Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 11
11 O R K U N Ý T I N G Greinarhöfundar eru Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur á Rf, Sigurjón Arason, efnaverkfræðingur á Rf og Baldur Jónas- son, dósent/svið- stjóri véla- og iðnað- artæknisviðs Tækni- háskóla Íslands. Árið 2002 notuðu Íslendingar tæplega 860 þús. tonn af olíu samkvæmt Orkuspárnefnd (1), sem var 2,8% meiri notkun en árið þar á undan. Þar af notuðu fiskiskip um 250 þús tonn (sjá mynd 1 sem sýnir olíunotkun Ís- lendinga eftir atvinnugreinum árið 2002). Olíunotkun fiskiskipa er meðal annars háð stærð og samsetningu flotans, sóknarþunga og afla. Síð- an 1996 hefur fiskiskipafloti Ís- lendinga minnkað vegna þess að útgerðir hafa leitast við að hag- ræða í aflaheimildum og úthaldi. Einnig hefur fjárfesting í nýjum skipum og endurbætur á gömlum minnkað á þessu tímabili. Ítar- legar upplýsingar um eldsneytis- notkun á árabilinu 1986 til 2002 má finna á vefsetri Orkuspár- nefndar (www.orkuspa.is). Brennsla á jarðefnaeldsneyti leiðir til losunar á miklu magni af gróðurhúsalofttegundinni koldí- oxíð út í andrúmsloftið. Mynd 2 sýnir heildarlosun gróðurhúsa- lofttegunda eftir atvinnugreinum fyrir árið 2001 (2). Fiskiskip losa um 20% af heildargróðurhúsa- lofttegundum á Íslandi. Það er því ljóst að mikill umhverfislegur ávinningur er í því fólginn að finna leiðir til að draga úr olíu- notkun fiskiskipaflotans. Miklar breytingar á flotanum Miklar breytingar hafa verið á samsetningu og stærð flotans á síðustu árum. Fyrirtækin í sjávar- útveginum hafa verið að samein- ast og þannig hefur náðst meiri hagræðing í atvinnugreininni. Árið 2002 var þilskipaflotinn 187.500 brúttótonn að stærð og heildarafl aðalvéla þeirra rúmlega 466.000 kW. Flotinn stækkaði mikið á árunum 1970-1980, en þá fjölgaði skuttogurum. Heldur hefur flotinn minnkað á síðustu árum og er sú þróun til komin vegna þess að útgerðir hafa leitast við að hagræða í aflaheimildum og úthaldi. (http://www.fis- heries.is). Í íslenska fiskiskipaflot- anum voru árið 2002 um 1935 skip. Opnir fiskibátar voru 988, vélskip voru 871 og togarar 76. Af þessum 76 togurum voru 42 undir 1000 brúttótonnum að stærð og 34 voru yfir 1000 brúttótonnum. Árið 2000 lönduðu togarar um 45% af heildarverðmæti sjávarafl- ans, opnir smábátar lönduðu 5% aflans og önnur skip og bátar af ýmsum stærðum lönduðu helm- ingi aflans í krónum talið. Tog- araflotinn landar um helmingi botnfiskaflans og flatfiskaflans og tæpum helmingi rækjuaflans. (http://www.fisheries.is). Árið 2002 nam olíukostnaður um 12% af heildarútgjöldum við útgerð frystitogara og um 14% af rekstri ísfisktogara. Mynd 3 sýnir skiptingu gjalda vegna rekstrar frystitogara og ísfisktogara (3). Verkefnið ORKUSPAR Verkefnið ORKUSPAR var sam- starfsverkefni nokkurra innlendra og erlendra aðila sem hafði það meginmarkmið að þróa hugbúnað eða hermi, sem nýta mætti sem hjálpartæki til að draga úr orku- notkun skipa og fiskvinnslu. Verkefnið var styrkt af SAVE- áætlun Evrópusambandsins og lauk 2003. Þátttakendur í verk- efninu voru frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Þátttakendur frá Ís- landi voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Tækniháskóli Ís- lands, Orkustofnun, Grandi hf. og Skipatækni, en auk þeirra kom VER-skiparáðgjöf að verkefninu. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins stýrði verkefninu. Í verkefninu var þróaður hugbúnaður, ORKU- SPAR-Orkuhermir, til að bæta orkunýtingu og minnka um leið kostnað og draga jafnframt úr umhverfisáhrifum frá fiski- og flutningaskipum og bolfisk- vinnslu í landi. Hermirinn skipt- ist í þrjá hluta: USPAR - Orkuhermir fyrir fiskiskip. ORKUSPAR - Orkureiknir fyrir flutningaskip. ORKUSPAR - Orkureiknir fyrir bolfiskvinnslu. Hver hluti er sjálfstæður og gefur upp orkunotkun við mis- munandi aðgerðir og heildarorku- notkun og sýnir jafnframt hvern- ig best er að draga úr orkunotk- uninni. ORKUSPAR er sérstak- lega ætlaður stjórnendum fisk- Orkuspar-Orkuhermir Á undanförnum árum hafa umhverfismál orðið sífellt meira áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Á stórum ráðstefnum svo sem í Ríó 1992 og í Kyoto 1995 komu þjóðir heims sér saman um sameiginleg markmið í þessum málaflokki í framtíðinni. Eitt af markmiðum Kyoto ráðstefn- unnar var m.a að minnka útstreymi. Mynd 1. Olíunotkun Íslendinga eftir atvinnugreinum 1982-2002. (www.orkuspa.is). Eva Sigurjón Baldur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.