Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 20
20 T Æ K N I Breytileg hraðastilling býður upp á að auka eða minnka hrað- ann á línudrættinum, t.d. er auð- velt að stilla inn hversu mörg bjóð á að draga á klukkustund. Stjórnbúnaður fyir átak og hraða er allur við hliðina á línuspilinu. Árni Marinósson hjá Elcon hf. segir að með þessum nýja búnaði vinni línuspilið á allt annan hátt og allur línudráttur verði mýkri og betri. „Markmiðið er að geta dregið línuna inn þannig að sem fæstir fiskar slitni af. Þetta á til dæmis við um ýsuna og aðrar teg- undir, sem taka mjög tæpt og jafnvel slitna af við minnsta rikk, þegar veður tekur að versna,“ seg- ir Árni. Góð reynsla af Trax-línukerfinu Fyrir tveimur árum setti Elcon á markaðinn tölvuplotter með sérbúnaði fyrir línuveiðar, sem gefur þann möguleika að skrá öngla, telja fiska og sýna í mynd- rænu formi á skjá hvernig fiskur- inn kemur á línuna. Nýjung í kerfinu er straumkort sem unnt er að nota til að sjá hvernig línan kastast til í því sjávarfalli þegar hún er lögð. Inn í þennan búnað er hægt að fá 2D og 3D svo og botnhörkugreiningarbúnað þar sem skráður er í lit mismunandi harður eða linur botn. Þessi búnaður hefur reynst mjög vel á línuskipum, en nú er búið að laga búnaðinn að minni bátunum þar sem 2-3 menn eru um borð. Búnaðinum er vel kom- ið fyrir og allur stjórnbúnaður er vatnsheldur og öruggur. Hugmyndin kviknaði í kjölfar heimsóknar vestur Árni Marinósson segir að hug- myndin að því að ákveðið var að útfæra þennan tölvubúnað fyrir minni bátana hafi kviknað snemma síðasta árs þegar hann var á ferð vestur á Hólmavík og Drangsnesi. „Bæði á Hólmavík og Drangsnesi ræddu menn mik- ið um hvort ekki væri hægt að koma með einhvern búnað sem stjórnaði línuspilinu þannig að það gæfi eftir á drættinum og allt væri miklu mýkra í vinnslu sem þýddi að fiskurinn slitnaði ekki eins af, eins og gerðist oft þegar mikill veltingur væri. Menn settu upp áhugaverð dæmi sem sýndu fram á um hversu stórt hags- munamál væri að ræða. Í fram- haldinu var farið að hanna búnað- inn og hann hefur nú verið reynd- ur um borð í Kristbjörgu ST-6 frá Drangsnesi með mjög góðum ár- angri. Veðurskilyrði í þessum prufutúr voru þannig að vind- styrkurinn var 13-14 metrar á sekúndu. Það var sérstaklega gleðilegt að við þessar aðstæður kom búnaðurinn mjög vel út,“ segir Árni. „Betra andóf“ Elcon hefur einnig hannað það sem kallað er „Betra andóf“, en um er að ræða byltingarkenndan búnað sem auðveldar mjög veið- arfæradrátt. Með hliðarskrúfu- búnaði, sem er samhæfður sjálf- stýringu, sjálfvirkt eða handvirkt út á dekk, er unnt að stjórna framenda skips hvort heldur er dregið á móti vindi, á hlið eða undan vindi. Stjórnbúnaðurinn miðar við að unnt sé að stjórna „andófinu“ sjálfvirkt eða hand- virkt á sem auðveldastan hátt úti á dekki, til að auðvelda þeim sem stjórnar drættinum, því það er hann sem þarf bæði fylgjast með línuspilinu og „andófinu“. Árni Marinósson segir það hafa sýnt Elcon ehf. hefur þróað nýjan búnað fyrir línuveiðar á minni bátum: Athyglisverð nýjung sem hefur reynst okkur vel - segir Guðmundur R. Guðmundsson, útgerðarmaður Kristbjargar á Drangsnesi Að undanförnu hefur Elcon hf. verið að prufu- keyra nýjan búnað við línuveiðar fyrir minni báta sem nefnist „Line Control“. Um er að ræða stjórnbúnað sem stjórnar hraða og átaki á línuspilinu. Unnt er að stilla inn það átak sem hentar óháð hraða og öfugt. Hinn nýi búnaður var reyndur um borð í nýjum báti Guðmund- ar R. Guðmundssonar, Kristjbörgu ST-6 á Drangsnesi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.