Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 34

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 34
530 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R unum.19 Þessi spá Níelsar rættist. Mikilvægur þáttur fræðslustarfs Krabbameinsfélagsins laut frá upphafi að tóbaksvörnum og þar var Níels í fararbroddi fyrstu árin, meðal annars með skrifum í Fréttabréf um heilbrigðismál. Árið 1958 fór Krabbameinsfélagið fram á að gerð yrði könnun á reykingavenjum skólabarna í höfuðborginni. Könnunin sýndi að talsvert var um reykingar hjá börnunum. Í kjölfarið var enn hert á tóbaksvarnaáróðri, meðal annars með sýningum fræðslumynda í bíóhúsum borgarinnar. Bæði móðurfélagið og Reykjavíkurfélagið beittu sér kröftuglega fyrir því að tóbaksauglýsingar yrðu bann- aðar og jafnframt snerust þau af krafti gegn lausasölu á sígarettum með bréfaskriftum til fjármála- og heilbrigðisráðuneytisins, sem leiddi til þess að lausasalan var bönnuð með reglugerð árið 1965. Jón Oddgeir Jónsson framkvæmdastjóri Reykjavíkurfélagins sá að mestu leyti um tóbaksvarnastarfið fyrsta áratuginn í samvinnu við lækna. Meðal annars var farið í 33 barna- og unglingaskóla árið 1965 og einnig til 23 kvenfélaga og skóla fyrir ofan unglingastigið með fyrirlestra, bæklinga og kvikmyndasýningar. Árið 1971, á 20 ára afmæli móðurfélagsins, vannst loksins sigur í áratugalangri baráttu gegn tóbaksauglýsingum er bann við þeim var lögfest. Árið 1975 birtust niðurstöður könnunar á reykingum grunn- skólanema í Reykjavík sem sýndu að yfir 30% nemenda á aldrinum frá 12 til 16 ára reyktu og daglega reyktu yfir 20%. Í elstu aldurs- hópunum fór hlutfallið yfir 50%. Þá hafði Þorvarður Örnólfsson lögfræðingur samband við stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur og kynnti henni hugmyndir um herferð gegn reykingum ungs fólks. Stjórninni leist vel á hugmyndirnar og réði Þorvarð sem framkvæmdastjóra Reykjavíkurfélagsins. Herferðinni var ýtt úr vör í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands og skóla á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni þar sem nemendur og starfsfólk skólanna fengu víðtæka fræðslu um skaðsemi reykinga. Nemendur voru virkjaðir í baráttunni og vakti herferðin mikla athygli. Í næstu könnun sem gerð var árið 1978 kom í ljós að hlutfall nemenda sem reykti hafði lækkað í 21%. Þessi jákvæða þróun hélt stöðugt áfram og árið 2013 voru daglegar reykingar 13-15 ára grunnskólanema komnar undir 2%. Daglegar reykingar einstaklinga á aldrinum 18- 69 ára fóru úr 40% árið 1985 niður í 13% árið 2013. Þorvarður var framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykja- víkur til haustsins 1997 er Guðlaug B. Guðjónsdóttir upplýsinga- og fjölmiðlafræðingur tók við starfinu. Auk baráttu fyrir tóbaksvörn- um í skólum landsins hafði félagið einnig mikil áhrif á tóbaks- varnalöggjöfina. Óhætt er að segja að hið vel skipulagða tóbaks- varnastarf hafi forðað þúsundum einstaklinga frá sjúkdómum og ótímabærum dauða. Tóbaksvarnir í skólum landsins færðust frá Krabbameins- félaginu til Lýðheilsustöðvar (síðar Embætti landlæknis) árið 2004. Leit að leghálskrabbameini Eftir að gríski læknirinn Papanicolaou gaf út bókina Diagnosis of Uterine Cancer by the Vaginal Smear árið 1943 breiddist hratt út þekking á aðferð hans við að nota frumustrok úr leghálsi til að greina forstig leghálskrabbameins. Krabbameinsfélagið veitti Ólafi Bjarnasyni lækni ferðastyrk árið 1949 til að kynna sér hinar nýju aðferðir til að greina þetta krabbamein á byrjunarstigi. Áður en leghálskrabbameinsleitin hófst var gerð tilraun með almenna leit að krabbameinum í anda þeirrar hugsjónar félagsins að greina krabbamein á lægri stigum. Árið 1957 opnaði Krabba- meinsfélag Reykjavíkur krabbameinsleitarstöð (Leitarstöð-A) fyrir almenning í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar þar sem boðið var upp á læknisskoðun og margvíslegar rannsókir, þar á meðal á blóðsýnum, þvag- og saursýnum og frumusýnum frá leghálsi kvenna. Móðurfélagið tók við rekstrinum árið 1958. Leitarstöð-A fluttist síðar í Suðurgötu 22 og var þar til ársins 1972 er starfsem- inni var hætt því hún var ekki talin hafa skilað tilskildum árangri. Skipuleg leit að leghálskrabbameini hófst í júní 1964. Þetta mein er einkar heppilegt til fjöldaleitar því hægt er að greina og fjarlægja forstig þess. Leitarstöðin var í fyrstu kölluð Leitar- stöð-B. Alma Þórarinsson var ráðin yfirlæknir og vann hún mikið brautryðjendastarf við að koma leitinni á laggirnar. Alma kynnti sér frumurannsóknir í Glasgow og Osló og átta stúlkur lærðu frumugreiningu, flestar á Radiumhospitalet í Osló. Leitarstarfið var kynnt fyrir íslenskum konum og þær hvattar til að mæta. Þetta var meðal annars gert með bæklingum og fræðslufundum í Úr dagblaðinu Vísi í júlí 1964. Alma Þórarinsson kynnir hina nýju leghálskrabba- meinsleit fyrir fullu húsi í Gamla Bíói. Unnið að tóbaksvörnum árið 1982. Frá vinstri: fræðslufulltrúar Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þau Guðbjörg Andrésdóttir, Ingileif Ólafsdóttir og Einar Axelsson. Þor- varður Örnólfsson er lengst til hægri. Mynd í eigu Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Kristján Sigurðsson yfirlæknir Leitarstöðvarinnar frá 1982 til 2013. Mynd Ómar Óskarsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.