Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 35

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 35
35 B Á TA S M Í Ð I Sömuleiðis er Bátagerðin Sam- tak með í smíðum 30 tonna ferju fyrir Færeyinga, af gerðinni 1340, en hún verður afhent eftir rúmt ár. Snorri Hauksson hjá Samtaki segir að fyrirtækið hafi ekki farið út í að markaðssetja þessar ferjur erlendis, en hann bætir við að væntanlega væri fyrir löngu búið að smíða slíka ferju fyrir Færey- inga ef reglur þar í landi hefðu ekki komið í veg fyrir það. Mikil spurn eftir Viking 1135 Samtak er einnig með í smíðum tvo Víking 1135 fiskibáta. „Þess- ir bátar hafa verið að seljast mjög vel. Það má segja að við séum eingöngu að smíða báta sem eru yfir fimmtán tonnum. Það eru þeir bátar sem hafa verið að selj- ast best. Í krókakerfinu var mönnum haldið innan við sex tonn, en með breytingu á lögun- um upp í fimmtán brúttótonn vildu margir stækka báta sína. Þessari eftirspurn höfum við verið að mæta. Menn hafa sem sagt ver- ið að endurnýja báta sína, útgerð- ir hafa sameinast og bátum fækk- að í tengslum við það o.s.frv. Við höfum fyrirliggjandi pantanir í báta fram á næsta ár, þannig að það er mjög líflegt í þessu um þessar mundir,“ segir Snorri. Fjórtán manns starfa hjá Sam- taki. Fyrirspurnir erlendis Snorri segir að töluvert sé um fyr- irspurnir erlendis frá. „Við erum hins vegar það mikið bókaðir hér heima að við höfum ekki getað sinnt erlenda markaðnum sem skyldi. En það er ljóst að við munum huga að því að sinna er- lenda markaðnum, því það er ljóst að innlendi markaðurinn mun einhvern tímann mettast og undir það þurfum við að búa okk- ur með því að styrkja stöðu okkar erlendis,“ segir Snorri Hauksson. www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Ábót, sigurnaglalína og allar gerðir af beitu Bátagerðin Samtak ehf. í Hafnarfirði: Smíðar ferju fyrir Sjóferðir Bátagerðin Samtak ehf. í Hafnarfirði er nú með í smíðum ferju fyrir Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði Um er að ræða tólf metra langan sérsmíðaðan bát fyrir farþegaflutninga, sem er byggður upp úr Víking 1135 bátnum. Þessi nýja ferja er 30 mílna hraðbátur með tveimur 450 hestafla Cummins vélum frá Véla- sölunni og tekur hún 35 farþega í sæti. Ferjan verður væntanlega afhent í maí nk. Nýjasta afurð Bátagerðarinnar Samtaks - Venni GK-167, smíðaður fyrir útgerðina Nónu ehf. í Grindavík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.