Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 32
32 T Æ K N I Uppgötvun Ægis, sem hann hefur raunar verið að vinna að í rúma tvo áratugi, er stórmerkileg og til þess fallin að ná mikilli út- breiðslu um allan heim á næst- unnil. „Það er ljóst að þessi verð- laun eru gríðarlega mikilvæg fyr- ir mitt litla fyrirtæki. Til þessa hefur Europa filter kerfið verið fyrst og fremst nokkuð þekkt hér í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, en nú eru allir möguleikar á að markaðssetja tækið mun víðar. Þessi verðlaun koma okkur á kortið svo um munar,“ segir Ægir og það er greinilegt að hann er vart búinn að átta sig enn á að hafa hlotið verðlaunin. „Það má segja að þetta sé eins og að fá Óskarinn í þessum viðhalds- geira,“ segir Ægir. „Stora Produktivetpriset“ Umrædd sýning í Gautaborg er haldin annað hvert ár, en hún er klárlega stærsta sýning sinnar tegundar í Skandinavíu, þar sýna á bilinu 4-500 fyrirtæki það nýjasta varðandi vélar o.fl. í þeim efnum. „Það voru sautján hug- myndir tilnefndar til verðlaun- anna, sem kallast á sænsku „Stora Produktivetetspriset“ og úr þeim voru fimm valdar til frekari skoð- unar. Það kom mér afar skemmti- lega á óvart að hljóta verðlaunin. Þetta opnar ýmsar dyr fyrir mér og það er ljóst að verðlaunin hafa það í för með sér að við þurfum að setja aukinn kraft í að koma þessu á markað. Nú þegar hafa nokkrir stórir aðilar haft samband við mig og vilja koma að þessu með mér. Ég á eftir að fara yfir málin og meta næstu skref,“ segir Ægir. Öflugt tæki Fyrirtæki Ægis, sem framleiðir Europa filter olíuhreinsikerfið, heitir einfaldlega Europafilter AB. Fyrirtækið hefur einkarétt á Europa filternum í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Europa filterinn hefur þá sérstöðu að taka bæði til sín vatn og föst óhrein- indi í olíunni, allt niður í agna- stærðina 0,1 míkron. Þessi olíu- hreinsikerfi eru tengd sem fram- hjáhlaupskerfi og eru sívinnandi við að hreinsa olíu þeirra kerfa sem þau eru tengd við. Sían er fastsett í síuhús sem er úr ryðfríu stáli, olíunni er dælt inn í það með dælu sem er hluti af kerfinu. Til að fylgjast með ástandi síunnar er tengdur þrýsti- mælir við síuhúsið sem mælir þrýsting olíunnar inni í húsinu, jafnframt fylgir öllum kerfum frá Europa filter sjónglas/flæðismælir með hjóli þar sem hægt er að sjá rennslið. Olíumagnið sem á að hreinsa ræður stærð hreinsikerfisins. Mun lengri endingartími véla með notkun Europa filter kerfisins Með því að halda olíunni hreinni margfaldast endingartími hennar og þannig minnkar kostnaður vegna olíuskipta sem og slit á núningsflötum sem þýðir minni viðhaldskostnað. Það hefur margoft komið fram að 80-90% bilana má rekja til óhreininda í olíu og því er hér um gríðarlega Íslendingurinn Ægir Björnsson slær í gegn með uppgötvun sína: Europa filterinn fékk „Óskarinn“ í Gautaborg Það er alltaf ánægjulegt þegar Íslendingar gera það gott í útlöndum. Siglfirðingurinn og stýrimaðurinn Ægir Björnsson, sem hefur verið bú- settur í Smögen í Svíþjóð síðustu 34 ár, frá árinu 1969, hefur sannarlega slegið í gegn með uppgötvun sína, sem hann kallar Europa filter olíu- hreinsikerfið fyrir smurolíur og glussa. Hann gerði sér lítið fyrir og fékk fyrstu verðlaun á risastórri vörusýningu í Gautaborg, sem var haldin dagana 9. til 12. mars sl. og skákaði þar mörgum stórfyrirtækjum. Ægir Björnsson með verðlaunagripinn sem hann fékk til staðfest- ingar á „Stora Produkti- vetetspriset“ í Gauta- borg í mars. Verðlaunin segir Ægir að opni sér og uppgötvun sinni ótal nýjar leiðir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.