Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.10.2014, Qupperneq 44
540 LÆKNAblaðið 2014/100 en ég ákvað að þiggja ekki laun. Ég fylgdi einnig þeirri reglu að ritstjóri og ritstjórn öll væru formlega endurráðin á tveggja ára fresti og að fara þyrfti fram formleg endurskoðun með útgáfustjórn blaðsins ef vilji væri til endurráðningar.“ Starfandi læknar á Íslandi eru líklega innan við 1000 og fáein hundruð til við- bótar eru starfandi erlendis. „Það getur því verið talsverður höfuðverkur að finna hæfa ritrýna á fræðigreinar, ekki síst þegar um er að ræða fámennar sérgreinar og höfundar til- tekinnar fræðigreinar margir, hugsanlega meirihluti starfandi lækna í sérgreininni. Þessi staða er ekki óþekkt og þá vandi úr að ráða. Við búum ekki við þann sama munað og norska og danska læknablaðið að skiptast á ritrýnum. Þeim finnst það nauðsynlegt þótt fólksfjöldi hvorrar þjóðar sé tuttugufaldur á við okkur. Þetta hefur þó alltaf leyst með einum eða öðrum hætti á viðunandi máta; íslenskir sérfræðingar starfandi erlendis taka að sér ritrýni í ákveðnum tilvikum og ég hafði mjög góða reynslu af því.“ Stærsti áfanginn að ná inn á pubMed Þrátt fyrir augljósa annmarka tungumáls og fólksfæðar kom það ekki í veg fyrir að íslenska læknablaðið væri samþykkt inn á PubMed, fremstan alþjóðlegra gagna- grunna líf- og læknisfræðilegra vísinda- rita. „Það var mikil viðurkenning fyrir Læknablaðið að komast þar inn og stað- festing þess að birtar greinar í blaðinu standast alþjóðlegar kröfur um fræðileg vinnubrögð. Þetta átti sér nokkurn aðdrag- anda, hafði reyndar verið reynt nokkrum sinnum næstu 10-15 ár á undan, en blaðið fór endanlega inn á PubMed árið 2005 og hefur verið þar síðan. Fleiri gagnagrunnar hafa síðan bæst við undanfarin fjögur ár. Kröfurnar sem við hétum að uppfylla eru strangar og þeim er síðan fylgt eftir þann- ig að ekki má slaka á þótt komið sé inn á gagnagrunninn. Þetta skerpti því á okkar vinnubrögðum og til að mynda er það regla PubMed að ritrýnar séu aldrei færri en tveir um hverja grein. Kröfur um gott vísindalegt siðferði við vinnubrögð eru bæði mjög strangar og skýrar. Það er allt í lagi að halda því á lofti að þetta er eftir- tektarverður árangur því hann er langt frá því sjálfsagður fyrir svo örsmátt samfélag, bæði hvað varðar tungumál og fólksfjölda. Mér er ekki kunnugt um neitt læknablað með svo lítið málsamfélag sem hefur kom- ist inn á þennan gagnagrunn. Til gamans má geta þess að ritstjórar finnska lækna- blaðsins ráðfærðu sig nokkrum sinnum við mig varðandi inngöngu á PubMed og eru Finnar þó talsvert fleiri en við.“ Þessi árangur ætti einnig að virka hvetjandi á íslenska lækna og lífvísinda- menn að birta rannsóknarniðurstöður sínar í íslenska læknablaðinu. „Það hefur kannski ekki fjölgað birtum greinum í Læknablaðinu en það á sér ýmsar skýringar. Það er í fyrsta lagi skiljanlegt að menn vilji ná til stærri hóps með birtingu í erlendum læknablöðum, í því felst viðurkenning, en oft eru aðstandendur rannsókna af fleiri en einu þjóðerni og þá er líka eðlilegt að niðurstöður séu birtar á tungumáli sem allir skilja. Enska verður nánast alltaf fyrir valinu. En gæði þeirra greina sem birtast í Læknablaðinu standast alþjóðlegar kröfur, á PubMed er birtur útdráttur á ensku svo meginniðurstöður eru aðgengilegar hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Þetta vita íslenskir læknar og því hefur ekki verið hörgull á fræðigreinum til birtingar í blaðinu.“ Litla þúfan og stóra hlassið Við víkjum nú talinu stuttlega að þeim átökum sem áttu sér stað innan ritstjórnar og útgáfustjórnar Læknablaðsins haustið 2005 og urðu til þess að Vilhjálmur Rafns- son lét af störfum sem ritstjóri og við tók ný ritstjórn undir forystu Jóhannesar. „Ég tel ekki ástæðu til að rifja þetta mál upp nú svo mörgum árum seinna en þarna var tekist á um birtingu aðsends bréfs í blaðinu og ábyrgð og aðkomu ritstjóra og ritstjórnar að því atviki. Málið var svo sannarlega þrautreifað á þeim tíma, innan læknasamtaka og utan. Lyktirnar urðu að ritstjórnin sagði af sér og ritstjórinn lét af störfum. Áður en til þess kom höfðu verið gerðar umtalsverðar tilraunir til að ljúka málinu á annan hátt en það tókst ekki. Ég var í ritstjórninni sem sagði af sér og gerði ekki ráð fyrir því að koma nálægt Lækna- blaðinu aftur. Það fór þó þannig að útgáfu- stjórnin hafði samband fáum vikum síðar og fór þess á leit við mig að ég tæki að mér ritstjórn Læknablaðsins. Ég féllst á það og í kjölfarið var skipuð ný ritstjórn sem tók til starfa í árslok 2005. Þetta tiltekna mál var aldrei til umræðu á vettvangi nýrrar ritstjórnar enda henni óviðkomandi. Þetta atvik var í mínum huga býsna lítilfjör- legt í upphafi en vatt verulega upp á sig og olli ýmsum sem í hlut áttu talsverðum sárindum. Þarna velti lítil þúfa hlassi sem stækkaði hratt og menn geta síðar meir tekið sér hlutverk þúfu eða hlass, allt eftir því sem þeir telja að fari sér betur.“ Tvíþætt hlutverk Okkur hefur orðið tíðrætt um hið fræði- lega hlutverk Læknablaðsins en því má ekki gleyma að blaðið er einnig félagsblað, þar eru birt viðtöl við lækna, greinar um kjara- og félagsmál og annað er brennur á læknastéttinni. Jóhannes segir að þetta skapi blaðinu nokkra sérstöðu en hvort- tveggja gegni mikilvægu hlutverki. „Þessi efnissamsetning veldur ekki tog- streitu í ritstjórn blaðsins og með þessu endurspeglar blaðið mjög vel það um- hverfi sem íslenskir læknar lifa og hrærast í. Mér finnst hins vegar athyglisvert að skoða þróun norrænu læknablaðanna hvað þetta varðar. Danska og sænska læknablaðið hafa um nokkurra ára skeið fylgt þeirri stefnu að aðalritstjórinn kemur úr fjölmiðlageiranum, áherslan er á frétta- flutning úr heimi læknisfræðinnar, kjara- mál og fagleg málefni. Fræðilegi hlutinn í þessum blöðum gegnir minna hlutverki en áður. Þetta á sérstaklega við um Läkar- tidningen, sem fram undir lok 20. aldar var eitt virtasta fræðitímarit læknisfræðinnar. Bæði eru þau með nokkuð stórar ritstjór- nir blaðamanna og öfluga útgáfu, koma út vikulega eða því sem næst. Ritstjóri norska læknablaðsins er læknir, og þar er áherslan fræðilegri en hjá Svíum og Dön- um, líkari okkar áherslum. Mér hugnast nálgun Norðmanna og tók nokkurt mið af því í ritstjórnartíð minni. Ég held að það sé í rauninni mjög góð sátt um hvernig efnis- þáttum Læknablaðsins er fléttað saman og hef ekki orðið var við að læknar vildu sjá róttækar breytingar á því. Sjálfum finnst mér blaðið í heild til fyrirmyndar, til þess vandað og íslensk tunga virt eins og vera ber,“ segir Jóhannes Björnsson í lok þessa spjalls okkar. Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.