Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 37

Læknablaðið - 01.10.2014, Side 37
LÆKNAblaðið 2014/100 533 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S tugþúsundum lífsýna, þar af kom stærstur hluti frá brjóstakrabba- meinssjúklingum og viðmiðum. Lífsýnasafnið var endanlega af- hent Háskóla Íslands árið 2014. Á þeim 20 árum sem rannsókna- stofan var hjá félaginu birti hún yfir 160 vísindagreinar í erlendum ritum og rúmlega 150 nemendur í líf- og læknisfræði unnu þar að rannsóknarverkefnum sínum, þar af luku 5 nemendur doktors- verkefni og 20 meistaraverkefni. Félaginu hafði þannig tekist að reka líffræðilega rannsóknastofu mun lengur en upphaflega stóð til og með góðum árangri. Með þessu var lagt mikilvægt lóð á vogarskálar grunnrannsókna á krabbameinum, ekki eingöngu á Íslandi heldur á alheimsvísu. Stór hópur nemenda fékk brautar- gengi og starfa sumir þeirra nú við krabbameinsrannsóknir hjá erlendum og innlendum háskólum. Heimahlynning Önnur mikilvæg nýjung sem félagið stóð fyrir fljótlega eftir flutn- inginn í Skógarhlíð var stofnun Heimahlynningar fyrir krabba- meinssjúklinga árið 1987 með Bryndísi Konráðsdóttur hjúkrunar- fræðing í forsvari. Heimahlynningin byggði á hugmyndafræði líknarmeðferðar (upphaflega kennd við Hospice), sem hélt þar með í fyrsta sinn innreið sína á Íslandi. Meginmarkmiðið var að stuðla að því að krabbameinssjúklingar gætu verið heima hjá sér eins lengi og þeir óskuðu og aðstæður leyfðu. Lögð var áhersla á að byggja upp stuðning í umhverfi sjúklings á síðasta tímabili ólæknandi sjúkdóms, þar sem saman fóru einkennameðferð, um- hyggja og næmi fyrir öllum þörfum sjúklings og aðstandenda.29 Tveimur áratugum fyrr hafði fyrsta stofnunin á þessu sviði litið dagsins ljós í Bretlandi og fyrsta sambærilega stofnunin í Bandaríkjunum var opnuð árið 1974. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á líknarmeðferð (palliative care) er henni ætlað að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífshættulegum sjúkdómi. Meðferðin á við allan tím- ann frá greiningu til andláts, en er mest við lok lífs. Heimahlynning Krabbameinsfélagsins veitti líknarmeðferð í þessum anda með mjög góðum árangri. Var þetta mikið brautryðj- endastarf og starfið einstaklega þakklátt, enda gífurleg eftirspurn eftir þjónustunni sem þróaðist hratt yfir í sólarhrings þjónustu. í kjölfarið var stofnuð Heimahlynning í tengslum við Krabba- meinsfélag Akureyrar og nágrennis. Hjúkrunarþjónustan Karítas var stofnuð í sama anda árið 1994, Líknarteymi Landspítalans árið 1997 og Líknardeildin í Kópavogi tók til starfa árið 1999. Rekstur Heimahlynningarinnar fluttist til Landspítalans árið 2006 því þá hafði starfsemin fest rætur á Íslandi og tilgangi félagsins var náð. Skipuleg leit að brjóstakrabbameini með röntgenmyndatöku Þegar árið 1963 hófst í New York fyrsta langtímarannsóknin (slembd tilraun) á árangri leitar að brjóstakrabbameini með röntgenmyndatöku, svokölluð HIP-rannsókn. Fyrstu niðurstöður birtust árið 1971 og vöktu miklar vonir, því þær bentu til þess að leitin lækkaði dánartíðni um 40% hjá 40-65 ára konum. Í fram- haldinu hófst á vegum bandaríska krabbameinsfélagsins (ACS) stórfelld brjóstakrabbameinsleit. En fljótlega fóru að koma fram gagnrýnisraddir sem bentu á vandamál við hönnun HIP-rann- sóknarinnar sem virtist hafa ofmetið árangurinn. Fleiri tilraunir komu nú í kjölfarið en það var fyrst með hinni sænsku Malmö- rannsókn, sem hófst árið 1976, að niðurstöður fengust sem flestir voru sammála um að væru óbjagaðar og sýndu fram á lækkun á dánartíðni, einkum hjá 55-69 ára konum. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar á Íslandi árið 1981. Frá árinu 1973 hafði konum verið boðin brjóstaþreifing og afhentur bæklingur um sjálfskoðun brjósta er þær mættu í leg- hálskrabbameinsleit. Konum var vísað í röntgenmyndatökur á Landspítalann ef einkenni fundust og tekin voru fínnálarsýni úr brjóstum. Árið 1981 fól heilbrigðismálaráðherra landlækni að kalla saman vinnuhóp sérfræðinga, svokallaða Mammografíunefnd, til að gera áætlun um fyrirkomulag og kostnað við allsherjar- leit að brjóstakrabbameini með brjóstamyndatöku. Árið 1984 var haldinn á Íslandi alþjóðlegur fundur um málefnið á vegum landlæknisembættisins, Krabbameinsfélags Íslands og Alþjóða- krabbameinsstofnunarinnar í Lyon í Frakklandi. Í framhaldinu lagði Mammografíunefndin til að hafin yrði skipuleg hópleit í tengslum við leghálskrabbameinsleit Krabbameinsfélagsins. Alþingi samþykkti árið 1985 þingsályktunartillögu sem Guðrún Agnarsdóttir þingmaður og læknir lagði fram, um að hefja skipu- lega leit að brjóstakrabbameini. Sama ár var stofnuð röntgendeild Starfsfólk Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins afhendir Krabbameinsfélaginu gjöf er Heimahlynningin fluttist til Landspítalans árið 2006. Frá vinstri: Þórunn Lárus- dóttir, Sigrún Lillie Magnúsdóttir, Hjördís Jóhannsdóttir, Helgi Benediktsson, Bryndís Konráðsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Einarsdóttir. Mynd Krabbameinsfélagið. Baldur Sigfússon yfirlæknir röntgendeildar Leitarstöðvarinnar skoðar röntgenmyndir af brjóstum. Mynd Ómar Óskarsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.