Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 40

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 40
40 B Á TA S M Í Ð I „Það hefur verið mikið að gera í bátasmíðinni að undanförnu. Í vetur hef ég aðallega smíðað tvær öflugar gerðir Sómabáta, Sóma 865, með 480 hestafla vél, sem hafa reynst mjög öflugir bátar. Það eru bátar sem plana með nokkurn veginn það sem þeir bera af fiski og eru frá 4,6 til ca 5,0 brúttótonn. Það nýjasta hjá okkur eru hins vegar bátar sem við köllum Sómi 695, sem eru sérsniðnir að dagakerfinu. Þetta eru bátar sem geta verið frá 2,35 til 4,3 brúttótonn, bátur sem er 3,7 tonn er með mestu lengd 8 metrar. Nýverið sjósettum við bát af þessari nýju tegund, Blæ NK, fyrir Sigurstein Sigurðsson, út- gerðarmann í Neskaupstað. Þessi bátur er búinn Volvo Penta D6 vél og gengur rúmar þrjátíu míl- ur,“ segir Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og eigandi Bátasmiðju Guðmundar í Hafnar- firði. Áherslan á minni bátana „Við höfum einbeitt okkur að þessum minni bátum, krókaafla- marksbátum og dagabátum og sú áhersla okkar hefur gefið góða raun. Dagabátarnir eru frá 2,3 brúttótonnum og upp í 6 tonn. Það hefur verið mikil spurn eftir svona bátum og menn hafa sýnt þessum nýja 695 báti mikinn áhuga. Mesta lengd á 695-bátn- um er átta metrar ef hann er 3,7 brúttótonn. En hann getur tækni- lega orðið eitthvað lengri. Þessir bátar eru mjög liprir og hag- kvæmir í rekstri og það hefur ekki svo lítið að segja,“ segir Óskar. Blær NK er 3 tonn og er með lest fyrir 7 kör 310 L. Í smíðum er einnig einn 3,8 tonna bátur, sem er 8 metra langur og með v- gír, öxli og D6 vélinni, sá bátur er með 11 kara lest. „Einnig fórum við í að gera innréttingar og stýrishúsið ein- faldara og ódýrara í framleiðslu. Sómi 695 er aðeins boðinn málað- ur að innan, loft er einangrað og plastað og málað yfir til að ekki gráti úr toppnum, einnig eru all- ar innréttingar plastaðar og hurð- ir eru úr plasti. Þessi bátur er hugsaður sem dagróðrabátur og ekki er gert ráð fyrir því að menn búi í honum, en það er samt pláss fyrir tvo í koju. Við prófun á fyrsta bátnum, Blæ, sem er með Volvo Penta D6 310 hp og hældrifi, fór hann í rúmar 30 sjó- mílur og við prófuðum að setja steypuklumpa í lestina og ákváð- um að í fyrstu lotu væri nóg að setja 1,5 tonn í þennan 3 tonna bát. En viti menn, hann hentist í 30 mílur með hann og var snögg- ur að.“ Óskar segir í burðarliðnum að bjóða þennan 695 bát sem sport- bát undir 6 metrum þannig að hann verði ekki skráningarskyld- ur og heitir þá Sómi 595. Hægt verður að fá þennan bát með stærra húsi en samt með dekk- plássi þannig að tveir geti athafn- að sig með stöng eða byssur. Fimm bátar í smíðum núna. Mikil reynsla er að baki báta- smíðinni hjá Bátasmiðju Guð- mundar í Hafnarfirði, þar hafa verið smíðaðir bátar í aldarfjórð- ung undir nafninu Sómi. Í það heila hafa verið sjósettir á fimmta hundrað Sómabátar. „Það er auð- vitað alltaf einhver þróun í báta- smíðinni, en við byggjum enn á sama trausta grunninum,“ segir Óskar, en þessa dagana eru fimm bátar í smíðum hjá stöðinni sem ætlunin er að afhenda núna á vor- dögum. „Við höfum eingöngu verið að smíða fyrir innanlands- markað. Það eru nokkuð mörg ár síðan við smíðuðum báta fyrir Grænlendinga, en við höfum ekki farið út í það aftur. Innanlands- markaðurinn dugar okkur alveg eins og er. Menn töldu reyndar fyrir nokkrum árum að heima- markaðurinn hlyti að fara að mettast, en það hefur ekki enn gerst. Það hefur að sjálfsögðu mikið að segja að vera alltaf að þróa eitthvað nýtt og bæta það sem fyrir er. Í staðinn fyrir hæg- genga trillur geta menn nú fengið nýja og afar öfluga hraðfiskibáta sem eru hagkvæmir í rekstri. Menn vita að Sóminn hefur kom- ið afar vel út í sambandi við eyðslu, viðhald og fleira og það er besta auglýsingin.“ Ætla að ljúka við 30 tonna bátinn Eins og áður segir hefur Báta- smiðja Guðmunar fyrst og fremst einbeitt sér að smíði minni báta. Nýi Sómi 695 vekur athygli Nýverið sjósetti Báta- smiðja Guðmundar þenn- an bát, Blæ NK, fyrir Sig- urstein Sigurðsson, út- gerðarmann í Neskaup- stað. Blær er búinn Volvo Penta D6 vél og gengur rúmar þrjátíu mílur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.