Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 43

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 43
LÆKNAblaðið 2014/100 611 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R og hjúkrunarfræðingum og við vildum gjarnan bæta úr því. Það hefur verið bætt úr mönnun deildarlækna sem er til mikilla bóta og nokkrir sérfræðilæknar hafa á árinu komið til starfa sem lokið hafa sínu sérnámi erlendis og er það okkur afar mikilvægt. Það hefur þó í heildina heldur fækkað stöðugildum sérfræðilækna þar sem margir hafa minnkað starfshlutfall sitt á spítalanum. Spítalinn er einfaldlega í mjög erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart kjörum lækna erlendis og á einkastofum hvað laun varðar. Í ákveðnum sérgreinum er ástandið mjög alvarlegt og á það er rétti­ lega bent í skýrslunni. Á vissum deildum hefur einnig verið hægt að bæta úr mönn­ un hjúkrunarfræðinga en í öðrum til­ fellum hafa engir hjúkrunarfræðingar sótt um auglýstar stöður. Þetta er eitt af því sem við getum lítil áhrif haft á hér innan sviðsins þar sem kjör lækna og hjúkrunar­ fræðinga eru ákvörðuð af öðrum.” Húsnæðismál Landspítalans hafa verið í brennidepli um árabil og allir sammála um að við núverandi ástand verði í raun ekki búið. Þó bendir fátt til þess að lausn sé í sjónmáli og áætlaður árlegur auka­ kostnaður spítalans við rekstur margra dreifðra eininga um höfuðborgarsvæðið er talinn vera um þrír milljarðar. Miðað við þá tölu myndi nýr spítali sem kostar 80­90 milljarða borga sig upp á 25­30 árum. Meðal brýnustu aðgerða sem nauðsyn­ legar eru að mati Embættis landlæknis er að: Hefja endurbyggingu og endurskipu­ lagningu húsnæðis sviðsins. • flytja alla starfsemi sviðsins á einn stað. • fjölga einbýlum til að minnka sýkingar- hættu og gera meðferð og umönnun skilvirkari. • bæta aðstöðu sjúklinga og aðstandenda. • gera starfsaðstöðu fyrir starfsfólk sviðsins aðlaðandi og eftirsóknarverða. Hlíf segir þetta sannarlega rétt og eftir­ sóknarvert en veruleikinn er allt annar. „Starfsemi lyflækningasviðs fer fram á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag og óhagræðið af þessu er augljóst og kostnaður við flutninga sjúklinga borgarhluta á milli er óheyrilega hár, að ekki sé minnst á óþægindi fyrir sjúklinga og aðstandendur og öryggi ef um mjög veika sjúklinga er að ræða. Það er stöðugt verið að flytja sjúklinga af bráðamóttöku í Fossvogi yfir á Hringbraut þar sem hjartagáttin er til húsa. Við þurfum að manna tvær vaktalínur vegna þessa og þannig mætti áfram telja. Þetta er alveg gífurlega óhagkvæmt. Það er stöðugt verið að reyna að leita lausna til að rýmka til fyrir þá starfsemi sem snýr að þjónustu við sjúklinga, til dæmis með því að færa skrifstofur lækna spítalans yfir í gámahús­ „Við erum stöðugt að leita lausna til að hagræða miðað við þær aðstæður sem við búum við en það leysir ekki vandann nema til bráðabirgða,” segir Hlíf Steingrímsdóttir fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítalans.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.