Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 21
21 T Æ K N I sig að í ákveðnum tilfellum geti notkun á hliðarskrúfu við „andóf“ hjálpað verulega til að verjast því að slíta línuna þar sem botn er sérstaklega erfiður fyrir veiðarfæri eins og línu, þar sem mikið er um festur. „Við höfum dæmi um línu sem var dregin á 140-150 faðma dýpi á slæmum botni og festist hún ítrekað. Með því að „trimma“ bátnum til losnaði lín- an til án þess að slitna. Þetta sýndi okkur fram á hversu mikið hliðarskrúfa getur hjálpað,“ segir Árni og bætir við að það hafi komið mörgum nokkuð á óvart hversu miklu betur það fer með mannskapinn og veiðarfærin þeg- ar dregið er undan vindi og báru. Fiskurinn festist betur á önglinum Kristbjörg ST-6 er búin Line Control búnaðinum frá Elcon - en búnaðurinn er samansettur af stiglausum flæðilokum, vatns- heldum stjórnbúnaði á dekki frá Japan og aflestartæki og stillan- legum mögnurum fyrir flæðiloka frá Englandi. Báturinn er búinn „Betra andófi“ - sjálfstýringu fyrir hliðarskrúfu „Interface“ frá Navitron Ltd., hliðarskrúfu sem miðast við stærð bátsins frá Vet- us, stiglausum flæðiloka með ör- yggisventli og vansheldum stjórnbúnaði á dekki. Þá hefur báturinn Trax fiskveiðitölvu frá Elcon - Trax fiskveiðiforritið, línulögn, línudrátt með öngla- og fiskateljurum frá Elcon og iðn- tölvu - stjórnbúnaði frá Elcon. Guðmundur Ragnar Guð- mundsson, útgerðarmaður Krist- bjargar, segir reynsluna af þessum nýja búnaði frá Elcon afar góðan. „Ég get nefnt sem dæmi að við höfum verið að fá allt að tvö tonn af ýsu yfir daginn, en ég tel að það hefði verið útilokað áður en þessi búnaður til línuveiða kom til. Búnaðurinn gerir það að verk- um að fiskurinn helst betur á önglinum og þar með er minni hætta á að missa hann. Við getum því verið öruggari en áður um að ná stærri fiskinum og það er mik- ils virði. Í mínum huga er enginn vafi að þetta kerfi á eftir að vekja mikla athygli og margir eiga eftir að nota það. Þetta er mikið fram- faraspor,“ segir Guðmundur, sem gerir Kristbjörgu út á línuveiðar og leggur þorskinn upp hjá fisk- vinnslunni Drangi á Drangsnesi, þar sem hann er unninn í salt, en ýsuna og aðrar aukategundir eru seldar í gegnum Fiskmarkað Vestfjarða. Árni Marinósson (t.v.), framkvæmdastjóri Elcon, og Gunnlaugur M. Gunnarsson, tæknistjóri. Vökvastjórnbúnaður fyrir hliðarskrúfurnar og andófið. Hliðarskrúfan fyrir „andófið“. Stjórnbúnaði er komið haganlega fyrir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.