Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 23
23 samlegt alveg síðan 1996 og verið báðum fyrirtækjum til mikils ávinnings,“ segir Birgir Kristins- son. Hráefnið er næstum spriklandi „Ég hef tröllatrú á möguleikum fiskvinnslu á Suðurnesjum,“ segir Gunnar Bragi Guðmundsson sem fyrir tveimur árum réði sig sem aðstoðarframkvæmdastjóra Ný- fisks. „Gjöful og góð fiskimið eru hér skammt undan, þaðan sem við fáum landsins besta fisk. Holdmikinn og ormalausan. Hrá- efnis öflum við bæði með eigin línubáti sem við gerum út - Kristni Lárussyni GK 500 - og svo kaupum við hráefni á fisk- mörkuðum. Línuskipið er gert út sem dagróðrabátur og fer þrjár veiðiferðir í viku. Þannig tryggj- um við að hráefnið er næstum spriklandi þegar það kemur í hús. Á fiskmörkuðunum er fiskurinn keyptur, jafnvel óveiddur um há- degi. Komið er að landi síðdegis og aflinn kemur hingað inn í vinnsluhúsið hjá okkur að kvöldi eða eldsnemma að morgni.“ Vinnsla hjá Nýfiski hefst árla morguns og þá liggur fyrir í gróf- um dráttum hvað viðskiptavinir úti vilja fá. „Endanlegar pantanir eru að berast til okkar fram til kl. 14. Fiskurinn fer frá okkur um klukkan 16 upp á Keflavíkur- flugvöll, flugvélin fer utan um kvöldmatarleytið og varan fer í dreifingu um nóttina og er komin í verslanir þegar verslanir opna um morguninn. Krafan í nútíma viðskiptaháttum verður æ ríkari þannig að menn kaupa ekki vörur inn á lager og klárlega ekki fersk- an fisk. Verslunarstjórinn vill panta á hverjum degi og helst þegar útséð er hver sala dagsins hefur verið. Að vera í þessari ná- lægð við alþjóðlegan flugvöll tel ég vera einn helsta styrkleika sjávarútvegs á Suðurnesjum. Kostirnir eru margir fleiri, svo sem næg orka, góð stoðþjónusta, nálægð við höfuðborgarsvæðið og frábær höfn hér í Sandgerði,“ seg- ir Gunnar Bragi. Skapa sem mest verðmæti Þeir Birgir og Gunnar Bragi segja að þegar hugað er að aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi snúist baráttan ekki endilega um að „... hátæknivæða sig til að geta skrapað meira af hverju beini og fylla vinnslusalinn af flóknum og dýrum tækjum til að geta fram- leitt einhver ósköp af iðnaðarvöru með litla sem enga framlegð,“ eins og þeir komast að orði. Miklu þýðingarmeira sé að hafa skýrar áherslur í markaðsmálum og hvernig sé hægt að skapa sem mest verðmæti úr því góða hrá- efni sem við höfum til umráða. Í Sandgerði er einhver blómleg- asti fiskiðnaður á Íslandi - og ör- ugglega það byggðarlag sem skapar mest verðmæti úr hráefn- inu að öðrum stöðum ólöstuðum. Þannig vinna bæði Nýfiskur ehf. og Tros ehf. ásamt fleirum fersk- fiskútflytjendum dýrar afurðir sem sendar eru ferskar á markað með flugi, en í Sandgerði er einnig að finna „fullvinnslu“ á úr- gangi frá þessum fyrirtækjum. Úr honum eru unnar vörur til loð- dýraeldis ásamt háþróuðu nasli fyrir gæludýr hjá fyrirtækunum Skinnfiski ehf. og Ífex ehf. Keppt um karfann „Til að skýra þetta enn frekar er hægt að taka tölur frá árinu 2003 þar sem blandaður þorskur er að skila okkur 300 kr. á hráefniskíló í útflutningstekjur, á meðan frystitogararnir voru að skila 150 kr. á hráefniskíló í útflutnings- tekjur á fyrstu sex mánuðum þess sama árs. Þá á eftir að taka auka- afurðirnar með í dæmið sem eru lítið nýttar á togurunum,“ segir Gunnar. Nýfiskur var stofnaður árið 1996. Úr vinnsluhúsi Nýfisks í Sandgerði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.