Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2014/100 611 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R og hjúkrunarfræðingum og við vildum gjarnan bæta úr því. Það hefur verið bætt úr mönnun deildarlækna sem er til mikilla bóta og nokkrir sérfræðilæknar hafa á árinu komið til starfa sem lokið hafa sínu sérnámi erlendis og er það okkur afar mikilvægt. Það hefur þó í heildina heldur fækkað stöðugildum sérfræðilækna þar sem margir hafa minnkað starfshlutfall sitt á spítalanum. Spítalinn er einfaldlega í mjög erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart kjörum lækna erlendis og á einkastofum hvað laun varðar. Í ákveðnum sérgreinum er ástandið mjög alvarlegt og á það er rétti­ lega bent í skýrslunni. Á vissum deildum hefur einnig verið hægt að bæta úr mönn­ un hjúkrunarfræðinga en í öðrum til­ fellum hafa engir hjúkrunarfræðingar sótt um auglýstar stöður. Þetta er eitt af því sem við getum lítil áhrif haft á hér innan sviðsins þar sem kjör lækna og hjúkrunar­ fræðinga eru ákvörðuð af öðrum.” Húsnæðismál Landspítalans hafa verið í brennidepli um árabil og allir sammála um að við núverandi ástand verði í raun ekki búið. Þó bendir fátt til þess að lausn sé í sjónmáli og áætlaður árlegur auka­ kostnaður spítalans við rekstur margra dreifðra eininga um höfuðborgarsvæðið er talinn vera um þrír milljarðar. Miðað við þá tölu myndi nýr spítali sem kostar 80­90 milljarða borga sig upp á 25­30 árum. Meðal brýnustu aðgerða sem nauðsyn­ legar eru að mati Embættis landlæknis er að: Hefja endurbyggingu og endurskipu­ lagningu húsnæðis sviðsins. • flytja alla starfsemi sviðsins á einn stað. • fjölga einbýlum til að minnka sýkingar- hættu og gera meðferð og umönnun skilvirkari. • bæta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda. • gera starfsaðstöðu fyrir starfsfólk sviðsins aðlaðandi og eftirsóknarverða. Hlíf segir þetta sannarlega rétt og eftir­ sóknarvert en veruleikinn er allt annar. „Starfsemi lyflækningasviðs fer fram á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag og óhagræðið af þessu er augljóst og kostnaður við flutninga sjúklinga borgarhluta á milli er óheyrilega hár, að ekki sé minnst á óþægindi fyrir sjúklinga og aðstandendur og öryggi ef um mjög veika sjúklinga er að ræða. Það er stöðugt verið að flytja sjúklinga af bráðamóttöku í Fossvogi yfir á Hringbraut þar sem hjartagáttin er til húsa. Við þurfum að manna tvær vaktalínur vegna þessa og þannig mætti áfram telja. Þetta er alveg gífurlega óhagkvæmt. Það er stöðugt verið að reyna að leita lausna til að rýmka til fyrir þá starfsemi sem snýr að þjónustu við sjúklinga, til dæmis með því að færa skrifstofur lækna spítalans yfir í gámahús­ „Við erum stöðugt að leita lausna til að hagræða miðað við þær aðstæður sem við búum við en það leysir ekki vandann nema til bráðabirgða,” segir Hlíf Steingrímsdóttir fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.