Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 14
14 O R K U N Ý T I N G Ýmsir möguleikar Til að geta notað reiknilíkanið þarf að velja samsetningu aflans og til að einfalda líkanið eru valin þrjú form á dreifingu aflans, þ.e. normaldreifð, jafntdreifð og allur fiskur af sömu stærð. Með þessum upplýsingum er hægt að reikna út þann tíma sem fer í að flaka aflann. Í reiknilíkaninu er að finna upplýsingar um hvernig orku- notkunin er reiknuð út fyrir ís- framleiðslu, frystingu, lýsingu o.fl. Þar getur notandi breytt for- sendum til að laga líkanið að sín- um aðstæðum. Við val á vélbún- aði í vinnsluna og frystiaðferðum þarf að setja inn í líkanið helstu vélategundir en grunnupplýsing- ar frá tækjaframleiðendum eru inni í líkaninu til að geta spáð fyrir um orkunotkun. ORKUSPAR - reiknilíkanið er því gott verkfæri til að átta sig á orkunotkunni í frystihúsi og hentar vel við greiningu á orku- notkun í hverju einstöku vinnslu- þrepi og til þess að hafa heildar- mynd á orkukostnaði við vinnslu- ferlið. Það getur einnig nýst við ákvörðunartöku við nýsmíði og einnig við að gera breytingar á vinnsluferlinu. Reiknilíkanið mun geta nýst við hönnun eða endurhönnun á vinnsludekki og frystilestum frystitogara þar sem að þessir þættir eru svipaðir og í landvinnslu. Lokaorð ORKUSPAR er notaður við kennslu í THÍ, HÍ og HA þar sem framtíðarstarfsmenn í sjávar- útvegi eru við nám. ORKUSPAR nýtist til að gera notendur með- vitaðri um orku-, umhverfis- og orkusparnaðarmál sem hægt er að segja að sé yfirmarkmið ORKU- SPAR. Hugbúnaðurinn er núna notað- ur við kennslu í Tækniháskóla Ís- lands. Nemendur safna upplýs- ingum yfir mismunandi búnað og veiðarfæri og setja inn í herminn og bera síðan saman niðurstöður mismunandi athugana. Með tím- anum má reikna með að þar verði aðgangur að gagnlegum upplýs- ingum. Hægt er nálgast forritið ókeyp- is á slóðinni http://www.rf.is/eng- lish/about/ Heimildir: Heimasíða Orkuspánefndar: www.orkuspa.is Heimasíða Umhversistofnunar: www.ust.is Heimasíða Hagstofu Íslands: www.hagstofan.is Heimasíða ORKUSPAR: www.rf.is/english/about/ Heimsíða Sjávarútvegsráðun: www.fisheries.is LÍÚ: www.liu.is Rafmagn 8,3% Olía 4,7% Tryggingar 3,3% Umbúðir 25,9% Flutningskostnaður 10,8% Viðhald 20,4% Önnur aðföng 26,7% k kMynd 7. Rekstrarkostnaður frystihúss að frádregnum launa- og hráefniskostnaði fyrir 2002. (Hagstofa Íslands 2002). Rafmagnsnotkun (kWh/dag) Hlutfall Vélbúnaður 241 kWh 5,35% Lýsing 144 kWh 3,19% Loftræsting 52 kWh 1,16% Ísframleiðsla 166 kWh 3,68% Frysting 3.070 kWh 68,05% Frostgeymsla 492 kWh 10,90% Frystigeymsla 70 kWh 1,54% Lyftarar 25 kWh 0,55% Hitun 120 kWh 2,66% Annað (3%) 131 kWh 2,91% Samtals 4.512 kWh 100,00% Orka á hvert kíló hráefnis kWh/kg 0,129 Orka á hvert kíló afurðar kWh/kg 0,270 Mynd 8. Töfluform af útprentun úr ORKUSPAR-orkureikni fyrir bolfiskvinnslu. Frystigeymsla 1,5% Lyftarar 0,6% Hitun 2,7% Annað (3%) 2,9% Vélbúnaður 5,3% Lýsing 3,2% Loftræsting 1,2% Ísframleiðsla 3,7% Frostgeymsla 10,9% Frysting 68,0% Landvinnsla bolfisks Rafmagnsnotkun ORKUSPAR The Energy Efficency Improvement Simulator Mynd 9. Myndrænt from af útprentun úr ORKUSPAR-orkureikni fyrir bolfiskvinnslu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.