Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 22
22 F E R K F I S K Ú T F L U T N I N G U R Áherslur Nýfisks og einbeiting snýr að framleiðslu á hágæða fiski sem fluttur er ferskur á markað í Mið-Evrópu, ekki síst í Benelux- löndunum svonefndu. Þetta hefur skilað góðu afurðaverði og telja stjórnendur Nýfisks einboðið að halda áfram á sömu braut. Unnið í dag - á markaði á morgun Birgir Kristinsson og Einar Sveinsson stofnuðu Fisk sf. fyrir fimmtán árum. Viðskiptahug- myndin strax í upphafi var sú sama og keyrt er eftir í dag; það er að selja nýjan fisk sem fluttur er með flugi inn á markað í Mið- Evrópu. Árið 1996 var Nýfiskur síðan stofnaður, eftir að gerðir voru við- skiptasamningar við belgíska fyr- irtækið Pieters sem eignaðist fjórðungs hlut í rekstrinum árið 2001. „Pieters er eitt af stærstu dreif- ingar- og sölufyrirtækjum í sjáv- arútvegi í Mið-Evrópu. Það sér- hæfir sig í fullvinnslu á tilbúnum réttum ásamt sölu og dreifingu þeirra í verslanir, hótel og mötu- neyti. Pieters var nýlega keypt af norska sjávarútvegsrisanum Fjord Seafood. Markmið Fjord með þeim kaupum var að fá markaðs- aðgang fyrir laxaafurðir fyrirtæk- isins. Stærstur hluti fersks hvít- fisks í vöruúrvali Pieters kemur frá Nýfiski. Það er að sjálfsögðu mikill heiður að fá að vera einn aðalbirginn í svo stóru alþjóðlegu fyrirtæki sem byggir allt sitt á gæðum og góðri þjónustu. Við- skiptasamböndin eru hverju fyrir- tæki dýrmætust og samband okk- ar við Pieters hefur verið giftu- Nýfiskur í Sandgerði vaxandi í útflutningi á ferskum flugfiski: Skýrar áherslur skipta öllu máli „Ýmsir sem reynt hafa fyrir sér í fiskútflutningi hafa verið í viðskiptum við marga aðila á hverju markaðssvæði. Fyrir vikið geta menn fljótt komist í samkeppni við sjálfa sig. Við slíkar kringumstæður er erfitt að stjórna ferðinni því afurðaverð getur skrúfast niður og þá skapast sú hætta að menn hreinlega brotlendi rekstri sínum og hafi þá einnig skaðað markaðinn fyrir aðra útflytjendur. Okkar nálgun hefur því verið sú að skilgreina Nýfisk sem þjónustufyrirtæki gagnvart viðskiptavinum erlendis sem valdir eru af kostgæfni og við vinnum náið með kaupend- um til lengri tíma. Framleiðsla okkar stjórnast af óskum þeirra,“ segir Birgir Kristinsson framkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði. Birgir Kristinsson, framkvæmdastjóri, (t.h.) og Gunnar Bragi Guðmundsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Nýfisks í Sandgerði. Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.