Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2004, Blaðsíða 28
28 S Æ B J Ú G U Tilraunaframleiðsla á sæbjúgum er hafin í Grundarfirði á vegum Reykofnsins-Grundar- firði ehf. Að því félagi standa Reykofninn hf. í Kópavogi, Fisk- iðjan Skagfirðingur og Byggðastofnun. Á undanförnum árum hefur Reykofninn ehf. í Kópavogi unn- ið að því að þróa afurðir úr sæ- bjúgum fyrir Asíumarkað. Halkion SH úr Stykkishólmi stundaði tilraunaveiðar á sæbjúg- um í Breiðafirði á sl. sumri og á liðnu hausti var síðan stofnað fyr- irtæki um vinnslu á sæbjúgum, sem nefnist Reykofninn-Gundar- firði ehf. Sú vinnsla er rétt nýlega hafin og því ekki hægt að segja að mikil reynsla komin á hana. Kári Pétur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Reykofnsins-Grundarfirði ehf., segist gera sér von um að unnt verði að halda uppi jafnri og stöðugri vinnslu, en það fari þó vitaskuld eftir því hvernig gangi að fá hráefni. Tveir bátar hafa ver- ið að afla hráefnis fyrir vinnsluna í Grundarfirði, Fjóla BA-150 og Sandvík SH-53 úr Stykkishólmi. Sæbjúgun eru veidd í sérstakan sæbjúgnaplóg, en einnig koma þau oft sem meðafli í önnur veið- arfæri. Óvissa um útbreiðslu sæbjúgna Ekki er vitað um útbreiðslu sæ- bjúgna við Ísland, hún er ein af mörgum spurningum sem reynt verður að fá svarað á næstu miss- erum. Kári Pétur segir að rætt hafi verið við Hafrannsóknastofn- unina um að kanna skoða mögu- lega útbreiðslu á sæbjúgum. Gríðarleg rýrnun verður við vinnslu á sæbjúgum, aðeins um 5% sæbjúgna halda sér eftir að þau hafa verið þurrkuð og reykt. Langstærsti markaðurinn fyrir sæbjúgu er í Asíu, en þar er því m.a. trúað að í þeim sé falinn mikill lækningamáttur. Brimbúturinn Í fróðlegri grein sem Sólmundur T. Einarsson ritaði í Ægi fyrir nokkrum misserum um sæbjúgu kemur fram að þau séu í flokki skrápdýra, sem er skipt í fimm ættkvíslir. Tvær þeirra hafa efna- hagslega þýðingu, tegundirnar Aspidochirote og Dendrochirote. Undir þessum ættkvíslum eru sæbjúgu, en þau hafa þykkan og leðurkenndan skráp. Munnarmar Aspdochirote sæbjúgna eru marg- ir og smáir, en einfaldir í bygg- ingu og greinóttir. Þeir eru not- aðir til þess að skófla sandi og leir upp í munnopið. Munnarmarnir hjá Dendrochirote-sæbjúgunum eru hins vegar langir, fíngerðir og greinóttir. Einnig eru þeir slím- kenndir og notaðir til þess að veiða sviflæg dýr í sjó eða ýmsar rotnandi leifar þörunga og dýra af yfirborði botnsins. Skrápur sæ- bjúgna myndar sjófylltan hólk utan um líffærin. Hann sam- anstendur af nokkrum vefjalögum og er aðalhlutinn seigt veflag, sem að mestu leyti er gerður úr bindivef. Inn í þetta veflag liggja smásæar kalkagnir, svokallaðar „spíkúlur“ sem hafa það hlutverk að styrkja skrápinn og gefa slím- kenndu yfirborði hans nokkra núningsmótstöðu. Við Ísland finnast nokkrar tegundir sæ- bjúgna, en Sólmundur segir í grein sinni að sú tegund sem helst komi til greina í nýtanlegu samhengi sé brimbútur, en hann er algengur á grunnsævi nær allt í kringum landið, þó mest inni á fjörðum. Í Faxaflóa og Breiðafirði hefur t.d. fundist þónokkuð magn af brimbút og veiðst sem meðafli í hörpudisksplóg. Hann finnst aðallega á hörðum botni þar sem strauma gætir, en sjald- gæfur við suðurströndina. Sæbjúgu unnin í Grundarfirði Jónsvör 3 - 190 Vogar Símar 424-6650 & 894-2845 - Fax 424-6651 www.beitir.com - holafsson@islandia.is Framleiðum línu- og netabúnað úr rústfríu stáli Erum einnig með umboð fyrir færeyskar handfærarúllur frá Oikvind

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.