Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 16
16 F E R K F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Á fimmta og sjötta áratug síð- ustu aldar var Grimsby stærsta fiskihöfn heims. En þegar fór að hrikta í stoðum útgerðarinnar og margir á svæðinu misstu vinnu þá var eiginlega spurning um að duga eða drepast. Eftir að hafa skoðað alla þá möguleika sem voru fyrir hendi ákváðu bæjaryfir- völd í Grimsby og nágrannasveit- arstjórnir að nýta þá þekkingu sem var til staðar. Ákveðið var að stofna til samvinnu milli sveitar- félaganna og einkafyrirtækja á svæðinu, með áherslu á þær at- vinnugreinar sem fyrir voru, þ.e.a.s. fiskvinnslu, hafnir og efnaframleiðslu. Stefnan var þá tekin á uppbyggingu matvæla- vinnslu sem aðal atvinnugreinar og tuttugu árum síðar er árangur- inn farinn að sjást og vel það,“ segir Andrew Moore, efnahags- þróunarstjóri (Economic Development Officer) svæðis- stjórnar Norðaustur-Lincolnskíris (Economic Regeneration, North East Lincolnshire Council), sem var staddur á Íslandi fyrir stuttu, ásamt fimm öðrum úr svæðis- stjórninni. „Matvælabær Evrópu Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða nokkur af helstu tækni-, vinnslu- og flutningsfyrirtækjum í sjávarútvegi hér á landi, auk tengdra stofnana, með það að markmiði að efla enn frekar tengsl á milli þeirra og Grimsby og nágrennis. „Samspil hins opinbera og einkageirans í svæðisstjórn Norð- austur-Lincolnskíris gerir stofn- unina að einstöku fyrirbæri,“ út- skýrir Moore. „Með náinni sam- vinnu hefur okkur tekist að skapa Grimsby verðugan sess sem „Matvælabær Evrópu,“ og við höfum fengið til okkar marga stærstu og þekktustu fisk- og matvælaframleiðendur í álfunni í dag. Sem dæmi má nefna að 75% af öllum fiski og fiskafurðum sem seldar eru á Bretlandi eru unnin á svæðinu og þessi tala fer hækk- andi. Í dag er Grimsby og ná- grenni stærsta fiskvinnslusvæði Englands og eitt stærsta í Evr- ópu, með yfir 100 starfandi fisk- vinnslufyrirtæki,“ bætir hann við. Hafnarsvæðið endurnýjað Eins og nafnið gefur til kynna getur Grimsby rakið rætur sínar allt aftur til víkingatímans og hefur staðsetning bæjarins við Norðursjóinn gegnt mikilvægu hlutverki í sögu hans. Bærinn liggur á mið-austurströnd Eng- lands við ós Humber árinnar, á suðurbakka hennar suðaustur af borginni Hull. Þróunin í kæli- og frystitækni sem hefur átt sér stað undanfarin ár hefur gjörbreytt vinnslutækni í Grimsby sem annarsstaðar og í dag er að finna hátt í 1,5 milljónir rúmmetra af frysti- og kæliplássi í ýmsum verksmiðjum og geymslustöðum í bænum, sem er mesta rými sinnar tegundar á einum stað í Evrópu. Árið 1995 var einnig opnaður nýr 8.000m2 fiskmarkaður í Grimsby, sem er einn sá fullkomnasti sinnar teg- undar í Evrópu. Undanfarin ár hefur jafnframt verið unnið markvisst að um- fangsmiklum endurbótum og stækkun hafnarinnar í Grimsby og nágrannabænum Immingham, sem er líklega best þekkt meðal Íslendinga sem heimahöfn Sam- skipa í Englandi. Í dag mynda þessar tvær hafnir eitt stærsta hafnarsvæði í Evrópu, en árið 2002 fóru um þær um 52,6 millj- ónir tonna af vörum. Um 500 matvæla- framleiðslufyrirtæki En Grimsby er ekki aðeins sjávar- útvegs- og fiskvinnslubær. Bær- inn er í hjarta eins gjöfulasta landbúnaðarsvæðis Englands, sem gerir það að verkum að mörg kjöt-, kjúklinga- og grænmætis- vinnslufyrirtæki reka verksmiðjur í Grimsby. Þegar fiskvinnslufyrir- tækin eru talin með starfa á þessu svæði hátt í 500 matvælafram- leiðslufyrirtæki eða fyrirtæki tengd þeirri iðngrein t.d. flutn- ingsfyrirtæki, verkfræðistofur og pakkninga- og pappaframleiðend- ur. „Staðsetning Grimsby og ná- grennis og nálægð okkar við margar helstu hraðbrautir Eng- lands gerir það að verkum að hvorki fleiri né færri en 40 millj- ónir manna búa innan við 4 „Viljum allan þann fisk sem við getum fengið“ - segir Andrew Moore, efnahagsþróunarstjóri svæðisstjórnar Norðaustur- Lincolnskíris Viðtal: Rab Christie. Opnaður árið 1995, fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn glæsilegasti sinnar tegundar í Evrópu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.