Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 51

Læknablaðið - 01.10.2014, Page 51
LÆKNAblaðið 2014/100 547 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R Ráðherrann tók við undirskriftunum og kvaðst vona að ekki þyrfti að koma til þessa. Hann sagðist ekki eiga beina aðild að kjarasamningum lækna, það væri á hendi fjármálaráðuneytisins en hann ítrekaði von sína að viðunandi samningar næðust milli lækna og samninganefndar ríkisins. Bæði Þorbjörn Jónsson og Sigurveig Pétursdóttir formaður samninganefndar LÍ sögðu að loknum aðalfundinum að ekk- ert benti til þess að samninganefnd ríkis- ins hefði fengið aukið umboð til samninga við lækna og stjórn Læknafélags Íslands því farin að velta fyrir sér mögulegum aðgerðum ef ekki næðust samningar. Fundarmenn hristu þó af sér áhyggj- urnar yfir veglegum kvöldverði að loknum fyrri degi aðalfundar og þar voru þau Margrét Guðnadóttir og Sigur- björn Sveinsson gerð að heiðursfélögum í Læknafélagi Íslands. Máþing um blandað rekstrarform Fjölsótt málþing undir yfirskriftinni Er blandað rekstrarform lausnin á lækna- skortinu var haldið fyrir hádegi á föstu- deginum. Þar höfðu framsögu Friðfinnur Hermannsson ráðgjafi og viðskiptafræðingur, Björn Zoëga bækl- unarlæknir og formaður stjórnar Sjúkra- trygginga Íslands, Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir á LSH og bæjarfulltrúi í Kópavogi og Þórarinn Ingólfsson heimilis- læknir og formaður Félags ísl. heimilis- lækna. Málþingsstjóri var Magdalena Ás- geirsdóttir lungnalæknir og stjórnarmaður í LÍ. Frumælendur tíndu til kosti og lesti þess að læknar störfuðu sjálfstætt og voru fleiri greinilega á þeirri skoðun að sjálf- stæður rekstur kæmi bæði læknum og sjúklingum til góða. Ólafur Þór var hvað andsnúnastur sjálfstæðum rekstri og sagði engar vísbendingar eða rannsóknir benda til þess að árangur væri betri eða kostn- aður minni þar sem læknisþjónusta væri einkarekin. Ýmislegt benti fremur til hins gagnstæða. Hann tiltók dæmi um slíkt frá Bandaríkjunum og ýmsum löndum Evr- ópu sem staðfestu þetta. Þórarinn Ingólfs- son kvað reynslu Dana og Norðmanna af einkavæðingu heilsugæslunnar mjög góða og sagði réttast fyrir okkur að leita fyrir- mynda þangað. Undir þetta sjónarmið tóku síðan fleiri í umræðum. Fram kom að með aukinni einkavæð- ingu heilbrigðisþjónustu ykist þörfin fyrir opinbert eftirlit með gæðum hennar sam- hliða því sem gera þyrfti kröfur um endur- og símenntun einyrkja í læknastéttinni. Nokkrar breytingar urðu á stjórn LÍ en hana skipa nú Þorbjörn Jónsson for- maður, Orri Þór Ormarsson varaformaður, Magnús Baldvinsson gjaldkeri, Magdalena Ásgeirsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Arna Guðmundsdóttir, Björn Gunnars- son, Hildur Svavarsdóttir og Þórarinn Ingólfsson. Fulltrúi FAL er Tinna Harper Arnardóttir. Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum, meðal annars um að félagið fordæmi stríðsátök og ófrið þar sem börn og saklausir borgarar líða, um skipulags- mál, kosningar og fyrirkomulag aðildar- félaga LÍ, um að skipa 5 manna nefnd sem gerir tillögur að því hvernig minnst verður 100 ára afmælis félagsins 2018, og stjórnin fékk leyfi aðalfundar til að sækja um og hefja undirbúning að því að halda aðalfund Alþjóðasamtaka lækna (WMA) hér haustið 2018. Samþykktar ályktanir fundarins eru á heima- síðu Læknafélagsins www.lis.is. Mikill þungi var í umræðum að loknum erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra sem Þorbjörn Jónsson formaður LÍ stýrði. Frummælendur á málþingi um blandað rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Frá hægri: Björn Zoëga, Ólafur Þór Gunnarsson, Þórarinn Ingólfsson, Friðfinnur Hermannson. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans stendur í pontu. Sigurbjörn Sveinsson og Margrét Guðnadóttir nýir heiðursfélagar í Læknafélagi Íslands. Mynd Dögg Pálsdóttir.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.