Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2014, Síða 46

Læknablaðið - 01.10.2014, Síða 46
542 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Arna Guðmundsdóttir tók við for- mennsku í Læknafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í vor. Arna er fyrsta konan sem gegnir þessu virðulega emb- ætti og lætur sér fátt um finnast þó hún hafi rofið það karlavígi. Það hafi ekki verið markmið í sjálfu sér að koma konu í embættið en þó megi eflaust líta svo á að það endurspegli breytingar sem orðið hafa á kynjahlutföllum læknastéttarinn- ar á undanförnum árum. „Þetta gæti þó kallað á áherslubreytingar í starfi félagsins alveg á sama hátt og nýja lögreglustjóranum í Reykjavík munu fylgja breytingar. Ég hef reyndar ekki litið á Læknafélag Reykjavíkur eða Læknafélag Íslands sem sérstakt karlaveldi; ég var framkvæmdastjóri Fræðslustofnunar lækna í 8 ár og þar af var Birna Jóns- dóttir formaður LÍ í fjögur ár. Það var mér ákveðin hvatning að taka að mér þetta verkefni.“ Konum í læknastétt hefur fjölgað hratt á undanförnum árum og Arna rifjar upp að þegar hún hóf sitt sérnám í lyflækn- ingum á Landspítalanum 1992 voru afar fáar konur í þeirri sérgrein. „Þær voru reyndar ekki margar í neinni sérgrein, það var ein og ein á stangli í hverri sérgrein. Jóhanna Björnsdóttir var sérfræðingur í lyflækningum á Landspítalanum og hún tók afskaplega vel á móti okkur stelpunum sem hófum sérnám þetta haust. Ég minn- ist þess sérstaklega að hún hélt matarboð fyrir okkur til að fagna því að konur væru að sækja inn í lyflækningarnar. Á þessum tíma voru þónokkrar mjög öflugar kon- ur í sérnámi í lyflækningum erlendis og þeim fjölgaði hratt á næstu árum. En þetta var sannarlega annað umhverfi en nú blasir við ungum konum sem útskrifast úr læknadeildinni og eru þó ekki nema um 20 ár síðan.“ Barneignir þarf að skipuleggja vel Arna skrifaði snarpa grein í síðasta tölublað Læknablaðsins þar sem hún lýsti því starfsumhverfi sem blasir við ungum konum sem eru að hefja læknisferilinn sinn í dag. Þar kemur fram að barneignir þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara þar sem erfitt getur reynst að sameina þær læknanáminu og síðar sérnámi. „Ef þú ákveður að bíða þar til þú snýrð heim úr námi verðurðu sennilega orðin eldri en 35 ára og þeim aldri fylgir minni frjósemi og áhættusamari meðganga ef þér tekst þá yfirhöfuð að verða þunguð. Þegar börnin eru orðin eldri er ólíklegt að þú komst úr vinnunni á atburði í skólanum þeirra, þú getur ekki skroppið af skurðstofunni eða af deildinni en ef þú veist hvað stendur til með góðum fyrirvara nærðu kannski að skipuleggja þetta allt vel,“ segir Arna í grein sinni. Arna hélt utan til sérnáms í Banda- ríkjunum ásamt eiginmanni og tveggja ára gömlu barni. „Það var algjörlega fáheyrt að kona í sérnámi í lyflækningum ætti barn þar sem ég lærði. Strákarnir voru hins vegar að eignast börn eða öllu heldur eiginkonur þeirra sem voru heima og sinntu börnum og heimilisstörfum meðan þeir einbeittu sér að sérnáminu. Ég gat ekki hugsað mér að eiga annað barn með- an ég var í náminu þar sem fæðingaror- lofið var aðeins þrjár vikur sem í rauninni sagði allt um afstöðu umhverfisins til barneigna. Við áttum því ekki fleiri börn fyrr en við komum aftur heim til Íslands að loknu sérnáminu og þá var ég orðin 35 ára og yngsta barnið átti ég 39 ára gömul. Ég er því enn að reyna að samræma vinnu og barnauppeldi sem klárlega gæti ekki gengið nema vegna þess að maðurinn minn hefur haft meira svigrúm í sínu starfi heldur en ég. Ömmurnar og afarnir hafa einnig hlaupið undir bagga.“ Áherslubreytingar í stéttinni Arna segir áherslubreytinguna til að mynda fólgna í þessu. „Þetta verður auðvitað að breytast enda hafa konur mjög mismunandi aðstæður, sumar eru giftar læknum og þá eru góð ráð dýr þegar annað þarf óvænt að vera heima vegna veikinda barns. Það verður auð- vitað að gera ráð fyrir slíku í mönnun og kjarasamningum eins og eðlilegt þykir hjá öðrum stéttum. Og eftir því sem konum í læknastétt fjölgar verða svona atriði sett á oddinn í kröfugerð læknafélaganna. Þetta Öflugt félag en ólíkir hagsmunir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.