Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 36

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 36
36 V I N N U L Ö G G J Ö F Í fyrstu grein reglugerðarinnar er því lýst að tilgangur hennar sé að tryggja öryggi og heilbrigði skipverja á íslenskum fiskiskip- um. Fram kemur að lágmarksald- ur skipverja skuli vera 15 ár og þeir sem séu undir 18 ára aldri skuli lúta ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga. 48 stunda vinnuvika Vinnutími á fiskiskipum skal samkvæmt reglugerðinni ekki vera lengri en 48 stundir á viku. Mörk vinnu- og hvíldartíma skulu vera annaðhvort: Vinnutími sem ekki má vera lengri en 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili og 72 klst. á hverju 7 daga tímabili eða hvíldartími skal að lágmarki vera 10 klst. á hverju 24 klst. tímabili og 77 klst. á hverju 168 klst. tímabili. Hvíldartíma er heimilt að skipta í tvö tímabil og skal annað vara að lágmarki í 6 klst. Tímabilið milli tveggja hvíldartíma má ekki vera lengra en 14 klst. Fram kemur í reglugerðinni að skipstjóri geti krafist þess að skipverjar vinni þann fjölda vinnustunda, sem nauðsynlegur sé fyrir öryggi skipsins, allra um borð, búnaðar eða farms, eða til að koma til hjálpar öðrum skip- um eða mönnum í sjávarháska. Eiga kost á heilsufarsskoðun Þeir skipverjar sem vinna nætur- vinnu skulu eiga kost á heilsu- farsskoðun áður en þeir eru ráðnir til starfa, meðan þeir eru í starfi og þegar við á eftir að þeir eru hættir störfum, „enda séu starfs- skilyrði þeirra slík að heilsutjón geti hlotist af og ástæða til þess að ætla að á þann hátt megi koma í veg fyrir eða hefta atvinnusjúk- dóma og atvinnutengda sjúk- dóma. Útgerðarmaður greiðir kostnað af læknisskoðun. Skipverji sem vinnur nætur- vinnu og á við heilsufarsvandamál að stríða sem sannanlega verða rakin til vinnutíma skal þegar kostur er færður til í dagvinnu- störf sem henta honum.“ Nýlega tók gildi reglugerð um vinnu- og hvíldartíma skipverja á ís- lenskum fiskiskipum,en hún er sett í framhaldi af vinnutilskipun Evr- ópusambandsins. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að í raun sé verið að færa vinnulöggjöf Evrópusambandsins að ís- lenskum lögum og ekki sé um ræða breytingar á vinnu- og hvíldartíma hérlendra sjómanna frá því sem áður var. Vinnutilskipun ESB færð að íslenskum veruleika: Ný reglugerð um vinnu- og hvíldartíma sjómanna á fiskiskipum Formaður Sjómanna- sambandsins segir þessa nýju reglugerð engar breytingar hafa í för með sér varð- andi hvíldartíma sjó- manna á fiskiskipum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.