Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 12
12 O R K U N Ý T I N G vinnslu- og útgerðarfyrirtækja, skipahönnuðum, fyrirtækjum í sjóflutningum og rannsókna- stofnunum í fiskiðnaði. ORKU- SPAR er ætlaður til kennslu í tækni- og háskólum til að vekja nemendur til umhugsunar um orkunotkun þar sem þeir munu verða mikilvægustu notendur framtíðarinnar. Mikilvægt hjálpartæki Orkuspar-orkuhermir fyrir fiski- skip er byggður upp af eftirfar- andi þáttum. Ílag er fiskiskipið, veiðarfæri og veiðiferð. Frálag er niðurstaða veiðiferðar og saman- burður veiðiferða. Unnt er að geyma upplýsingar um mismun- andi skip með mismunandi bún- að, mismunandi veiðarfæri og mismunandi veiðiferðir. Í ORKUSPAR-orkuhermi er til staðar skilgreint skip, Þerney, með öllum búnaði og veiðarfær- um, þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar hafa verið settar inn. Í herminum er einnig skilgreind veiðiferð. Orkuspar tekur tillit til veðurskilyrða og aldurs veiðar- færa, en þessir þættir hafa mikil áhrif á olíunotkun. Trosnað veið- arfæri getur aukið mótstöðu veið- arfæris um allt að 10%. Einnig má skoða áhrif mismunandi veð- urskilyrða. Notendur hermisins geta notað Þerney til að átta sig á hvernig hugbúnaðurinn vinnur og hvern- ig mismunadi aðgerðir hafa áhrif á olíunotkunina, t.d. ef skipt er um veiðarfæri, vél eða álagi á vél breytt. Notandinn getur sett inn í herminn nauðsynlegar upplýsing- ar um sitt skip og veiðarfæri. Hann getur skilgreint mismun- andi veiðiferðir með mismunandi veiðarfæri og borið síðan raun- ferðir saman við hermdar ferðir. Unnt að spara verulegar fjárhæðir Eftirfarandi eru niðurstöður úr herminum frá skilgreinda skipinu (myndir 4, 5 og 6). Eins og sést á mynd 4 er mesta olíunotkunin við veiðar, eða allt að 75% hjá fullvinnsluskipi sem veiðir með botntrolli. Samanburður á mis- munandi veiðarfærum sýnir að það getur verið allt að 25% mun- ur á olíueyðslu á hvert veitt tonn, þannig að val á hentugu veiðar- færi getur skipt miklu máli. Mót- staða netsins getur verið 50 til 60% af heildarmótstöðu við tog Iðnaður 36% Jarðhiti 5% Fiskiskip 20% Heimili 1% Annað 12% Bifreiðar og tæki 26% d ild l ð h l f d f i i i iðMynd 2. Heildarlosun gróðuhúsalofttegunda eftir atvinnugreinum árið 2001 (www.ust.is). Olíur 12% Veiðarfæri 5% Viðhald 9% Annað 19% Aflahlutir og laun 55% Frystitogarar Olíur 14% Annað 21% Viðhald 10% Veiðarfæri 5% Aflahlutir og laun 50% Ísfisktogarar Mynd 3. Skipting gjalda vegna rekstrar frystitogara og ísfisktogara. (www.hagstofan.is) 3%1%3%0% 3% 0% 2% 8% 2% 78% Sigling á miðin Fiskileit Köst Tog Híf ing Meðhöndlun veiðarfæara um borð Sigling milli veiðisvæða Tapaður tími á miðum Sigling til hafnar Skip í höfn Mynd 4. Hlutfallsleg skipting olíunotkunar við ýmsar aðgerðir fullvinnsluskips sem veiðir með botntrolli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.