Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 15
15 Þ J Ó N U S TA Um síðustu áramót hófst rekstur nýs fyrirtækis að Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði sem nefnist Bátaland ehf. Fyrirtækið, sem er í eigu Óskars Guðmundssonar og Finns Jónssonar, selur allar algengustu rekstararvörur, tól og tæki, fyrir smærri fiskibáta og skemmtibáta. Einnig er Bátaland með umboð fyrir ítölsku utanborðsmótorana frá Selva Marina og sömuleiðis er hægt að fá varahluti í Volvo Penta vélar, í samstarfi við Brim- borg. „Allt fyrir báta, það er okkar kjörorð,“ segir Finnur Jónsson, annar eigenda Bátalands. „Við erum ekkert að hugsa um stærri skipin, okkar markaður eru eig- endur smærri báta og skemmti- báta,“ segir Finnur. Bátaland er til húsa í Kænunni, Skeljungsskálanum á hafnarsvæð- inu í Hafnarfirði. Áfram eru þar seldar olíuvörur frá Skeljungi og sömuleiðis matvörur. „Það má því segja að við höfum bætt við þess- um sjávarútvegstengdu vörum,“ segir Finnur og segir reynsluna á þessum fyrstu mánuðum hafa sýnt fram á að full þörf hafi verið fyrir þessa þjónustu í Hafnarfirði. „Ég tel líka engan vafa á því að tilkoma þessarar verslunar er af hinu góða fyrir neytendur, þar með er komin virk samkeppni á þessum markaði hér á höfuðborg- arsvæðinu, sem hlýtur að vera af hinu góða,“ segir Finnur. Bátaland ehf. - ný þjónusta í Hafnarfirði: „Leggjum áherslu á að hafa allt fyrir bátana“ Úr verslun Bátalands í Kænunni í Hafnarfirði. Mynd: Sverrir Jónsson. Kringlunni 6 - 103 Reykjavík - Sími 561 8401

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.