Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 26
26 T Æ K N I Í þessari nýju vél er hægt að vinna nánast hvaða fiskitegund sem er en fram að þessu hafa inn- mötunarvélar aðallega komið að notum við vinnslu á karfa og ufsa. Er unnt að keyra allt frá heilum flökum til minnstu fiskbita í gegnum nýju Valka RapidFeed vélina sem er bæði einföld og auðveld í notkun. Innmötunarstýringin í Valka RapidFeed byggist á tveimur dreifurum og snúningsvog á milli þeirra sem vigtar hráefnið ná- kvæmlega. Ferlið gengur þannig fyrir sig að hráefninu er sturtað sjálfvirkt úr kari á innmötunar- band og þaðan berst það inn í Valka RapidFeed vélina. Hún gangsetur innmötunarbandið þegar hráefni vantar í fyrri dreifarann sem dreifir vel úr hrá- efninu áður en það fer inn á snún- ingsvogina. Hún vigtar hæfilegan skammt í hvert skipti, yfirleitt 1- 2 kg og sleppir honum í síðari dreifarann sem dreifir enn frekar úr hráefninu áður en það fer inn á frystinn. Vélin tryggir að hráefn- isflæðið verði sem allra næst óska- gildinu, t.d. 1000 kg/klst, og að hráefnið, sem kemur úr voginni, dreifist þannig á færibandið inn í frystinn að auðvelt sé að laga það til fyrir lausfrystinguna. Jafnara hitastig - aukin afköst „Valka RapidFeed vélin gjör- breytir innmötun og dreifingu hráefnis í lausfrysta,“ segir Ísleif- ur Arnarson, verkstjóri hjá Granda hf. á Norðurgarði. „Lang- mesta breytingin eru stóraukin og stöðug afköst. Áður voru tveir starfsmenn að raða um 600 kg/klst. en nú ráða þeir vel við 1000 kg/klst. Í sumum tilfellum höfum við náð að fækka starfs- mönnum, sem eru að mata hrá- efni inn í frysti, úr fjórum niður í tvo, sem aftur þýðir 50% sparnað bara í launakostnaði í viðkomandi Helgi Hjálmarsson kynnir „Valka Rapid Feed“ vélina á sjávarútvegssýningunni í Brussel: Athyglisverð nýjung í lausfrystitækni Allt frá því að lausfrystitækni var innleidd í fiskvinnslu hefur ójafn- vægi í dreifingu hráefnis inn í frysti verið einn stærsti flöskuhálsinn í kerfinu. Fyrirtækið Valka ehf. hefur þróað nýja vél, Valka RapidFeed, til að leysa úr þessum vanda. Grandi hf. verið með þessar nýju vélar í prufukeyrslu og þar hafa þær reynst vel. Ísleifur Arnarson, verkstjóri hjá Ganda, segir vélarnar hafa gjörbreytt innmötun og dreifingu hrá- efnis í lausfrysta og sparað vinnuafl. Innmötunarstýringin í Valka Rapid Feed byggist á tveimur dreifurum og snúningsvog á milli þeirra sem vigtar hráefnið nákvæmlega.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.