Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 39

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 39
39 B Á TA S M Í Ð I „Það hefur verið óvenju líflegt í bátasmíðinni að undanförnu og ekki annað séð en að það verði áfram. Þeir bátar sem við erum að smíða eru mjög öflugir og þeir geta komið í stað stærri og óhag- kvæmari báta og skipa. Menn vilja einfaldlega hagræða í rekstri sínum og þá eru þessir bátar mjög góður kostur,“ segir Sverrir. Ótæmandi möguleikar í plastinu En aftur að nýjum Happasæl KE, sem þessa dagana er verið að byrja að smíða. Um er að ræða bát af gerðinni Seigur 1500, en svo stóran bát hafa þeir Seiglumenn ekki smíðað til þessa. „Smíðin á þessum báti sýnir að möguleik- arnir í plastinu eru ótæmandi og menn eru smám saman að sjá að viðhaldið á þessum bátum er miklu minna en á stál- eða tré- bátunum. Ég hygg að þessi nýi Happasæll verði stærsti fiskibát- urinn til þessa sem er smíðaður úr plasti með vakúm-tækni. Happa- sæll verður tveggja véla, 1320 hestöfl. Ég hugsa að það sé líka einstakt að fimmtán metra langur fiskibátur sé með svo öfluga vél. Við göngum út frá því að allir bátarnir hjá okkur gangi þrjátíu mílur. Þess vegna þurfum við svo öfluga vél í þennan 1500 bát,“ segir Sverrir, en Happasæll verður gerður út á net. Útgerðarmenn gefa plastbát- unum gaum Þeir Seiglumenn hafa hannað alla sína báta. „Þessi nýi 1500 bátur er nákvæmlega sama hönnun og við höfum verið að útfæra, hún er bara stækkun á þeim minni bát- um sem við höfum smíðað,“ segir Sverrir. Happasæll mun taka 20 660 lítra ker. Báturinn verður með 10 metra langan fellikjöl sem hefur verið að koma mjög vel út. Sverrir telur að fleiri muni gefa því gaum að færa sig úr stærri stálskipum yfir í slíka báta. Auð- veldlega megi taka fleiri hundruð tonn af fiski á slíkum báti, með mun minni rekstrarkostnaði - minna viðhaldi og minni elds- neytiseyðslu. „Hér er ekki um að ræða slipptöku með tilheyrandi kostnaði. Þennan bát þarf að botnmála einu sinni á ári, en lítið annað.“ Ljóst er að mikið rými þarf fyr- ir smíði Happasæls, en Sverrir segir að það komi ekki í veg fyrir að smærri bátar verði smíðaðir jafnhliða. Seigla hafi tryggt sér 400 fermetra aðliggjandi viðbót- arrými á meðan verið er að smíða Happasæl. Margra mánaða jól Sverrir segir það vissulega rétt að oft hafi ekki blásið byrlega í smá- bátasmíðinni á Íslandi. Nú sé hins vegar allt annað og betra uppi á teningnum. Stundum er það orðað svo að ekki séu alltaf jólin, en Sverrir hefur hins vegar orð á því að nú séu jólin og ekki sé annað sýnt en að þau muni í það minnsta standa án uppihalds fram á mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að ljúka við smíðina á Happasæl fyrir næsta fiskveiði- ár, sem hefst 1. september, en síð- an taka önnur verkefni við. „Það er nóg að gera - við getum ekki kvartað. Núna erum við að smíða einn 1080 bát fyrir Guðbjörn Magnússon, en þetta er þriðji báturinn sem hann kaupir af okkur. Einnig erum við að smíða annan 1080 bát fyrir útgerðarmann í Færeyjum. Þessir bátar eru rétt um 12 tonn að stærð. Þriðji báturinn sem við erum að smíða er af gerðinni 1160, sem er 15 tonn, en hann fer á Snæfellsnes. Fjórði báturinn er síðan nýr Happasæll KE, sem við erum að hefja smíði á. Þessi bátur er 32ja tonna plastbátur og kemur í stað 357 brúttótonna stálskips með sama nafni sem var smíðað árið 2001 í Kína,“ segir Sverrir Bergsson hjá Seiglu ehf. Seigla smíðar nýjan Happasæl KE Teikning af hinum nýja Happasæl KE, sem nú er verið að hefja smíði á. Um er að ræða stærsta bát sem Seigla hefur smíðað - af gerðinni Seigur 1500.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.