Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 24
24 F E R K F I S K Ú T F L U T N I N G U R Á árinu 2003 fóru í gegnum vinnsluna hjá Nýfiski nær 3.000 tonn af þorski. Unnin voru um 1.000 tonn af karfa og um 900 tonn af steinbít. Þetta eru tæp 5.000 tonn af fiski.. „Við viljum setja aukinn kraft í karfavinnsluna því hún skilar ágætri framlegð og miklir mögu- leikar eru að gera betur á þeim markaði. Við höfum þegar skapað nýja markaði fyrir karfann og höf- um margfaldað verðmæti hans í samvinnu með Pieters. Þar mæt- um við hins vegar aukinni sam- keppni frá stóru fiskvinnslufyrir- tækjunum um hráefnið, sem hafa sum hver æ meiri áhuga á að karf- anum, eiga miklar aflaheimildir í honum og eru að bæta við sig. Þar mæta menn á fiskmarkaðinn gallvaskir og yfirbjóða alla, þó stærsti hluti veiðiheimildanna liggi hjá þessum sömu aðilum og húsin hjá þeim séu full af fiski. Þetta verða að teljast öðruvísi að- ferðir við markaðsöflun, en þó skiljanleg, séð í ljósi árangurs þeirra á mörkuðunum síðustu ár,“ segir Gunnar. Íslandsvika og óskastaða Nýfiskur hefur í framleiðslu sinni rétt um 100 mismunandi vöru- flokka og segja stjórnendur fyrir- tækisins þessa breidd gefa fyrir- tækinu sveigjanleika - og þar með sóknarfæri. Þau hafa verið nýtt til hins ýtrasta og má meðal annars nefna Íslandsviku í Hollandi í október síðastliðnum. Í tilefni hennar var gefið út blað í 2,4 milljónum eintaka sem fór inn á öll heimili í Hollandi, þar sem Ís- land og sjávarafurðir þaðan voru kynntar á fjórum til sex blaðsíð- um. Með afurðunum fylgdi upp- skriftabæklingur og lýsing á Ís- landi og ferskleika afurða héðan. Segir Birgir Kristinsson þetta átak hafa skilað góðum árangri og einboðið sé að haldið verði áfram á sömu braut í náinni framtíð. „Við erum býsna bjartsýnir á framtíðina í þessum rekstri. Ná- lægðin við mið og markaði gerir það að verkum að í Sandgerði erum við alveg í óskastöðu með þessa starfsemi,“ segja þeir Birgir og Gunnar Bragi. Nefna þeir þessu til staðfestu að velta fyrir- tæksins hefur aukist úr um það bil 150 milljónum 1994 í rúm- lega 1,3 milljarða í fyrra. Þá hafa öll umsvif og starfsmannafjöldi verið að vaxa. Um þessar mundir starfa hjá Nýfiski um 70 manns og er fyrirtækið nú einn stærsti atvinnurekandinn í Sandgerði; byggðarlagi þar sem sjávarútveg- ur og vinnsla hafa gengið í gegn- um miklar breytingar á undan- förnum árum. Það er hins vegar önnur saga, sem ekki verður tí- unduð frekar hér. • Stærðir 145, 185 og 235 ampertímar. • Lokaðar sellur - mega halla 900. • Eitt útöndurnarop - má tengja slöngu. • Fljótari að hlaðast upp en aðrar gerðir. • Meiri startkraftur en fyrr. • Vörubíla með mikilli rafmagnsnotkun. • Sumarbústaði o.fl. með sólarrafhlöðum. • Sendibíla með lyftu. • Neyslu og rúllur í bátum. • Hópferðabíla með sjónvörp. • Stærðir 140, 180 og 220 ampertímar. • Mjög hagstæð verð. • Mega fara á hliðina án þess að sýra leki af. • Fljótari að hlaðast upp en eldri gerðir. Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515 • www.skorri.is Nýjir rafgeymar frá TUDOR • Start bílvélar. • Start bátavélar. TUDOR fyrir framtíðina! TUDOR hefur hannað nýja línu start-rafgeyma sem hafa ýmsa kosti fram yfir eldri gerðir fyrir: TUDOR býður nú sérstaka djúp-afhleðslu rafgeyma sem henta betur en eldri gerðir fyrir: Starfsfólk Nýfisks við hús fyrirtækisins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.