Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 22
518 LÆKNAblaðið 2014/100 alvarlega vandamáli. Lífslíkur þeirra sem þurft hafa á gjörgæslu- innlögn að halda í tengslum við notkun vímuefna í æð er mjög skert en 35% þeirra eru látnir innan 5 ára. Réttarefnafræðilegar rannsóknir sem gerðar eru í tengslum við andlát einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð sýna að heildardánartíðni er 4,1 einstaklingar/105/ár fyrir aldurshópinn 15-59 ára, sem er líkt og á hinum Norðurlöndunum. Bæði þessi sjónarhorn staðfesta algenga misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja til inngjafar í æð hér á landi og er það áhyggjuefni. Innlagnir á gjörgæsludeild Um 1% allra innlagna á gjörgæsludeild Landspítala tengist notkun vímuefna í æð. Um er að ræða unga einstaklinga, flestir undir þrítugu, sem eru alvarlega veikir samkvæmt APACHE II stig- unarkerfinu, með lífshættulegar eitranir, sýkingar eða áverka eftir ofbeldi. Algengt er að þeir þurfi meðferð með öndunarvél og æða- virkum lyfjum. Dánarhlutfall er hátt í sjúkrahúslegu (16%) og 5 ára lífslíkur verulega skertar (65%). Helmingur andlátanna átti sér stað innan þriggja ára frá útskrift af sjúkrahúsi sem endurspeglar alvarleika fíknisjúkdómsins þegar hann hefur leitt til gjörgæslu- innlagnar. Algengasta dánarorsök er eitrun, oftast vegna sterkra verkjalyfja en notkun margra lyfja samtímis var algeng. Flest lyfjanna sem notuð voru eru lyfseðilsskyld, oftast morfíntöflur sem leystar voru upp og notaðar til inndælingar. Þessar niðurstöður vekja spurningar um starfshætti og eftirlit við ávísun slíkra lyfja og hvort grípa megi frekar inn hjá einstak- lingum sem vistast hafa á gjörgæslu í tengslum við notkun vímu- efna í æð og því í aukinni áhættu á ótímabæru andláti. Almennt er talið að áhættuminnkandi aðgerðir geti skilað árangri meðal þessara einstaklinga en ekki er ljóst hvernig slíkum aðgerðum væri best háttað.8 Niðurstöður réttarefnafræðilegra rannsókna Andlát 38 einstaklinga sem tengdust notkun vímuefna í æð komu til réttarefnafræðilegrar rannsóknar á rannsóknartímabilinu. Þetta samsvarar 4,1 á hverja 100.000 íbúa á aldrinum 15-59 ára. Þar af létust 20 af völdum eitrunar eða 2,2 á hverja 100.000 íbúa í þess- um aldurshópi. Dánartíðni af völdum eitrunar meðal fíkniefna- neytenda hefur áður verið könnuð hér á landi sem hluti af sam- norrænum rannsóknum. Dánartíðni á Norðurlöndum reyndist vera 2,6 árið 19914, 1,20 árið 19975, 3,6 árið 20026 og 4,6 árið 20077 á hverja 100 þúsund íbúa á aldrinum 15-59 ára sem er svipað og fram kemur í þessari rannsókn. Dánartíðnin virðist vera að hækka á Norðurlöndum en stendur í stað eða fer jafnvel lækkandi almennt í Evrópu.9 Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar virtist dánartíðni á Íslandi vera hækkandi á tímabilinu (8,0/105/ár síðasta árið) með auknum fjölda gjörgæsluinnlagna og hækkandi dánar- hlutfalli í sjúkrahúslegu, en fjöldi einstaklinga er ekki nægur til að draga frekari ályktanir af því. Hlutfall kvenna virðist vera nokkuð hærra hér á landi (37%) en á hinum Norðurlöndunum (15-20%).4-7 Samkvæmt alþjóðlegum samantektum virðist dánarhlutfall eiturlyfjaneytenda á aldrinum 15 til 54 ára vera 1,12% á ári.3 Þegar þeir sem nota vímuefni í æð eru skoðaðir sérstaklega reynist árleg dánartíðni hjá þeim vera milli 0,54% og 2,3%.10,11 Samkvæmt niður- stöðum þessarar rannsóknar er árleg heildardánartíðni hjá þess- um hópi hérlendis um 1,1% miðað við að um 700 slíkir neytendur séu hér á landi, sem er svipað og í fyrrnefndum rannsóknum. Þó ber að túlka þær tölur varlega þar sem stuðst er við áætlun sem gerð er útfrá fjölda innlagna á meðferðarstofnun SÁÁ. Nákvæmari tala um heildarfjölda þeirra sem nota vímuefni í æð á Íslandi er ekki þekkt þar sem ætla má að ekki allir komi til meðferðar og vandamálið þannig að nokkru falið. Á rannsóknartímabilinu létust alls 806 einstaklingar á Íslandi í aldurshópnum 15-54 ára, þar af 71 í umferðarslysum eða 8,8%.12 Banaslys í umferðinni eru talin marktæk orsök ótímabærra dauðs- falla hjá ungu fólki. Sambærileg tala fyrir þá sem nota vímuefni í æð og eru á sama aldri er 4,7% sem verður einnig að teljast mark- tæk orsök ótímabærra andláta í þessum aldurshópi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands áttu 7 manndráp sér stað á Íslandi á rannsóknartímabilinu en tveir einstaklingar innan rannsóknarhópsins létust af annarra völdum. Jafnframt áttu allir innan hópsins komu á bráðamóttöku og 5 höfðu legið á gjörgæslu. Lífi einstaklinga sem neyta vímuefna í æð er því ógnað á margvíslegan hátt. Lyf af flokki I voru meginorsök andláts 17 einstaklinga, þar af var morfín algengast, sem er sambærilegt við niðurstöður rann- sóknar frá Norðurlöndum árið 2007.7 Heróín er ekki algengt á ís- lenska fíkniefnamarkaðnum, lögreglan leggur hald á í mesta lagi örfá grömm árlega.13 Kókaíneitrun olli dauða í tveimur tilfellum en í öllum hinum var um að ræða lyfseðilsskyld lyf. Sú venja að leysa upp ávana- og fíknilyf í töfluformi eða plástrum virðist vera út- breidd meðal fíkniefnaneytenda hér á landi. Misnotkun á fentanýl verkjaplástrum er áhyggjuefni vegna gjörgæsluinnlagna og jafnvel dauða í rannsóknarhópnum. Þetta er líka þekkt í nágrannalöndum og lögð áhersla á hættuna sem fylgir notkun slíkra efna.14 Notkun lyfseðilsskyldra lyfja virðist einnig vera vaxandi hjá yngri fíkni- efnanotendum í Bandaríkjunum.15 Spurning er hvort slíkir neyt- endur geri sér grein fyrir hættunni af því að nota lyfsseðilskyld lyf á þennan hátt og hvort mögulegt sé að auka fræðslu hvað það varðar meðal almennings. Réttarefnafræðileg rannsókn á blóðsýnum sýndi að notkun margra lyfja samtímis var algeng, að meðaltali fjögur lyf í hverju tilfelli. Samtímis notkun á örvandi efnum, kókaíni, tetrahýdró- kannabínóli og lyfseðilskyldum lyfjum var algeng, bæði hjá ein- staklingum sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild og hjá þeim sem létust utan sjúkrahúsa. Algengast var að finna amfetamín í blóði þeirra sem létust í tengslum við notkun vímuefna í æð, enda virð- ist það vera algengasta efnið á fíkniefnamarkaðnum hér á landi.2 Metýlfenídat olli dauða í tveimur tilfellum, en það er lyfseðils- skylt lyf af amfetamínflokki og virðist notkun þess fara vaxandi meðal fíkniefnaneytenda. Samkvæmt opinberum tölum fór sala þessa lyfs vaxandi á Íslandi á rannsóknartímabilinu, fjöldi seldra skammta (DDD) á hverja 1000 íbúa jókst úr 5,27 árið 2003 í 10,6 árið 2007.16 Notkun lyfja af flokki III, aðallega benzódíazepínsambanda, virðist vera algeng meðal fíkniefnaneytenda hérlendis, en notk- un þeirra getur aukið hættu á milliverkunum og þar með eitur- áhrifum sterkra verkjalyfja. Lyf af flokki IV eru aðallega geðlyf og greining þeirra í blóðsýnum gefur til kynna að sumir einstakling- anna voru á meðferð vegna geðsjúkdóma. Helstu veikleikar þessarar rannsóknar eru að hún er aftur- skyggn og ef til vill hafa ekki allir einstaklingar með sögu um notkun vímuefna í æð greinst samkvæmt skilyrðum um inntöku í rannsóknina. Örlögum fremur fárra einstaklinga er lýst, sem er R a n n S Ó k n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.