Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 18
18 S K I PA S K O Ð U N Þann 1. mars sl. fluttist skipa- skoðun frá Siglingastofnun til einkarekinna skoðunararstofa. Siglingastofnun hefur til þessa annast skoðanir á óflokkuðum fiskiskipum að 400 brúttó- tonnum, olíuflutningaskipum allt að 150 brúttótonnum og farþegaskipum að 24 metra lengd, sem voru smíðuð fyrir 1. júlí 2001. Þessi skoðun hef- ur sem sagt færst til einkarek- inna skoðunarstofa, en eftir sem áður mun Siglingastofnun sinna skoðunum á óflokkuðum skipum, sem eru utan framan- greindra skilgreininga, en þau skip eru um fjörutíu. Siglingastofnun Íslands mun einnig hafa með höndum útgáfu skipsskírteina, hafa eftirlit með starfsemi skoðunarstofa skipa og búnaðar og vinna að samstarfs- verkefnum með skoðunarstofum, meðhöndla og skrá ágreiningsmál sem upp kunna að koma, hafa eft- irlit með flokkunarfélögum, hafa eftirlit með starfsleyfum fyrir hvers konar atvinnustarfsemi, hafa markaðseftirlit með skemmtibátum, framkvæma skyndiskoðanir (átaksverkefni) og gera úttektir á öryggisstjórnun (ISM-úttektir). Einnig mun Sigl- ingastofnun annast lokaúttekt á allri nýsmíði, hafa eftirlit með nýsmíði fiskiskipa 15-24 metrar, hafa eftirlit með innflutningi á skipum og flutningi á hættuleg- um varningi, sinna hafnarríkiseft- irliti og sjá um útgáfu allra skír- teina sem varða viðkomandi skip. Nýja skoðunarkerfið Með nýrri reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði þeirra, mun tíðni skoðana breytast ásamt því svigrúmi sem útgerðarmenn hafa til að framkvæma lögbundnar skoðanir á skipum sínum. Þetta skoðunarkerfi er samkvæmt Evr- óputilskipun um samræmdar reglur um öryggi fiskiskipa, sem eru 24 metrar eða lengri. Samkvæmt eldra skoðunarkerfi var öxulskoðun framkvæmd á fjögurra ára fresti, sömuleiðis þykktarmæling á skipum eldri en tólf ára, öðrum en plastskipum, farið var yfir bol í plast-, ál- og stálskipum á tveggja ára fresti, bol í tréskipum á ársfresti, sömu- leiðis vélbúnað og öryggisbúnað og rafmagn var skoðað við ný- smíði, breytingar og vélaskipti. Með þessu nýja fyrirkomulagi við skipaskoðun verður sú breyt- ing að vélaskoðun skal fram- kvæmd á tveggja ára fresti og raf- magnsskoðun skal fara fram sam- hliða vélarskoðun. Útboð Vestfirðinga Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti þessarar breytingar á skipa- skoðun. Talsmenn smábátasjó- manna hafa til dæmis gagnrýnt breytinguna og talið hana til þess fallna að stórauka kostnað útgerða smábáta. Smábátasjómenn á norð- anverðum Vestfjörðum ræddu þessi mál á fundi í byrjun mars og ákváðu þar að ná samstöðu smábátasjómanna á Vestfjörðum um að fara í sameiginlegt útboð á skoðun báta. Guðmundur Hall- dórsson, formaður Eldingar, segir að þetta sé leið smábátasjómanna vestra til þess að lækka kostnað við þessa skoðun, sem hann segir ótvírætt telja að sé nýr lands- byggðarskattur. Guðmundur seg- ir að smábátamenn vestra setji það sem skilyrði í sínu útboði að viðkomandi skoðunarfyrirtæki hafi staðsettan starfsmann á Vest- fjörðum. „Við teljum afar mikil- vægt að við getum haft góðan að- gang að skoðunarmanni hér fyrir vestan, enda getum við ekki alltaf stólað á flug vestur,“ segir Guð- mundur Halldórsson. Skipaskoðun færðist 1. mars sl. frá Siglingastofnun til einkarekinna skoðunarstofa: Þetta er nýr landsbyggðarskattur - segir Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar á Vestfjörðum Nýja skoðunarkerfið er samkvæmt Evróputil- skipun um samræmdar reglur um öryggi fiski- skipa, sem eru 24 metrar eða lengri. Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.