Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 20
588 LÆKNAblaðið 2014/100
slyss á vinnustað og eru þau slys skráð í slysaskrá stofnunarinn
ar.23 Síðastliðinn áratug, eða frá 2004 til 2013, voru að meðaltali 84
slys meðal einstaklinga 18 ára og yngri skráð í slysaskrá Vinnu
eftirlitsins á ári. Skráin sýnir að á þessu 10 ára tímabili orsakaðist
meirihluti slysanna af höggi (23%), einhverju sem klemmir (19%)
og hvössum/beittum hlut (17%). Útvortis blæðing (25%), tognun/
liðhlaup (22%) og beinbrot (16%) voru algengustu áverkar sem
slysin ollu. Þá má lesa úr skránni að á þessu 10 ára tímabili hættu
29 (3,5%) þeirra sem slösuðust starfi vegna þess að þeir voru
óvinnufærir í lengri eða skemmri tíma eftir slysið og að tveir létu
lífið vegna vinnuslysa.21
Vinnueftirlitið og fjöldi annarra aðila skrá inn slys í Slysaskrá
Íslands og eru því í henni fleiri vinnuslys en í slysaskrá Vinnu
eftirlitsins.21, 22 Árið 2012 voru til að mynda skráð 82 vinnuslys ein
staklinga 18 ára og yngri hjá Vinnuefirlitinu21 en 427 vinnuslys
einstaklinga á aldrinum 1519 ára í Slysaskrá Íslands. Samkvæmt
Slysaskrá Íslands voru vinnuslys fjórði algengasti slysaflokkur
aldurshópsins (12,2%) það ár og komu næst á eftir heima og frí
tímaslysum (35,1%), íþróttaslysum (28,3%) og umferðarslysum
(14,0%). Fleiri vinnuslys meðal ungmenna voru skráð í Slysaskrá
Íslands á árunum fyrir efnahagshrunið 2008. Þannig voru 602
vinnuslys 1519 ára einstaklinga skráð árið 2007 og voru þau 17,1%
allra skráðra slysa aldurshópsins það ár. Eins og árið 2012 voru
vinnuslysin fjórði algengasti slysaflokkurinn.22
Í Bandaríkjunum og í Bretlandi hafa slysaskrár verið gagn
rýndar fyrir að vanskrá vinnuslys ungmenna.4, 24 Vanskráningin
er meðal annars rakin til þess að í slysaskrár fara aðeins slys sem
valda vinnutapi en vegna þess hve vinna ungmenna er óreglu
bundin missir ungmennið ekki alltaf úr vinnu þrátt fyrir slysið. Sú
gagnrýni gæti átt við slysaskrá Vinnueftirlitsins en á síður við um
Slysaskrá Íslands. Spurningakannanir þar sem ungmennin sjálf
eru spurð út í vinnuslys (self-reported surveys) hafa þann kost um
fram slysaskrár að þær gefa tækifæri til annars konar upplýsinga
söfnunar um slysin. Meðal annars geta þær gefið upplýsingar um
minniháttar slys sem ekki komast á blað hjá slysaskrám.4,8,25 Gall
inn er hins vegar sá að ungmennið þarf að hugsa aftur í tímann
en minnið getur í einhverjum tilfellum brugðist. Fáar rannsóknir
á vinnuslysum ungmenna þar sem notast er við spurningakann
anir hafa verið gerðar í Evrópu, þar með talið á Íslandi, en fleiri í
Bandaríkjunum og Kanada.
Í þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknar á vinnu
slysum meðal 1317 ára ungmenna á Íslandi sem byggir á spurn
ingakönnun sem ungmennin svöruðu sjálf. Markmiðið með rann
sókninni er þríþætt. Í fyrsta lagi að athuga hversu hátt hlutfall
ungmenna hefur slasast í vinnu, að meta hversu alvarleg slysin eru
og að skoða hvernig slysin og alvarleiki þeirra dreifist eftir aldri og
kyni. Í öðru lagi að skoða helstu áverka sem vinnuslysin valda og
hverjir eru slysavaldar. Í þriðja lagi verður skoðað hverjir eru alvar
legustu áverkarnir og orsakir þeirra.
Efniviður og aðferð
Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn þar sem ýmsar hliðar
launaðrar vinnu íslenskra ungmenna eru skoðaðar.1 Rannsóknin
beindist að þeim hópi ungmenna sem íslensk vinnuverndarlög
fjalla um og leyfir að taki þátt í launaðri vinnu í einhverjum mæli.
Meginregla laganna er að ekki megi ráða börn á skólaskyldualdri
til vinnu en þó með þeirri undantekningu að þau mega vinna létt
störf frá 13 ára aldri. Að auki eru vinnuaðstæður þess hóps sem
lokið hefur skólaskyldu en hefur ekki náð 18 ára aldri háðar strang
ari skilyrðum en vinnuaðstæður fullorðinna.23 Í rannsókninni var
vinna skilgreind sem öll vinna sem laun eru þegin fyrir, óháð því
hvar hún er stunduð. Launuð vinna í heimahúsum fellur því undir
rannsóknina, þar með talin barnapössun. Þýði rannsóknarinnar
var öll 1317 ára ungmenni á Íslandi. Í byrjun árs 2008 var upp
lýsingabréf með beiðni um þátttöku sent til forráðamanna 2000
ungmenna úrtaks, valið tilviljunarkennt úr Þjóðskrá. Spurt var
um sumarvinnu árið 2007 og vinnu með skóla veturinn 20072008.
Forráðamenn sem samþykktu þátttöku barna sinna voru beðnir
að afhenda ungmenninu umslag með upplýsingabréfi ætlað því
og lykilorði að rafrænum spurningalista. Þannig var ekki einungs
forráðamanni heldur einnig ungmenninu sjálfu veitt tækifæri til
að samþykkja þátttöku í rannsókninni. Félagsvísindastofnun Há
skóla Íslands sá um framkvæmdina. Samtals svöruðu 952 ung
menni könnuninni og var svarhlutfallið því 48,4%. Þátttaka var
ítrekuð með símhringingum og tölvupóstum. Kynjahlutfall þeirra
sem svöruðu var 55,8% stúlkur og 44,2% drengir og aldurshlutfall
20,8% 13 ára, 20,6% 14 ára, 22,5% 15 ára, 18,4% 16 ára og 17,6% 17 ára.
Spurningar sem beindust að vinnuslysum ungmenna byggðu
á spurningalista norrænu vinnueftirlitanna sem lagður var fyrir
á Norðurlöndunum árið 1998.2 Svarendur sem merktu við að þeir
hefðu einhverja reynslu af launaðri vinnu voru spurðir í lokuðum
spurningum hvort þeir hefðu einhvern tímann orðið fyrir vinnu
slysi og hversu lengi þeir hefðu verið frá vinnu vegna slyssins. Þá
voru ungmennin beðin um að lýsa í opinni spurningu hvernig
slysið vildi til og hvernig áverka þau hlutu (ef einhverja). Flokkun
R a n n S Ó k n
Tafla I. Ungmenni sem höfðu slasast einu sinni eða oftar í vinnu eftir aldri og
kyni, n (%).
Aldrei Einu sinni Oftar en einu
sinni
Kí-kvaðrat
próf
aldur p = 0,001
13 ára 96 (85,7) 10 (8,9) 6 (5,4)
14 ára 148 (87,1) 14 (8,2) 8 (4,7)
15 ára 150 (75,4) 31 (15,6) 18 (9,0)
16 ára 123 (77,8) 18 (11,4) 17 (10,8)
17 ára 106 (69,3) 21 (13,7) 26 (17,0)
kyn p = 0,021
Stelpur 361 (80,8) 55 (12,3) 31 (6,9)
Strákar 262 (75,9) 39 (11,3) 44 (12,8)
Samtals 623 (78,7) 94 (11,9) 75 (9,5) 792 (100,0)
Tafla II. Fjarvera frá vinnu vegna slyss eftir aldri og kyni, n (%).
Ekki frá vinnu Í viku eða
skemur frá
vinnu
Í meira en
viku frá vinnu
Kí-kvaðrat
próf
aldur p = 0,114
13-15 ára 56 (65,1) 22 (25,6) 8 (9,3)
16-17 ára 53 (63,9) 28 (33,7) 2 (2,4)
kyn p = 0,265
Stelpur 59 (69,4) 23 (27,1) 3 (3,5)
Strákar 50 (59,5) 27 (32,1) 7 (8,3)
Samtals 109 (64,9) 50 (29,6) 10 (5,9) 100 (169)