Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 13
13 O R K U N Ý T I N G og er 60 til 70% af heildarmót- spyrnu veiðarfærisins (sjá mynd 5). Mynd 6 sýnir síðan álag á að- alvél miðað við mismunandi at- hafnir og tíma. Notkun á ORKUSPAR - orku- hermi fyrir fiskiskip getur sparað meira en 10% í olíunotkun skipa á ári. Eins og fyrr segir notuðu ís- lensk fiskiskip um 250 þúsund tonn af olíu árið 2002, sem var um 29% af heildarolíunotkun Ís- lendinga það ár. Verð á flotaolíu er um 31,70 kr/kg án VSK. Ef hægt væri að spara um 10% af olíunotkuninni myndu sparast sem svarar um 790 milljónum króna á ári. Þar sem stærri skip s.s. frystitogarar nota olíutegund (marine diesel olíu) sem er 6-7% ódýrari yrði sparnaðurinn þar að- eins minni. Sparnaðurinn gæti því numið um 730 milljónum króna á ári. ORKUSPAR - Orkureiknir fyrir bolfiskvinnslu Tilgangur þessa verkhluta var að búa til reiknilíkan til að meta raf- orkunotkun og greina rafmagns- kostnað í frystihúsi. Þær breytur sem skipta miklu máli við gerð slíks líkans eru m.a. upplýsingar um stærð húsnæðis, tegundir og fjölda véla við flökun, roðflett- ingu og hausun, fjöldi vinnslu- lína, val á frystum, frystigeymsl- ur, frostgeymslur, aflasamsetn- ingu og stærðardreifingu fiska. Þegar breytilegur kostnaður við flakavinnslu og frystingu er skoð- aður að frádregnum kostnaði vegna launa og hráefnis kemur í ljós að rafmagnskostnaður er rúmlega 8%, sjá mynd 7 (3). ORKUSPAR - orkureiknir fyr- ir bolfiskvinnslu er þannig upp- byggður að hver og einn notandi getur slegið inn upplýsingar um sitt fyrirtæki t.d. inn í skjal sem heitir „Almennar upplýsingar“ og þar er að finna reiti til þess að slá inn upplýsingar um það magn af fiski sem unnið er hvern dag og er því skipt upp í bolfisk annars vegar og karfa hins vegar. Einnig þarf að ákvarða nýtingu aflans þar sem nýtingin hefur áhrif á það magn sem þarf að frysta. Vinnu- stundirnar eru svo reiknaðar út frá þeim tíma sem tekur að flaka allan fiskinn. Þannig er fyllt inn í öll skjölin sem eru í reikninum og eftir að allar stærðir eru komn- ar inn reiknar hann hvað raforku- notkun er í hverjum vinnslulið. Yfirlitið getur birst á töflufromi eða á myndrænu formi eins og sést á myndum 8 og 9. Mynd 5. Togmótstaða. 54,7% 0,0% 14,3% 11,8%3,3% 15,9% Net Togbúnaður Toghlerar Poki Sendikaplar Mótstaða skips Heildarmótstaða við tog. 65,0% 0,0% 17,0% 14,1% 3,9% Net Togbúnaður Toghlerar Poki Sendikaplar Mótstaða við veiðarfæra. 73,5 Sigling á miðin 0,0 1,0 Fiskileit 0,0 91,0 Köst 0,4 79,1 Tog 20,4 57,6 Hífing 0,5 49,4 Meðhöndlun veiðarfæra um borð 3,1 70,7Sigling milli veiðisvæða 1,0 31,2 Tapaður tími á miðum 0,5 70,3 Sigling í land 0,0 1,1 Skip í höfn 4,0 73,9 Heildarveiðiför 32,0 Álag aðalvélar (%) 80 90 0 10 20 30 40 50 60 70 100Heildaraðgerðartími (dagar) Mynd 6. Álag á aðalvél og skipting tíma við mismunandi athafnir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.