Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 38
38 B Á TA S M Í Ð I Í apríl verða sjósettir þrír bátar frá Knörr. Sá minnsti er 2,3 brt. af gerðinni Knörr 600. Kaupandi er Jónas Ragnarsson frá Súðavík. Um er að ræða þriðja bátinn sem Jónas kaupir frá Knörr á jafn- mörgum árum. Finnbogi Rafn telur þetta sýna vel hve kaupend- ur eru ánægðir með þá báta sem fyrirtækið framleiðir. Olgeir Hávarðsson frá Bolung- arvík er kaupandi að 2,7 brt. báti af gerðinni Knörr 650. Sá bátur er byggður á hinum þekkta Knörr 799. Finnbogi Rafn segir þennan bát hafa vakið mikla at- hygli og menn hafi trú á því að hann eigi eftir að slá í gegn. Guðmundur Eiríksson frá Höfn í Hornafirði kaupir 4,1 brt. bát af gerðinni Perla. Um er að ræða bát sem upphaflega var framleiddur af Bátasmiðju Guðgeirs á Akra- nesi. Gerðar hafa verið umtals- verðar breytingar á þessum bát- um, m.a. sett á þá perustefni sem byggt er á perustefninu sem Knarrarbátarnir eru þekktir fyrir og hefur reynst afar vel. Þegar hefur einum báti, Grími AK-1, verið breytt á þennan hátt. Stefán Jónsson, eigandi Gríms, er afar ánægður með breytinguna og segir bátinn allt annan og betri. Þá segir Finnbogi Rafn að fyr- irtækið eigi á lager plastklára báta af ýmsum stærðum og gerð- um. „Þar á meðal er 2,3 brt. bát- ur af gerðinni Knörr 600, 3,7 brt. Perlubátur og 4,1 brt. Knarrar- bátur. Þessir bátar eru langt komnir og bíða kaupenda.“ Fimmtán tonna bátur til Ólafsvíkur „Stærsta verkefnið sem er framundan er smíði á 14,99 brt. báti sem smíðaður verður fyrir Hjörleif Guðmundsson í Ólafs- vík. Við stefnum að því að sjó- setja þann bát um miðjan ágúst. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessum nýja báti og margar fyrirspurnir hafa borist. Ætlunin er að smíða tvo báta samhliða og verður hinn báturinn tilbúinn til afhendingar á svipuð- um tíma. Möguleiki verður á að hafa bátinn yfirbyggðan og með sjálfvirkri beitningarvél. Mikill áhugi hefur verið und- anfarið á ýmiskonar breytingum á bátum. Við höfum þurft að vísa allnokkrum slíkum verkefnum frá þar sem ekki hefur verið svigrúm til að sinna þeim sem stendur. Hins vegar hyggjumst við reyna að koma til móts við útgerðar- menn varðandi þessar fyrirspurnir á haustdögum,“ segir Finnbogi Rafn. Starfsmenn Bátastöðvarinnar Knarrar eru nú 13 talsins. Finn- bogi Rafn segir að eigendur og starfsmenn fyrirtækisins líti björtum augum á framtíðina, enda næg verkefni framundan. Bátastöðin Knörr á Akranesi: Þrír bátar sjósettir í apríl Bátastöðin Knörr á Akranesi var stofnuð árið 1974 af Jóhanni Ársæls- syni. Stöðin er rótgróin og ein af þekktustu bátasmiðjum landsins. Árið 2002 urðu eigendaskipti á fyrirtækinu. Í forsvari fyrir nýja eigendur eru Finnbogi Rafn Guðmundsson og Gunnar Leifur Stefánsson. Jafnframt hefur fyrirtækið aukið framboð sitt og býður nú upp á báta allt frá 2,3 brt. upp í 14,99 brt. Hyggst fyrirtækið sjósetja fyrsta 14,99 brt. bátinn um miðjan ágúst n.k. Keypt voru mót og bátar á byggingarstigi sem áður voru í eigu Bátasmiðju Guðgeirs á Akranesi. Glæsilegur bátur frá Knörr - Gunna ÍS-419. Nokkrir skrokkar Knarr- arbáta bíða þess að vera fullkláraðir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.