Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það var mikil gæfa að takast skyldi að bjarga Baldvini Þorsteinssyni EA. Að- stæður á strandstað voru með þeim hætti að það gat svo sannarlega brugðið til beggja vona, en fumlaus vinnubrögð allra þeirra sem að björg- un komu gerðu það að verkum að skipinu var giftusamlega bjargað. Fyr- ir það ber að þakka og um leið að óska öllum þeim sem að björguninni komu við afar erfiðar aðstæður til hamingju með vel unnið verk. Það kom berlega í ljós við björgun Baldvins Þorsteinssonar hversu gríðar- lega mikilvæg sú þjálfun er sem sjó- menn fá í Slysavarnaskóla sjómanna. Það er ekki svo lítils virði að sjómenn geti brugðist rétt við í slíkum sjávar- háska og hafi sitt algjörlega á hreinu. Slíkt getur einfaldlega skipt sköpum. Sjómenn á Baldvin unnu sitt verk af fagmennsku og gerðu allt rétt. Þessi atburður undirstrikar að það ber að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð í slysavarnamálum sjó- manna og í engu má þar slaka á. Björgun Baldvins Þorsteinssonar beinir líka sjónum að því hversu van- búin okkar varðskip eru til þess að takast á við þessar erfiðu aðstæður. Trúlega er frekar ósennilegt að stærra varðskipi hefði tekist að ná Baldvini af strandstað, en það liggur þó fyrir að núverandi varðskip Gæslunnar höfðu ekki möguleika á að draga hann úr fjörunni. Til þess skortir þau einfald- lega afl og getu. Það er löngu tíma- bært að fá nýtt varðskip í flota Land- helgisgæslunnar. Að sjálfsögðu kostar það umtalsverða fjármuni, en ætla má að þjóðin sé nokkuð samstíga um að þeim fjármunum væri vel varið. Varð- skip og öflug þyrla eru tvö af mikil- vægustu öryggistækjum sjófarenda á Íslandsmiðum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar frá 4. mars sl. hljóðar, en hann beindi eftirfarandi fyrirspurn til ráðherrans: „Hvenær er væntanlegt nýtt varðskip til landsins og hvað líður smíði þess?“ Samanlagður aldur íslensku varð- skipanna er 106 ár - Óðinn er 43 ára, Ægir 35 ára og Týr 28 ára. Í umræð- um á Alþingi nýverið benti Guð- mundur Hallvarðsson á að Landhelg- isgæslan þurfi að sinna eftirliti á 758 þúsund ferkílómetra haffleti og í sam- starfi við aðra hafi Gæslan skyldur varðandi björgunarmál á 1,8 milljón ferkílómetra svæði. Eins og Guð- mundur orðaði það á Alþingi er þetta umsvifamikið starf „og ekki vanþörf á að henni sé vel skipað í sess hvað áhrærir tæki og búnað.“ Í þessari sömu umræðu vísaði dómsmálaráð- herra til þess að fram hafi komið í stefnuræðu forsætisráðherra sl. haust að ráðist yrði í smíði nýs varðskips og einnig yrði hugað að endurskoðun á uppbyggingu á flugflota Gæslunnar. Giftusamleg björgun - við þurfum nýtt og öflugt varðskip Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Í lífsháska „Ég var eina vertíð á Sunnutindi, var um tíma á Kópi, síðar línubátnum Hrafns- eyri, Hrungni GK og netabátnum Eld- hamri. Síðan var ég um tíma á trillunni Antoni og þar komst ég sannarlega í lífsháska. Við vorum þrír á og lentum í miklu fisker- íi hjá Kirkjuhrauninu, fengum fjórtán tonn. Skyndilega gaf ein lúgan sig og sjór fór að streyma í lestina. Við vorum sem betur fer með aukalensidælu, en hún stíflaðist fljótlega. Þá voru góð ráð dýr. Við brugðum á það ráð að setja allt á fullt og keyra af krafti til hafnar. Þegar við vorum að koma inn í höfn- ina í Grindavík var rekkverkið komið á kaf að aftan. En sem betur fer komu björgunarsveitarmenn okkur til hjálp- ar og þetta fór því betur en á horfðist. En tæpara mátti það ekki standa og ég skal viðurkenna að við vorum rosalega hræddir. Við svona aðstæður sér maður hversu gríðarlega mikilvægt öflugt björgunarstarf er. Og það kom sér líka vel að hafa farið í gegnum námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna.“ (Karl Bjarni Guðmundsson - Idol-stjarna - í Fréttabréfi Lífeyrissjóðs sjómanna) Eigendalaus Íslandsmið „Íslandsmið eru eigendalaus. Lengst- um í Íslandssögunni var öllum frjálst að nýta réttinn til að veiða á Íslands- miðum. Sumir nýttu sér hann, aðrir ekki. Smám saman var farið að tak- marka sóknina í auðlindina til að vernda hana gegn of miklum ágangi. Leiddi það á endanum til stofnunar kvótakerfisins, sem byggði í grófum dráttum á því að þeir sem höfðu nýtt rétt sinn ættu þann rétt áfram umfram aðra, sem ekki höfðu nýtt hann. Fisk- urinn og sjórinn voru áfram eigenda- laus. Ekki eign útgerðarmanna, ekki ríkisins og ekki þjóðarinnar. Ekki er ágreiningur um að með sameign þjóðarinnar var áréttað að til- tekin réttindi yfir Íslandsmiðum væru tengd allri þjóðinni. Yfirlýsingin var aftur á móti ekki nauðsynleg frá lögfræðilegu sjónarmiði. Hún breytti ekki neinu um það sem áður gilti. En notkun hugtaksins sameign ruglaði fólk bara í ríminu og kynti undir sjón- armið um að verið væri að taka eitt- hvað frá fólki sem það ætti. Svona eins og húsin og bílana. Þannig var það að sjálfsögðu ekki. Sigurður Líndal, prófessor emeritus, hefur nefnt þennan rétt þjóðarinnar fullveldisrétt, sem er viðeigandi. Full- veldisréttur er ekki eignaréttur. En hann felur meðal annars í sér að það sé í valdi fullvalda þjóðar að setja reglur um nýtingu auðlinda sem enginn á. Fyrir hönd þjóðarinnar fara handhafar ríkisvalds með valdið. Það eru því lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem fyrir hönd þjóðarinnar geta sett reglur um nýtingu sameiginlegra auð- linda, eins og nytjastofnana á Íslands- miðum. Svona er okkar stjórnskipun.“ (Pistill á vefsetrinu www.200milur.is) U M M Æ L I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.