Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 27
27 T Æ K N I hráefni,“ segir Ísleifur. „Jafnt streymi inn á lausfrystinn tryggir einnig að frystingin er ávallt keyrð með hámarks afköstum. Það auðveldar líka stjórnun á frystingunni. Jafnt álag tryggir jafnt hitastig í frystinum og að framleiðslan sé hvorki fryst of mikið eða of lítið. Hráefnismeðhöndlun er einnig mjög góð og því er engu fórnað varðandi gæði með því að nota dreifarann. Þvert á móti hefur hann tryggt að hráefnið kemur heldur kaldara en áður inn í fryst- inn.“ Í desember sl. keypti Grandi nýjan 2500 kg/klst frysti og hafði Ísleifur áhyggjur af því við kaup- in að geta ekki raðað nægjanlega skilvirklega inn í hann til að nýt- ingin yrði sem best. En eftir að hafa prófað nýju Valka RapidFeed vélina fyrir annan minni frysti í Granda, sannfærðist hann um að tvær nýjar vélar myndu duga til að hámarka nýtinguna á nýja frystinum. Það hefur nú gengið eftir. Vel gengur að fullnýta fryst- inn og þarf færra starfsfólk til verksins en Ísleifur hafði þorað að vona. Ánægt starfsfólk „Áður tapaðist mikil tími vegna sveiflna í vinnslu,“ segir Ísleifur. „Stundum þurfti að stöðva fryst- inn vegna of mikillar hleðslu og ónógrar frystingar á hráefninu eða afköstin minnkuðu þegar hann var vannýttur. En eftir að Valka RapidFeed vélarnar komu til sög- unnar hefur verið hægt að ná fram hámarksnýtingu á bæði starfsfólki og frystinum, með sér- stakri afkastastillingu fyrir hverja fisktegund. Aðeins þarf að velja hvaða hráefni á að vinna úr lista í forritinu á vélinni til að tryggja að ávallt náist besti árangur í vinnslunni. Starfsfólkið er mjög ánægt með nýju innmötunina því starfið er nú miklu auðveldara en áður því nú fær það ávallt hæfilegt magn inn á innmötunarbandið til að jafna úr. Þá auðveldar það mjög allt eft- irlit og umsjón með frystingunni að Valka RapidFeed vélin er tengd við frystinn og innmötun- arböndin inn á hann - því er nægjanlegt að skipta um vinnslu- lykil á Valka RapidFeed vélinni því að allar stillingar varðandi lausfrystinn uppfærast þá sjálf- virkt. Þá er unnið að uppfærslu á vinnslueftirlitskerfinu hér í hús- inu og þá verður unnt að fylgjast með afköstunum og skipta um vinnslulykla frá verkstjóraskrif- stofunni. Nýting á mannskap og frysti er 100% og hráefnismeð- ferðin er afbrags góð. Er hægt að biðja um meira?“ spyr Ísleifur Arnarson, verkstjóri hjá Granda hf. Kynnt á sjávarútvegssýning- unni í Brussel Valka RapidFeed vélin er búin stýritölvu sem geymir upplýsing- ar um allar þær fisktegundir, bitastærðir og gerðir sem verið er að verka í vinnslunni. Tölvan er auðveld í notkun og er unnt að breyta öllum stillingum á mjög einfaldan hátt, þ.á.m. afköstum og skammtastærðum. Þá er unnt að tengja tölvuna við hugbúnað- inn í lausfrystinum og stilla þannig nákvæmlega fyrir sér- hverja afurð afköst, frystitíma og hraða á innmötunarböndum. Þetta hefur einmitt verið gert í Granda hf. með aðstoð Naust Marine hf. og hefur reynst auð- velda mjög stýringu á frystinum. Jafnframt er hægt að halda skrá yfir sleppingar úr snúningsvog- inni og fá þannig grafískt yfirlit yfir afköstin. Valka RapidFeed vélin er þróuð og framleidd af Helga Hjálmars- syni, vélaverkfræðingi og forrit- ara, sem hefur áralanga reynslu í þróun vinnslutækja og hátækni- lausna til notkunar í matvælaiðn- aði. Helgi er jafnframt eigandi Völku, sem hann stofnaði á síð- asta ári, með aðsetur í Kópavogi. „Af einhverjum ástæðum er inn- mötun sá þáttur sem oft vill gleymast í framleiðsluferli. Samt er ljóst að án skilvirkrar innmöt- unar getur heildarkerfið varla gengið upp,“ segir Helgi. Valka RapidFeed vélin var þró- uð í samstarfi við Granda hf. og Samstarfsvettvang sjávarútvegs og iðnaðar, sem hefur styrkt verk- efnið fjárhagslega. Nýlega keypti Nesfiskur í Garði tvær vélar af Helga, en vélin verður formlega sýnd í fyrsta skipti dagana 4.-6. maí nk. á sjávarútvegsýningunni í Brussel, sem er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Ef viðbrögðin þar verða jafn góð og hjá Granda og Nesfiski, má búast við talsverðum áhuga meðal gesta. „Valka Rapid Feed vélin gjörbreytir innmötun og dreifingu hráefnis í lausfrysta,“ segir Ísleifur Arnarson, verkstjóri hjá Granda hf. á Norðurgarði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.