Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 17
17 F E R K F I S K Ú T F L U T N I N G U R klukkustunda akstur frá bænum,“ segir Moore. „Þegar um er að ræða viðkvæmar vörur eins og fisk og önnur matvæli er slík ná- lægð við neytendur ómetanleg. Einnig gerir hún fyrirtækjum á svæðinu kleift að bjóða stórmörk- uðum og smásölum upp á „á síð- ustu stundu“ (just in time) þjón- ustu, sem er að verða æ mikil- vægari í dag sökum harðnandi samkeppni og krafna um fersk- leika.“ Hlutfallslega mest frá Íslandi Sem kunnugt er var Bretland stærsti útflutningsmarkaður fyrir íslenskan fisk árið 2003 og nam sala á fiski til manneldis 27,6 milljörðum króna. Af þeim 96.300 tonnum af ferskum fiski sem Bretar fluttu inn í fyrra var langmest keypt frá Íslandi, eða 25.000 tonn, sem var aukning um 7.500 tonn frá fyrra ári. Ætla má að meirihluti þessa fisks, heil- fiskur sem flök, hafi endað á vinnsluborðum í Grimsby og ná- grenni. „Staðreyndin er sú að fiskur í sjó er ómetanleg auðlind og það er sífellt betur og betur að koma í ljós,“ segir Moore ákveðinn. „Fiskurinn sem er unninn í Grimsby kemur aðallega frá Ís- landi og Færeyjum, ásamt Nor- egi, Danmörku, Hollandi, Spáni og jafnvel Nýja-Sjálandi. Hér má geta þess að flutningaleiðakerfi Samskipa í gegnum Immingham er okkur ómetanlegt. Fyrirtækið hefur staðið sig sérstaklega vel og þjónusta þess er til fyrirmyndar. Hlutverk Samskipa á svæðinu kemur til með að aukast enn frek- ar með tilkomu nýrrar siglinga- leiðar milli Immingham, Færeyja og Íslands,“ bætir hann við. „Framleiðsla á fiski í Grimsby gengur mest út á vinnslu og eftir- vinnslu sjávarafurða þ.e.a.s. að búa til hágæða afurðir úr ferskum og kældum fiski, aðallega hvít- fiski, í þeim tilgangi að auka virði hráefnisins. Í síauknum mæli líta neytendur víða í heim- inum á fisk og fiskafurðir sem fyrsta flokks heilsufæði og virðast tilbúnir að greiða hærra verð fyrir þessar vörur en tíðkast í matvæla- iðnaði almennt. Hér hafa vaxandi vinsældir heilsubætandi aukaaf- urða á borð við Omega-3 haft talsvert mikið að segja, auk þess sem fiskur er almennt talinn hrein og prótínrík fæða. Á móti kemur að neytendur eru jafnframt kröfuharðari en nokkurn tíma fyrr og krefjast fyrsta flokks gæða, hreinlætis í vinnslu og stöðugrar þróunar nýrra vara.“ Áhersla á aukna menntun og sérhæfingu starfmanna í mat- vælavinnslu „Til þess að uppfylla þessar kröfur þarf talsverða þekkingu,“ heldur hann áfram. „Með það í huga hef- ur svæðisstjórn Norðaustur- Lincolnskíris lagt talsverða áherslu á að auka menntun og sérhæfingu starfsmanna í mat- vælavinnslu. Rannsóknarstofur á borð við RF hafa lykilhlutverk í þessu sambandi og ég tel ástæðu til að efla tengsl hennar og skóla og vísindastofnana í Grimsby eins og Lincoln-háskólans, sem rekur rannsóknarstofnun í matvælaiðn- aði og sjávarútvegi á svæðinu,“ segir Moore. „Markaður fyrir fisk og spurn eftir fyrsta flokks sjávarafurðum virðist óþrjótandi og þess vegna segi ég að við viljum allan þann fisk sem við getum fengið frá Ís- landi,“ útskýrir Moore. „Um- skipti Grimsby úr fiskveiðibæ í fiskvinnslubæ er löngu lokið. Í fyrra jókst salan á fiski og öðrum sjávarafurðum hjá fyrirtækjum á svæðinu um 7%. Sem eitt lítið dæmi má nefna ást Breta á fiski og frönskum, sem er vel þekkt um allan heim. Í fyrra seldust 280 milljónir skammta af þessu ljúfmeti í Bretlandi og það er að- eins örsmár hluti af heildarmark- aðnum fyrir fisk,“ segir Andrew Moore, efnahagsþróunarstjóri svæðisstjórnar Norðaustur Lincolnskíris. Tveir úr sendinefndinni frá Grimsby - Andrew Moore og Geoff Lowis.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.