Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 33
33 T Æ K N I mikilvæga fyrirbyggjandi aðgerð að ræða og sparar verulega fjár- muni. Hér á landi hefur þetta kerfi smám saman verið að ryðja sér til rúms, yfir 40 bátar og skip hafa Europa filter kerfi til hreinsunar á glussaolíu og spennaolíu. Mergi ehf. er umboðsaðili fyrir Europa filter hér á landi. Örlítið vatnsinnihald í olíunni getur haft alvarlegar afleiðingar Ægir segir augljóst að því hreinna sem smurningsefnið er, því betra. „Jafnvel örlítið vatns- innihald eins og 0,01% er nægj- anlegt til að lækka líftíma legu um helming. Þetta þýðir að það borgar sig að hafa smurninguna ávallt eins lausa við vatn og óhreinindi eins og mögulegt er. Hvað gerum við til að koma í veg fyrir rakann í dag? Jú, við síum olíuna eða skiljum hana í olíu- skilju þ.e.a.s. við notum sömu að- ferðir og hafa verið notaðar síðast- liðin 50 til 60 ár. Það sem við verðum að gera er að hreinsa olí- una til að koma í veg fyrir vand- ræðin. Og ef olían á að hreinsast vel verður hún að vera það mikil að allar agnir niður í 0,1 mikrometer náist burt ásamt öllu vatni hvort sem það er uppleyst eða laust. Við viljum vernda viðkvæm- ustu hluti vélarinnar og koma í veg fyrir oxideringu (sýrumynd- un) í olíunni. Ef við gerum það ekki verðum við að stytta tímann milli olíuskipta. Vissir hlutir vél- arinnar hafa rýmd milli slitflata 0,5-1,0 mikrometra. „Oxidation“ agnir eru 0,3 - 4,3 mikrometrar. Ef við höfum hundruð milljóna agna og vatn á ferðinni myndast núningsmótstaða og þar með „ox- idering“ sem smátt og smátt ruglar jafnvæginu í smureigin- leikum olíunnar. Þannig minnka smureiginleikarnir og við verðum að skipta um olíu,“ segir Ægir. Statoil mælir með kerfinu „Það er einfaldlega þannig að olía er fyrir vélar það sama og blóð í manninum. Ef olían bilar, eru vélarnar fljótar að gefa eftir. Við erum búnir að færa sönnur á að Europa-filterinn lengir endingar- tíma véla verulega og þetta hafa margir af okkar viðskiptavinum staðfest. Ég get sérstaklega nefnt að stórfyrirtækið Statoil hefur notað þetta kerfi með mjög góð- um árangri og þeir hafa gefið mér leyfi til þess að vitna til góðrar reynslu þeirra af kerfinu í minni markaðssetningu. Það er mér að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að geta sagt að fyrirtæki eins og Statoil mæli eindregið með notk- un á þessu kerfi. Það er ekki lítils virði í minni markaðsfærslu. Statoil-menn segja m.a. að það sé ekki til betra hreinsunarkerfi í heiminum fyrir smurolíur og glussa. Svona einkunn svo og þessi verðlaun gefur manni auð- vitað byr undir báða vængi,“ seg- ir Ægir. Stýrimaður að mennt Eins og áður segir hefur Ægir Björnsson búið í Svíþjóð undan- farin rösklega þrjátíu ár. Hann er stýrimaður að mennt, útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum árið 1967 og var um tíma stýrimaður á flutningaskipinu Haferninum. Eftir að hann flutti til Svíþjóðar árið 1969 starfaði hann að ýmsu, m.a. í þjónustufyrirtæki við olíu- hreinsunarstöð. Árið 1979 hóf hann að snúa sér að því sem hann er að fást við í dag og árið 1990 stofnaði hann Europafilter AB. Nú þegar eru starfsmenn á vegum fyrirtækisins í Svíþjóð og Noregi, auk sölumanna. Ársveltan er 13 milljónir sænskra króna, eða sem næst 130 milljónir króna. Full- víst má telja að þessi veltutala eigi eftir að hækka verulega á næstunni, í kjölfarið á áðurnefnd- um verðlaunum. Á annað hundrað kerfi hér á landi Gunnar Sæmundsson hjá Mergi ehf. segir að Europa filter kerfið hafi sannað sig hér á landi. Hann segir að nú þegar sé búið að selja á annað hundrað kerfi um borð í stærri og smærri skip hér á landi og sömuleiðis hefur kerfið sannað gildi sitt í fjölbreyttri atvinnu- starfsemi í landi. Europa filterinn hefur þá sérstöðu að taka til taka bæði til sín vatn og föst óhrein- indi í olíuinni, allt niður í agnastærðina 0,1 míkron. Hér á landi hafa verið seld á annað hundrað slík kerfi. Um verðlaunaveitinguna hefur verið fjallað í fjölmörgum sænskum blöðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.