Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.2005, Blaðsíða 5
5 Í ógnunum felast líka tækifæri „Sú ógn sem íslenskum sjávarútvegi stafar af samkeppni frá Kína er að mínu mati helst aðgerðarleysi - að sitja hjá og bíða. Það er vert að hafa í huga að með ógnunum felast líka tækifæri. Það er staðreynd að mörg alþjóða fyrirtæki hafa tekið þá afstöðu að fjárfesta í Kína frekar en reyna að keppa við þá þróun sem þar á sér stað,“ segir Óttar Már Ingvason hjá Brimi hf., en hann var nýverið í Kína og segir frá því sem fyrir augu bar. Skil ekki þessa hagfræði „Á liðinni vetrarvertíð fór ufsinn á 25 til 30 kr. á markaðnum. Samt voru menn að henda lifrinni, þó þeir gætu aukið verðmætið um allt að helm- ing. Satt að segja skil ég ekki þessa hagfræði og af hverju menn bera ekki meiri virðingu fyrir umhverfi sínu og auðlindinni,“ segir Katrín Pét- ursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., m.a. í viðtali við Ægi. Þýðir ekki að skjóta sendiboðann „Það virðist borin von að ákveðnir aðilar taki augljósum rökum og ekki ástæða til að fjargvirðast yfir því. Spurningin er hins vegar sú hvað mögu- leikar í stöðunni séu færir. Ljóst er að meiri veiði stækkar ekki stofninn þótt til séu þeir sem því trúa. Lítið gagnar að skjóta sendiboðana og því virðist því miður að við verðum enn um sinn að þreyja þorrann og góuna,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um stöðu þorskstofnsins, en Ægir leitaði álits nokkurra valinkunnra manna um stöðu fiskistofnanna í ljósi útgefins kvóta á næsta fiskveiðiári. Kraftur í Grímseyingum Grímseyingar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þeir fjárfesta í bátum og var- anlegum aflaheimildum og styrkja þannig búsetu í eynni. Unga fólkið vill búa í Grímsey og því lítur út fyrir að framtíðin sé björt. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Það hefur ekkert upp á sig að sitja með hendur í skauti og væla og bíða eftir því að einhver stingi góðgæti upp í mann,“ segir Gylfi Gunn- arsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Grímsey, m.a. í viðtali við Ægi. Enginn skilningur á gildi varðveislu sjóminja „Tvímælalaust finnst mér þungbærast almennt skilningsleysi um varðveislu sjóminja. Mönnum finnst ekki tiltökumál að eyða svo og svo miklum fjár- munum í varðveislu gamalla húsa, en þegar kemur að bátaminjum, þá kveð- ur við annan tón,“ segir Þorvaldur Skaftason, eigandi Húna II, m.a. í ítar- legu viðtali við Ægi, en hann hefur ásamt Ernu Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu sinni, endurbyggt eikarbátinn Húna II, sem á sér stórmerka sögu. Merk saga nýsköpunartogaranna Á sínum tíma komu til landsins fjörutíu og tveir svokallaðir nýsköp- unartogarar, sem voru kenndir við nýsköpunarstjórn Ólafs Thors. Þetta er merk saga í togaraútgerð á Íslandi og þar með í atvinnusögu þjóðarinnar, sem hefur í raun alltof lítill gaumur verið gefinn. Tveir Húsvíkingar, Kjartan Traustason og Hafliði Óskarsson, hafa grafið upp stórmerkilegan fróðleik um nýsköpunartogarana, sem við kynnum hér fyrir lesendum Ægis. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461-5135 GSM: 898-4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Síðumúli 1, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2005 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Forsíðumyndina tók Óskar Þór Halldórsson yfir Poll- inn á Akureyri. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 22 12 28 19 31 Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf ESAB rafsuðubúnaður fyrir þig ESAB allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti 36 aegirjuni2005 1.7.2005 18:04 Page 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.