Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 25
25 S K I PA S K O Ð U N Matvælasvið Frumherja hf. hef- ur séð um skoðun hreinlætis og búnaðar í fiskiskipum í umboði Fiskistofu um árabil. Stefnt er að því að þessar skoðanir verða fram- vegis framkvæmdar af skipaskoð- unarmönnum um leið og búnað- arskoðun fer fram, fáist til þess leyfi Fiskistofu. Frumherji býður þjónustu sína um allt land og er fast verð fyrir hana, sama verð um allt land. Innifalið í veðinu er all- ur kostnaður vegna aðal- og milliskoðanna þ.m.t. ferða- og dvalarkostnaður skoðunarmanns. Skoðunarmenn um allt land Skoðunarmenn Frumherja hf. búa allir yfir mikilli reynslu og þekk- ingu á skipaskoðunum. Hver ein- stakur skoðunarmaður hefur rétt- indi til skoðunar á öllum verk- þáttum skipaskoðunar, sem þýðir að útgerðaraðili þarf einungis að fá einn skoðunarmann um borð til að framkvæma þær skoðanir sem Siglingastofnun Íslands og Fiskistofa gera kröfur um. Fái skipaskoðunarmenn ekki að fram- kvæma hreinlætisskoðanir í um- boði Fiskistofu munu skoðunar- menn Matvælasviðs Frumherja hf. annast þær skoðanir sem hing- að til. „Við munum leggja áherslu á hafa þjónustuna góða, enda erum við með skoðunar- menn um allt land. Það er að okkar mati mikilvægt að geta þjónustað menn heima í héraði, þjónustan verður þannig persónu- legri og betri og auðveldara að fá skoðunarmann með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ segir Stefán Hans Stephensen. Stefán segir að það verði að koma í ljós hvernig þeim skoðunarfyrir- tækjum reiðir af í samkeppninni sem þegar hafa hafið rekstur, en hann minnir á að hjá þessum fyr- irtækjum eru nú samtals 16 skoð- unarmenn, en hjá Siglingastofnun voru þeir 14. „Þetta er ekki stór kaka, veltan í þessu er kannski um sjötíu milljónir króna og því er ekki grundvöllur fyrir mörg fyrirtæki í þessari grein,“ segir Stefán. Mikið er um það að félög smábátaeigenda um land allt óski eftir tilboðum frá skoðunarstof- unum í þessa þjónustu. Í því sam- bandi er vert að benda á að nauð- synlegt er að öll tilboð séu gerð á sama grunni og innifeli sömu þjónustuþætti. „Við hjá Frum- herja höfum t.d. orðið var við það að sumir samkeppnisaðilar okkar eru að bjóða þjónustu s.s. hrein- lætisskoðanir í umboði Fiski- stofu, sem þeir hafa ekki réttindi til að inna af hendi. En þetta fer hins vegar ágætlega af stað, það er mikið að gera þessa dagana í skoðun smábátanna, dagabátarnir máttu til dæmis byrja um mán- aðamótin. Áður en bátarnir fara á sjó þarf að skoða þá og að skoðun lokinni fá bátarnir haffærnisskír- teini, sem gefin eru út hjá Sigl- ingarstofnun Íslands á Ísafirði“ segir Stefán. Jákvætt skref Stefán segir það hafa verið já- kvætt skref að færa þessa þjón- ustu til einkaaðila, en hann telur að ríkið hefði mátt kynna þessa breytingu betur áður en það sleppti hendinni af þessari þjón- ustu. „Það hefur satt best að segja komið mest í okkar hlut að kynna þessa þjónustu, sem út fyrir sig er allt í lagi vegna þess að við þekkj- um hana mjög vel. En ég tel engu að síður að ríkið hefði mátt standa betur að kynningu á þessu,“ segir Stefán Hans Steph- ensen. „Það er að okkar mati mikil- vægt að geta þjónustað menn heima í héraði, þjónustan verður þannig persónulegri og betri og auðveldara að fá skoð- unarmann með skömmum fyrir- vara ef eitthvað kemur upp á,“ segir Stefán Hans Stephensen. Leggjum áherslu á þjónustuna - segir Stefán Hans Stephensen, tæknistjóri hjá Frumherja hf. Frumherji hf. er eitt þeirra fyrirtækja sem hef- ur fengið starfsleyfi til reksturs skoðunarstofu skipa. Starfsmenn skipaskoðunarsviðs Frum- herja þekkja vel til skoðunar skipa, enda hafa þeir starfað hjá Siglingastofnun í mörg ár. Þetta eru Stefán Hans Stephensen, tæknistjóri, og skoðunarmennirnir eru Axel Axelsson í Reykjavík, Guðmundur G. Guðmundsson í Grundarfirði, Þorsteinn Þorsteinsson á Akur- eyri og Högni Skaftason á Fáskrúðsfirði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.