Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 37

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 37
37 S K I PA S K O Ð U N Sýni skoðunarstofa er ein af þeim fjórum fyrirtækjum sem hafa fengið starfsleyfi til reksturs faggiltrar skoðunarstofu á sviði skoðunar á skipum og bátum undir 400 brúttótonnum. Þrír starfsmenn starfa hjá Sýni á skipaskoðunar- sviði, Herbert Bjarna- son, skipatæknifræð- ingur, Einar J. Hilm- arsson, vélstjóri, og Óli Austfjörð, raf- virkjameistari. Eftir sem áður mun Sýni skoð- unarstofa ehf. annast skoðun á að- stöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfishafa, sem fyrirtækið hefur haft á sinni könnu allar göt- ur síðan 1998. Reynir Þrastarson, framkvæmdastjóri Sýni skoðunar- stofu, stýrir sjávarútvegsskoðun- inni. Sýni skoðunarstofa ehf. er til húsa að Hjallahrauni 4 í Hafnar- firði. Sýni er dótturfyrirtæki Að- alskoðunar hf. sem rekur bifreiða- skoðun víða um land og sinnir einnig markaðseftirliti með raf- föngum og hættulegum vörum. Mikil samkeppni „Þetta er allt komið á fullt. Við erum byrjaðir að skoða um allt land, m.a. í Reykjavík, Þorláks- höfn, Grímsey, Hrísey, á Snæfells- nesi og víðar,“ segir Reynir Þrast- arson. Reynir dregur ekki dul á að nú þegar sé mikil samkeppni þeirra fjögurra fyrirtækja sem starfa við skipaskoðunina. Hann hefur af því nokkrar áhyggjur að fyrirtæk- in bjóði niður verð fyrir skoðun- ina, sem aftur geti komið niður á gæðum hennar. Hann segir það hlutverk Siglingastofnunar að fylgjast með starfsemi skoðunar- stofanna og því mikilvægt fyrir stofnunina að samræmis sé gætt í skoðunum við innleiðingu þessa nýja skoðunarkerfis. „Þetta er allt komið í fullan gang og við erum að gera samn- inga við menn. Mér líst ágætlega á þær hugmyndir smábátafélag- anna að bjóða skoðunina út á ein- stökum svæðum. Þetta er þeirra leið til þess að ná hagstæðari kjörum fyrir skoðunina og það finnst mér ekki óeðlilegt. Mér sýnist að 500-1000 bátar séu inn- an vébanda smábátafélaganna, þannig að á milli 1000 til 1500 bátar eru þar fyrir utan,“ segir Reynir. Eins og áður segir eru þrír menn sem sinna skipaskoðun á vegum Sýnis skoðunarstofu. Einn þeirra, Óli Austfjörð, er á Akur- eyri og mun sinna skipaskoðun þar og í nágrannabyggðum. Þá segir Reynir vel koma til greina að staðsetja skoðunarmann á Snæ- fellsnesi, en það fari þó eftir nið- urstöðum útboðs smábátamanna. „Þetta er allt komið á fullt“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.