Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 5
jaga vatnshitablásarar í úrvali smáir sem stórir • 5 - 50 kW með jaga-AVS loftdreifikerfi ® Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.isGæði • Reynsla • Þjónusta J A G A A 4 ORKUSPAR-verkefnið Árið 2002 notuðu Íslendingar tæplega 860 þús. tonn af olíu. Þar af notuðu fiskiskip um 250 þús tonn. Í ítarlegri grein þriggja vísindamanna, sem eru Eva Yngvadóttir, efnaverkfræð- ingur á Rf, Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur á Rf og Baldur Jónasson, dósent/sviðstjóri véla- og iðnaðartæknisviðs Tækniháskóla Íslands, gera þau ít- arlega grein fyrir verkefninu ORKUSPAR - samstarfsverkefni nokkurra innlendra og erlendra aðila sem hafði það meginmarkmið að þróa hugbúnað eða hermi, sem nýta mætti sem hjálpartæki til að draga úr orkunotkun skipa og fiskvinnslu. Breytingar á skipaskoðun Þann 1. mars sl. fluttist skipaskoðun frá Siglingastofnun til einkarekinna skoðunararstofa. Siglingastofnun hefur til þessa annast skoðanir á óflokkuð- um fiskiskipum að 400 brúttótonnum, olíuflutningaskipum allt að 150 brúttótonnum og farþegaskipum að 24 metra lengd, sem voru smíðuð fyrir 1. júlí 2001. Þessi skoðun hefur sem sagt færst til einkarekinna skoðunar- stofa, en eftir sem áður mun Siglingastofnun sinna skoðunum á óflokkuðum skipum, sem eru utan framangreindra skilgreininga. Ægir fjallar um þessar breytingar á skipaskoðun og ræðir við forráðamenn allra fjögurra skoðunarstofanna sem hafa hafið starfsemi. Nýjung fyrir línuveiðar minni báta Fyrirtækið Elcon hf. hefur sett á markað nýjan búnað við línuveiðar fyrir minni báta sem nefnist „Line Control“. Um er að ræða stjórnbúnað sem stjórnar hraða og átaki á línuspil- inu. Breytileg hraðastilling býður upp á að auka eða minnka hraðann á línudrættinum, t.d. er auðvelt að stilla inn hversu mörg bjóð á að draga á klukkustund. Vinnum náið með kaupendum „Ýmsir sem reynt hafa fyrir sér í fiskútflutningi hafa verið í viðskiptum við marga aðila á hverju markaðssvæði. Fyrir vikið geta menn fljótt komist í samkeppni við sjálfa sig. Okkar nálgun hefur því verið sú að skilgreina Nýfisk sem þjónustufyrirtæki gagnvart viðskiptavin- um erlendis sem valdir eru af kostgæfni og við vinnum náið með kaupendum til lengri tíma. Framleiðsla okkar stjórnast af óskum þeirra,“ segir Birgir Kristinsson framkvæmda- stjóri Nýfisks í Sandgerði. Birgir og Gunnar Bragi Guðmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nýfisks, eru í Ægisviðtali. Ægir fékk Óskarinn! Siglfirðingurinn Ægir Björnsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð í áratugi, hefur verið að gera það gott að undanförnu. Hann er uppfinningamaður og hefur þróað Europa filter olíu- hreinsikerfið fyrir smurolíur og glussa. Fyrir þessa uppfinningu fékk Ægir fyrstu verðlaun á risastórri vörusýningu í Gautaborg, sem var haldin dagana 9. til 12. mars sl. og skákaði þar mörgum stórfyrirtækjum. Ægir spjallar við nafna sinn um verðlaunin og þýðingu þeirra. Mikið að gera í bátasmíðinni Eftir mörg mögur ár er sannarlega komið mikið líf í smíði plastbáta hér á landi. Ægir ræddi við forsvarsmenn nokkurra þeirra fyrirtækja sem smíða smábáta og alls staðar var sömu sögu að segja - meira en nóg að gera. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2004 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207 Forsíðumyndina tók Sverrir Jónsson í Reykjavíkurhöfn. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 11 22 20 18 32 Frystigeymsla 1,5% Lyftarar 0,6% Hitun 2,7% Annað (3%) 2,9% Vélbúnaður 5,3% Lýsing 3,2% Loftræ 1, Ísfram 3, Frostgeymsla 10,9% Frysting 68,0% a bolfisks tkun ORKUSPAR The Energy Effi 38

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.