Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 29
29 S K I PA S K O Ð U N „Ég er hlynntur þessum breytingum, en hins vegar tel ég að Siglinga- stofnun hefði mátt standa betur að þeim og um það hygg að skoðunarmenn séu al- mennt sammála. Ég tel ákveðna hnökra vera á framkvæmdinni,“ segir Hálfdan Henrysson, framkvæmdastjóri Skipaskoðunar Íslands, en hann var áður deild- ar- og verkefnisstjóri hjá Siglingastofnun. „Ég tel að fyrirkomulag skoð- unarinnar eigi eftir að ganga ágætlega hjá einkafyrirtækjum. Við þekkjum það að flokkunarfé- lögin hafa líka sinnt skoðunum skipa og það hefur gengið ágæt- lega fyrir sig. En svo geta menn auðvitað haft allskyns skoðanir á einkavæðingu,“ segir Hálfdan. „Við finnum það í samtölum okkar við sjómenn að þeim finnst að verðið fyrir skoðunina hafi hækkað og kenna okkur um, en þá gleyma menn því að gjaldið hækkaði hjá Siglingastofnun um síðustu áramót og var orðið tölu- vert hærra en við erum að bjóða þetta í dag. Skipaskoðunargjaldið lækkaði raunar um helming, en á móti kom að Siglingastofnun gerði eigendum skipa og báta að greiða allan kostnaðinn, ferða- kostnað og fleira. Þegar upp var staðið hækkaði gjaldskráin því verulega og gjaldið var nokkru hærra en fyrirtækin eru nú að innheimta fyrir skoðunina. Við teljum það því ekki rétt þegar sagt er að skoðunargjaldið hafi hækkað verulega þegar einkafyr- irtæki tóku þessa þjónustu yfir 1. mars sl. og ég tel að almennt megi segja að þessi gjöld séu al- mennt mjög sanngjörn,“ segir Hálfdan. Eigendur eru Hönnun og Gemini Eigendur Skipaskoðunar Íslands ehf. eru verkfræðistofan Hönnun hf. og ráðgjafarfyrirtækið Gemini sf. Hönnun hf. er ein stærsta verkfræðistofa landsins og annast fjölbreytt verkefni og hefur yfir að ráða fjölda sérfræðinga í hinum ýmsu faggreinum. Gemini sf. er ráðgjafarfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gæðamál- um og eftirlitskerfum með vél- búnaði í stóriðjufyrirtækjum. Auk Hálfdans starfar hjá Skipa- skoðun Íslands Steingrímur G. Sigurðsson, skipaskoðunarmaður í Vestmannaeyjum, en hann starf- aði áður hjá Siglingastofnun í Eyjum. Skrifstofa Skipaskoðunar Ís- lands ehf. er í aðalstöðvum Hönn- unar hf í Reykjavík, en Hönnun hf rekur starfsstöðvar á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðar- firði, Kirkjubæjarklaustri, Hvols- velli og Selfossi. Lynghálsi 4 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Einkavæðing var ágætt skref - segir Hálfdan Henrysson, framkvæmdastjóri Skipaskoðunar Íslands

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.