, krabba­ meini, beinþynningu, astma og sykursýki. Hafa ber í huga að flestir sjúkdómar orsak­ ast af samspili erfða og umhverfis. Þegar um mögulega erfðasjúkdóma er að ræða er nákvæm fjölskyldusaga nauðsynleg til að meta líkur á arfgengi og ef gera þarf áhættumat. Góð fjölskyldusaga getur þannig verið greiningartæki fyrir ákveðna sjúkdóma og vandamál. Með henni er mögulegt að meta einstaklingsbundna áhættuþætti og hún er nauðsynleg fyrir erfðaráðgjöf.1,2 Fjölskyldusögu ber að skrá í sjúkraskrá viðkomandi og einnig er hægt að teikna ættartré með viðeigandi upplýsingum. Teiknað ættartré getur veitt mikilvægar heilbrigðisupplýsingar um fjölskylduna. Heppilegt er að teikna ættartré meðan rætt er við ráðþega eða sjúkling og þar sem lítið er um utanaðkomandi áreiti. Hafa ber í huga að oft er verið að ræða viðkvæmar upplýsingar og rifja upp erfiða lífsreynslu ráðþega. Kostur er að viðkomandi sjái teikninguna og geti jafnóðum komið með athugasemdir og sagt nánar frá. Ástæða komunnar þarf að vera skýr. Er um að ræða fjölskyldusögu vegna erfða­ sjúkdóms eða annars heilbrigðisvanda? Er markmiðið sjúkdómsgreining vegna gruns um erfðasjúkdóm? Er verið að leita eftir arfberagreiningu á sjúkdómi sem kemur fram síðar á ævinni, það er forspár­ greining hjá einkennalausum einstaklingi eða er um möguleika á mati með tilliti til fósturgreiningar að ræða? Þannig getur fjölskyldusaga snúið að fólki á öllum aldri. Til eru alþjóðlegar leiðbeiningar um það hvernig teikna á ættartré. Góðar leiðbeiningar með upplýsingum um gerð hefðbundinna ættartrjáa er að finna í bók­ inni Practical Guide to the Genetic Family Hi- story3 og víðar.4,5 Gott ættartré inniheldur upplýsingar um að minnsta kosti þrjár kynslóðir eða 1°. 2°. og 3° ættingja vísitil­ viks (proband). Á teikningunni er vísitilvik merkt með ör og stundum P eða V (sá eða sú sem er ástæða komunnar). Ef ráðþegi er ekki vísitilvik er hægt að merkja við­ komandi með R. Mynd 1 og 2 sýna þau tákn sem mest eru notuð við gerð ættartrjáa. Sá sem teiknar setur nafn sitt eða upphafsstafi á blaðið ásamt dagsetningu. Ættartréð er í raun eins og ljósmynd af fjölskyldunni á þeim tíma sem það er teiknað. Fólk eldist, það fæðast fleiri börn og fólk deyr. Nafn ráðþega/sjúklings og ástæða viðtals er skráð. Gott er að byrja að teikna ættartré á miðju blaði og vera sparsamur á pláss. Þannig er auðveldast að bæta við barn­ mörgum einstaklingum. Mikilvægt er að spyrja opinna spurninga á meðan grunn­ upplýsingum er safnað. Táknin Mikilvægt er að nota samræmd og skýr tákn svo aðrir geti notað ættartréð og það gefi góða samantekt á mögulegum erfða­ vandamálum í fjölskyldunni. Karlar eru táknaðir með ferningi og konur með hring. Misjafnt er hvort nöfn annarra en ráðþega eru skrifuð. Hringurinn eða ferningurinn er skyggður, sé viðkomandi með einkenni sjúkdóms. Einkennalausir arfberar fyrir A­litnings víkjandi sjúkdóma eru táknaðir með hálf­ skyggðum táknum og konur sem eru arfberar fyrir kynbundna sjúkdóma eru táknaðar með punkti innan í hringnum. Sé um fleiri en einn sjúkdóm að ræða (til dæmis margskonar krabbamein) er hægt að skipta reitnum upp og hafa mismun­ andi liti eða mynstur fyrir hvern sjúkdóm. Mikilvægt er að hafa kóða sem útskýrir hvað hver litur og mynstur þýða. Samband (gifting, sambúð) er táknuð með beinni línu þvert á milli pars. Ef fólk hefur slitið samvistum eru tvö skástrik sett á beinu línuna. Ef um annan fyrri maka er að ræða er viðkomandi settur hinu megin við. Skyldleiki hjóna/para er táknaður með tveimur samhliða láréttum línum. Ef fólk á börn, kemur bein lína niður af þverlínu Tafla I. Grunnspurningar við gerð ættartrés og töku fjölskyldusögu. Fjöldi og kyn systkina og barna Fjöldi og kyn systkina foreldra Fjöldi látinna og dánarorsök Fósturlát - andvana fædd börn Barn sem hefur látist ungt Vandkvæði við að eignast barn Þekkt erfðavandamál Meðfædd vandamál líkamleg eða andleg Útlitseinkenni eða sköpulagsfrávik Fjölskyldusjúkdómur Þroskavandamál Fatlanir Sértæk heilsufarssaga fyrir þann sjúkdóm eða einkenni sem um ræðir Skyldleiki hjóna/para uppruni foreldra frá landshluta eða öðru landi Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi1,2 Reynir arngrímsson sérfræðingur1,2 Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir1,2 1Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2Lífefna- og sameindalíffræðistofu Háskóla Íslands. Fjölskyldusaga og ættartré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.